Skýrslur

Trefjaríkt og hollt hýði? Varnarefni, þungmálmar og næringarefni í ytra og innra byrði íslensks og innflutts grænmetis og ávaxta.

Útgefið:

09/03/2023

Höfundar:

Eydís Ylfa Erlendsdóttir, Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, Natasa Desnica, Branka Borojevic

Styrkt af:

Matvælasjóður

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Almennt eru varnarefni notuð í því skyni að stuðla að árangursríkari framleiðslu ávaxta og grænmetis en geta þó verið mjög skaðleg heilsu fólks og umhverfinu.

Markmið verkefnisins var að skima afurðir á íslenskum markaði fyrir varnarefnaleifum, bera saman mælt magn í innfluttum og íslenskum afurðum og að kanna hvort munur væri á styrk varnarleifa, þungmálma og næringarefna í ytra byrði/hýði ávaxta og grænmetis í samanburði við innra byrði/aldinkjöti þess. 

166 sýni (ávextir, ber, grænmeti, salat, kryddjurtir og kornvörur) af íslenskum (42%) og innfluttum afurðum (58%) voru skimuð fyrir varnarefnaleifum. Í framhaldinu var mældur styrkur varnarefna, næringarefna og þungmálma í hýði og innra byrði afurða (n=44) .

Niðurstöðurnar voru að 49% afurða á íslenskum markaði innihéldu varnarefnaleifar, 61% innfluttra afurða og 31% íslenskra afurða. Hins vegar var styrkur þeirra í sýnum að jafnaði lágur og innan leyfilegra hámarksgilda í 94% sýna. Færri tegundir varnarefna fundust í íslensku grænmeti en í innfluttu grænmeti. Hærri styrkur varnarefnaleifa og þungmálma var í hýði ávaxta og grænmetis í samanburði við innihaldið. Þá reyndist hýði grænmetis trefjaríkara en innihaldið. Að auki var íslenskt grænmeti ríkara af stein- og snefilefnum en innflutt grænmeti.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Development of microalgae for aquaculture
/ Þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi 

Útgefið:

26/01/2023

Höfundar:

Davíð Gíslason, Hrólfur Sigurðsson, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Isaac Berzin og Theodór Kristjánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóði

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Verkefnið þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi sem var samstarfsverkefni VAXA og Matís og styrkt til tveggja ára af Tækniþróunarsjóð er nú lokið.

Verkefnið hafði að markmiði að þróa afurðir VAXA sem innihaldsefni fyrir fiskafóður í fiskeldi. Framkvæmdar voru nokkrar tilraunir sem höfðu að markmiði að skoða notagildi Nannochloropsis smáþörungsins sem innihaldsefni í fiskafóður. Í þessum tilraunum var skoðað 1. Geymsluþol ferskra þörunga, 2. Hvernig megi veikja frumuvegg þörungsins svo hann verði meltanlegur fyrir fiska en annars er hann ómeltanlegur, 3. Áhrif fiskafóðurs með þörungaolíu á vöxt og laxalúsasmit á laxaseiðum, 4. Vöxt og upptöku á fitusýrum og Omega 3 í laxaseiðum sem eru fóðruð á fóðri með þörungaolíu. 5. Reiknivél fyrir upptöku Omega 3 í laxaseiði. Niðurstöður tilraunanna voru að mörgu leyti jákvæðar og bættu mjög þekkingu VAXA á möguleikunum að nota Nannochloropsis þörunginn eða afurðir unnar úr honum eins og þörungaolíu í fiskafóður.  

Sú þekking sem ávannst í verkefninu nýtist VAXA til þess að þróa afurðir sínar til notkunar í laxafóður. Þótt svo að Omega 3 fitusýrur séu til staðar í ýmsum matvælum (aðalega fiski), er lax talinn ein besta uppspretta þessara fitusýra. Fiskeldisiðnaðurinn hefur leitað leiða til þess að minnka notkun sína á fiskmjöli og fiskolíu fyrir laxafóður, sem hefur valdið því að Omega 3 magn í eldislaxi hefur minnkað. Í þessu rannsóknarverkefni hefur í fyrsta skipti verið notað með góðum árangri sjálfbærir ljóstilífandi þörungar til framleiðslu á Omega 3 fyrir laxafóður. Niðurstöður verkefnisins sýna fram á hagkvæmni þessarar nálgunar fyrir framleiðslu á Omega 3 ríku laxafóðri. Góðar niðurstöður verkefnisins munu hjálpa VAXA að markaðsetja þörungaolíu úr framleiðslu sinni sem valkost fyrir Omega 3 ríkt innihaldsefni fyrir laxafóður í stað fiskimjöls og fiskolíu í laxafóður framtíðarinnar.

Skýrslan er lokuð.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nordic Salmon: Value added processing in Nordic aquaculture

Útgefið:

30/01/2023

Höfundar:

Sæmundur Elíasson, Unn Laksá, Audun Iversen, Christian Rohde og Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers - Working Group for Fisheries (AG-Fisk)

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

The workshop on value added processing of farmed fish in the Nordic explored options and assessed the feasibility of value added production in the region. It brought together 45 participants from various sectors, including salmon farms, sales and marketing, technical and processing equipment developers, research groups, and transport and freight companies. The project was supported by AG-Fisk and managed by a team of industry experts from Iceland, Norway, the Faroe Islands, and Denmark/Germany. The planning group then compiled a final report using a SWOT analysis to present the workshop’s main conclusions. Presentations from the workshop are accessible in the report appendix.

The SWOT analysis concluded that the main positive factors for the Nordic salmon industry include favourable farming conditions that can provide steady delivery and the ability to build a strong brand in terms of origin and identity. A major strength identified for secondary processing in the Nordic is the strong demand for high-quality, sustainably-produced salmon. Other strengths included the strict farming regulations to minimize environmental impact and improve animal welfare, as well as the potential for vertical integration to improve transparency and control over the entire production process. Specifically, for Iceland the access to renewable energy is a major strength.  Automation and technology access, with the use of water-jet robots to remove pinbones and automatic sorting, grading, and trimming providing opportunities for objective quality control and increased efficiency. Superchilling techniques were also identified as a potential advantage, allowing for longer shelf-life and a firmer product with less gaping. There were also opportunities for increased utilization of side products from salmon processing, as well as the potential for branded, value added products and better market segmentation.

The main negative factors included logistic and shelf-life limitations, unfavourable tariffs on trade, and high production costs compared to competitors. Major challenges identified specifically for Iceland are to maintain a steady, year-round supply of salmon and the distance to major retail chains. Logistics and transportation costs were also identified as important barriers for companies operating in Iceland and The Faroe Islands.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukin afköst og hagkvæmni í greiningum a Prnp riðugeni – Haustið 2022

Útgefið:

16/01/2023

Höfundar:

Sæmundur Sveinsson

Styrkt af:

Þróunarfé - Sauðfjárrækt

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Greining á riðugeninu Prnp er mikilvægur þáttur í kynbótastarfi íslensks sauðfjár. Tilteknir erfðabreytileikar í riðugeninu veita einstaklingum aukið þol gagnvart riðu á meðan aðrir auka næmni gagnvart sjúkdóminum. Upplýsingar um erfðasamsetningu Prnp í sauðfjárhjörðum er því gríðarlega mikilvægt tól í baráttu bænda gagnvart sjúkdóminum. Markmið verkefnisins var að auka afköst og lækka verð á greiningum riðugens hér á landi. Í verkefninu voru alls 1913 sýni frá um 150 bæjum greind á rannsóknastofu Matís í erfðafræði. Sá stuðningur sem verkefnið hlaut úr Þróunarfé Sauðfjárræktar skipti sköpum fyrir Matís að geta boðið upp á samkeppnishæft verð til bænda sem leiddi til nær tvöföldun á fjölda greindra sýna miðað við árið 2021. Þessar erfðaupplýsingar munu nýtast ræktunarstarfi sauðfjárræktar í heild sinni og að öllum líkindum leiða til aukins þols gagnvart riðu í íslensku sauðfé.

Skoða skýrslu

Skýrslur

100% fish in the Great lakes region Lake Whitefish (Coregonus clupeaformis)
full utilization

Útgefið:

14/12/2022

Höfundar:

Cécile Dargentolle & Jónas Viðarsson

Styrkt af:

Islenski Sjávarklasinn ehf.

Tengiliður

Cecile Dargentolle

Verkefnastjóri

cecile@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed

Skýrslur

Summary report of a digestibility trial with Atlantic salmon reared in seawater

Útgefið:

14/12/2022

Höfundar:

Wolfgang Koppe, Sven-Ole Meiske, Georges Lamborelle & David Sutter

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed

Skýrslur

Saltfiskkræsingar: Hvað er saltfiskur? Vinnustofa 2022

Útgefið:

14/12/2022

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AG Fisk (Arbejdsgruppen for Fiskerisamarbejdet), NORA

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Til að styrkja stöðu saltfisksins, með sína löngu hefð, sögu og tengsl við norræn lífsviðurværi, er mikilvægt að efla virðiskeðjuna í heild sinni, frá framleiðendum og smásöluaðilum, til matreiðslufólks og neytenda. Markmið verkefnisins „Saltfiskkræsingar“ er að þróa nýja eða bætta tilbúna rétti sem byggja á hefðbundum saltfiski, og 16 þátttakendur frá Íslandi, Noregi og Færeyjum taka þátt í því. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í saltfiskvinnslu og gæðum, matreiðslu, matvælaframleiðslu, miðlun og ferðaiðnaði.   

Þessi skýrsla lýsir vinnustofunni “Hvað er saltfiskur?” sem haldin var í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi, 28. september 2022 í samstarfi Matís, Menntaskólans í Kópavogi (MK), Gríms Kokks, Klúbbs Matreiðslumeistara og Íslenskra saltfiskframleiðenda. Markmið vinnustofunnar var að miðla þekkingu úr hinum ýmsu áttum, og leita leiða til að styrkja stöðu saltfisks á innanlandsmarkaði og sóttu um 40 manns vinnustofuna. Haldnar voru stuttar kynningar af sérfræðingum Matís um sögu, menningu, verkun og útvötnun saltfisks. Jafnframt um þekkingu og viðhorf neytenda til saltfisks og neyslu hans á Íslandi. Skynrænir eiginleikar saltfisks voru kynntir og fundargestir fengu tækifæri til að smakka og bera saman tvær gerðir saltfisks og tvær gerðir af söltuðum fiski. Þá kynntu matreiðslunemar MK hugmyndir sínar á bakvið saltfiskrétti, sem voru reiddir á borð. Að því loknu var unnið í þremur hópum sem hver um sig ræddi eftirfarandi efni: “Hvað er saltfiskur- má kalla saltaðan fisk saltfisk?”, “Hvernig náum við til unga fólksins?” og “Hvernig er hægt að auka vöruframboðið?”.

Niðurstöður vinnustofunnar sýndu að mikilvægt er að greina á milli þess sem sannarlega telst saltfiskur annars vegar og saltaðs fisks hins vegar. Saltaður fiskur, yfirleitt léttsaltaður eða nætursaltaður, hefur ekki sömu einkenni og saltfiskur, sem er fiskur fullverkaður með salti og saltpækli og svo þurrsaltaður jafnvel vikum saman, sem eftir útvötnun gefur þessari vöru einstaka eiginleika á borð við einkennandi verkunarbragð og stinna áferð. Svo virðist sem það séu til staðar endalaus tækifæri og sóknarfæri fyrir saltfiskinn. Við þurfum hins vegar að greiða betur leið saltfisksins á íslenskan markað. Saltfiskur ætti í raun að vera okkur Íslendingum, á pari við það sem Parmaskinka er Ítölum, hið minnsta. Til að efla þekkingu, virðingu og neyslu á saltfiski þarf að kynna hann betur og gera hann sýnilegri, ekki síst meðal yngri aldurshópa. Það sem hindrar matreiðslufólk og framleiðendur afurða er að oft er erfitt að nálgast fullverkaðan, rétt útvatnaðan saltfisk innanlands. Vanda þarf til útvötnunar, en oft er ekki til staðar aðstaða, tími eða þekking. Við þurfum að ná til yngri neytenda og bæta orðspor saltfisksins almennt. Heitið saltfiskur er ekki mjög heppilegt, þar sem það hefur tilvísun í saltan fisk og hefur neikvæða ímynd vegna tengingar við annars flokks fisk. Þá á útvatnaður saltfiskur ekki að vera of saltur. Ef til vill ætti fullverkaður, útvatnaður saltfiskur að kallast eitthvað annað en saltfiskur.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Skýrsla Matís til NÍ 2022

Útgefið:

14/12/2022

Höfundar:

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Tengiliður

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

elisabet@matis.is

Sýnatökutímabilið sem þessi skýrsla nær yfir er frá 1. nóvember 2021– 31. október 2022. Alls voru tekin 108 sýni á tímabilinu, öll fyrir rannsóknir innan Europlanet samvinnunnar. 

Skýrslur

Verðmætaaukning í Íslensku fiskeldi / Value creation in Icelandic aquaculture

Útgefið:

31/10/2022

Höfundar:

Gunnar Þórðarson og Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi / Matvælasjóður

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Í þessari skýrslu er greint frá framgangi og helstu niðurstöðum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnisins „Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi“ sem að hluta var fjármagnað af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi/Matvælasjóði. Í þessu verkefni var leitast við að lækka kostnað og auka verðmæti við meltuframleiðslu úr hliðarstraumum fiskeldis, þar sem einkum var horft til þess að lækka flutningskostnað, með því að vinna meltuna meira, taka úr henni lýsi og vatn, sem minnkar umfang og vigt við flutning og gefur tækifæri á að vinna hana í dýrari afurðir.

Laxeldi við Ísland er í örum vexti og ef allar áætlanir ganga eftir mun eldi á laxi í sjó vera komið upp í 90 þúsund tonn innan fárra ára. Hliðarstraumar sem til falla gætu því orðið yfir 20 þúsund tonn á ári. Þá er ótalið landeldi á Íslandi, en miklar áætlanir eru í gangi í Ölfusi, Vestmannaeyjum og Reykjanesi, þar sem rætt er um framleiðslu á yfir 100 þúsund tonnum af laxi. 

Hliðarstraumum í fiskeldi er að mestu skipt í tvo flokka, þ.e. K2 sem er sjálfdauður fiskur sem drepst í kvíum, og K3 sem er slóg sem fellur til við slátrun, auk hausa, hryggja og afskurðar sem fellur til við fullvinnslu. Ekki má vinna hráefni frá K2 til manneldis né í fóður fyrir dýr sem ræktuð eru til manneldis, og því þarf að líta til markaða fyrir gælu- eða loðdýr. K3 getur hins vegar farið til framleiðslu til manneldis eða í fóður dýra sem neytt er af mönnum.  

Með auknu fiskeldi má búast við mikilli aukningu af hliðarhráefni á næstu árum og því mikilvægt að finna leiðir til að tryggja umhverfisvænar vinnsluleiðir og samtímis að bæta verðmætasköpun við vinnslu þessa hliðarstrauma. Í þessu verkefni var í fyrstu litið til framleiðslu á mjöli og lýsi úr þessum hliðarstraumum, en slík vinnsla stóð ekki undir kostnaði. En helsta ástæða þess var hár flutningskostnaður á hráefninu, sem er að mestu leiti vatn, og eins vegna erfiðleika á geymslu vegna fljótvirkra skemmdaferla. 

Því var litið til framleiðslu á meltu og skoðaðir möguleikar á að bæta verðmætasköpun og lækkun kostnaðar, sérstaklega við flutning. Melta er verðlítil afurð, en með því að vinna hana frekar, taka lýsi úr henni og síðan eima 60% af vatninu væri hægt að auka verðmæti og lækka kostnað við flutninga á markað.

Niðurstöður verkefnisins benda til að vel sé hægt að vinna meltu á hagkvæman hátt úr hliðarstraumum fiskeldis hér á landi og jafnvel skapa umtalsverð verðmæti með því að vinna meltuna frekar í lokaafurðir.

https://zenodo.org/record/7266680#.Y1-T8C2l2X0

Skýrslur

Summary report of digestibility trial with Atlantic salmon in seawater

Útgefið:

27/10/2022

Höfundar:

Wolfgang Koppe, Sven-Ole Meiske, Georges Lamborelle & David Sutter

Styrkt af:

TripleNine A/S

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed

IS