Skýrslur

Summary report of Digestability and growth trial on Atlantic salmon in saltwater

Útgefið:

07/07/2022

Höfundar:

David Sutter, Elvar Steinn Traustason, Georges Lamborelle

Styrkt af:

Garant

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed

Skýrslur

Streita laxfiska við dælingu – Stress of salmonid fishes during pumping

Útgefið:

30/06/2022

Höfundar:

Gunnar Þórðarson - Matís, Agnar Steinarsson - Hafrannsóknarstofnun, Ásgeir Bjarnason - Stjörnu-Oddi, Ína B. Össurardóttir - Skaginn 3X

Styrkt af:

Matvælasjóður

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Lágmörkun á streitu laxfiska við meðhöndlun í eldi getur skipt sköpum í að tryggja velferð, vöxt og viðgang fiskanna, sem og gæði og geymsluþol loka afurða. Streita við meðhöndlun, t.d. gegn lús, getur dregið úr viðnámsþrótti fiska gegn sýkingum og kulda ásamt því að draga úr vexti; því það getur tekið laxinn nokkurn tíma að jafna sig og byrja að taka fóður aftur. Ef dæling á fiski til slátrunar veldur mikilli streitu sem getur haft áhrif á gæði afurða. Einnig er mikilvægt að mæta kröfum um dýravelferð við fiskeldi samhliða auknum þrýstingi frá neytendum. 

Vitað er að vakúmdælur, sem eru mest notaðar í fiskeldi í dag, valda töluverðri streitu, afföllum og lakari gæðum, enda gengur mikið á við dælingu þar sem loftrými með fiski er lofttæmt og síðan skotið áfram til að dæla fiskinum. Því hafa framleiðendur dælubúnaða verið að leita nýrra leiða við dælingu laxfiska og hefur íslenska fyrirtækið Skaginn 3X verið að þróa svokallaða spíraldælu (Archimedesar dælu) sem lausn á þessu vandamáli. Dælan hefur hlotið nafnið ValuePump.

Í þessu verkefni var smíðuð frumgerð af dælunni og svo voru gerðar samanburðartilaunir á henni og hefðbundinni vakúmdælu, þar sem streita í fiski við dælingu var mæld með hjartsláttarnemum, ásamt mælingum á myndun streituhormóna í blóði.

Tilraunir fóru fram í aðstöðu Hafrannsóknastofnunar á Reykjanesi undir stjórn sérfræðinga í fiskeldi og í notkun á hjartsláttarnemum. Á fjögurra vikna tímabili var 100 löxum (um 1 kg meðalþyngd) dælt einu sinni í viku með sitthvorri dælunni og þar af voru 20 laxar með innvortis hjartsláttarnema frá Stjörnu-Odda. 

Niðurstöðurnar sýndu marktækan mun á milli hópa í kjölfar dælingar. Hjartsláttur hækkaði mikið við dælingu en ValuePump hópurinn var fljótari að jafna sig og ná aftur grunngildi. Dæling með vakúmdælu hafði mun meiri langvarandi streituáhrif en tilraun með hámarksáreiti þar sem fiskurinn spriklaði á þurru.  Mikill sjónrænn munur var einnig á hópunum eftir dælutegundum, þar sem fiskar sem dælt var með vakúmdælu komu oft slasaðir eða jafnvel dauðir úr dælunni, syntu á hlið eða á hvolfi klukkutímum eftir dælingu.  Fiskur sem dælt var með ValuePump varð hins vegar ekki fyrir neinu sjáanlegu hnjaski við dælinguna og virtist vel á sig komin að henni lokinni. 

Niðurstöður samanburðartilraunanna verða að teljast mjög jákvæðar, en þó er þörf á frekari rannsóknum til að skera endanlega úr um kosti ValuePump umfram hefðbundnar vakúmdælur. Ljóst virðist á niðurstöðum verkefnisins að lax sem dælt er með ValuePump sé fljótari að ná sér eftir dæling og þá byrja aftur að taka fóður. Niðurstöður hvað varðar dælingu til slátrunar eru ekki eins augljósar og þarfnast frekari rannsókna, þá sér í lagi þar sem rannsaka þarf fisk sem kominn er í sláturstærð við raunaðstæður. 
_____

Minimizing the stress of salmonids during handling and before slaughtering can be extremely important for welfare, survival and growth, as well as to ensure overall quality and shelf-life of the final products. Stress during treatment, e.g., against lice, can reduce the resistance of fish to infections and cold seawater as well as reduce growth which may take the salmon some time to recover from stress and start feeding again. If the pumping of fish for slaughter causes a lot of stress, it can affect the quality of the products. Animal welfare is also becoming more important in aquaculture with increased welfare demands from the consumers.

It is known that vacuum pumps, that are most commonly used in the aquaculture industry today, cause considerable stress, loss and poor quality, as pumping causes a lot of discomfort for the fish. Companies have therefore been searching for an alternative to vacuum pumping for some time. The Icelandic company Skaginn 3X has for some time been developing a so-called Archimedes pump to replace vacuum pumps. 

In this project, a prototype of the Archimedes pump (called ValuePump) was made, and then compared to a conventional vacuum pump. The pumping stress of fish was measured by cardiac sensors along with the measurement of a stress hormone Over a 4-week period, 100 salmons (1 kg average weight) were pumped once weekly with either pump, including 20 salmons implanted with heart rate loggers from Star-Oddi.

Experiments were carried out in the facilities of the Marine and Freshwater Research Institute in Reykjanes under supervision of specialists in aquaculture and the use of cardiac sensors.

The results showed a significant difference in heart rate recovery between the two groups. There was a large increase in heart rate immediately after pumping but the ValuePump group recovered more quickly to pre-pumping levels. Pumping with the vacuum pump caused a larger and longer stress effect then an applied max stress chase protocol. There was also a considerable visible difference between the two groups, where the vacuum pump fish were injured or even dead after pumping, swimming on the side or upside down for hours after pumping. The ValuePump fish, however, received no visible physical damage from the pumping and seemed fit. 

The results of the comparative studies indicate very positive results, but further studies are however needed to validate the results. It is apparent that salmon pumped with ValuePump is faster to recover than when pumped with vacume pumps and is as results faster to start feeding again after handling. Results regarding pumping of fish for slaughtering are not as comprehensive and need to be studied further, particularly by analysing fish that has reached slaughter size and preferably in real industry setting. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Summary report of a digestibility trial with Atlantic salmon in seawater as a model to predict raw material digestibility for European Catfish

Útgefið:

25/05/2022

Höfundar:

Wolfgang Koppe, Sven-Ole Meiske, Georges Lamborelle, David Sutter

Styrkt af:

Garant

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed

Fréttir

Matís með aðkomu að verkefnavali í Sierra Leóne

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Utanríkisráðuneytið undirbýr nú aukningu á tvíhliða þróunarsamstarfi við stjórnvöld í Síerra Leóne. Helsta markmið samstarfsins er að vinna að nýjum verkefnum á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins.

Sendinefnd skipuð fulltrúum fjögurra stofnanna er tengjast fiskimálum á Íslandi auk fulltrúum Utanríkisráðuneytisins fór til Síerra Leóne í lok mars síðast liðinn til að kanna aðkomu íslenskra sérfræðinga að verkefnum sem styrkt geta jákvæða þróun fiskimála og bláa hagkerfisins þar í land. 

Fulltrúi Matís í þessari ferð var Oddur Már Gunnarsson en að auki voru fulltrúar frá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og Sjávarútvegsskóla GRÓ. Sendinefndin átti fund með fiskimálaráðherra landsins auk annara fulltrúa ráðuneytisins, annara stofnanna og fyrirtækja og fulltrúum samstarfsríkja er koma að fiskimálum í Sierra Leóne.

Þá heimsótti hópurinn löndunarstaði fyrir strandveiðibáta og fékk innsýn inn í líf fiskisamfélaga, þar sem fiskur er meðhöndlaður, unninn og markaðssettur. Um 70% af lönduðum afla í Síerra Leóne kemur frá strandveiðum.

Í framhaldi af þessari ferð verður unnið með Utanríkisráðuneytinu að frekari útfærslu verkefna þar sem íslenskt hugvit og þekking getur nýst við þróun fiskmála og bláa hagkerfisins í Sierra Leóne.

Skýrslur

Hliðarafurðir grænmetisframleiðslu / By-products from the vegetable sector

Útgefið:

07/03/2022

Höfundar:

Eva Margrét Jónudóttir, Ólafur Reykdal, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation Fund

Þessi skýrsla er hluti verkefnisins „Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis.“ Meginviðfangsefni voru að kanna farvegi helstu hliðarafurða grænmetisframleiðslu á Íslandi, koma með hugmyndir að vöruþróun, leita heimilda um eiturefni sem gætu hindrað notkun í matvæli og að lokum að áætla gróflega magn þeirra hliðarafurða sem til falla á ársgrundvelli. Þar að auki voru gerðar efnamælingar á völdum hliðarafurðum.

Í skýrslunni er að finna samantekt um ályktanir og tillögur. Talið er að miklir möguleikar séu á verðmætasköpun úr þeim hliðarafurðum sem falla til við framleiðslu grænmetis á Íslandi. Ein leið til verðmætasköpunar er einangrun á lífvirkum efnum til notkunar í matvæli, fæðubótarefni og snyrtivörur. Möguleikar felast einnig í gerjun og súrsun hliðarafurða og vinnslu þeirra til íblöndunar í matvæli. Úrgangur frá garðyrkjunni þarf einnig að hafa farvegi sem leiða til nýtingar. Matvælaöryggi á alltaf að vera fyrsta viðfangsefnið þegar afurðir eru þróaðar úr hliðarafurðum. Því er nauðsynlegt að gera mælingar á óæskilegum efnum í hliðarafurðum áður en nýjar vörur eru fullþróaðar.
_____

This report is a part of the project „Improved quality, shelf-life and reduced waste in the vegetable value chain.“ The main tasks were studies of (a) current utilization of by-products from the vegetable production, (b) possible product development, (c) information on toxins in the by-products, (d) amount of available by-products. Additionally, nutrient analyses were carried out on selected by-products.

The report includes conclusions and proposals. It is concluded that there are considerable possibilities for value creation from vegetable by-products. One of the possibilities is the use of bioactive compounds from by-products for food, supplements and cosmetic products. Other possibilities are fermentation and addition of homogenized by-products to foods. Wastes from horticulture should also have routes for utilization. Food safety should always be considered when food uses of by-products are considered. Therefore, by-products should be analysed for contaminants and toxicants.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matur í ferðaþjónustu framtíðarinnar – Ísland. Umræðuskjal og samantekt eftir vinnustofur með íslenskum hagaðilum í febrúar og mars 2021

Útgefið:

02/03/2022

Höfundar:

Ritstjórar: Þóra Valsdóttir Matís og Brynja Laxdal Matarauður Íslands Meðhöfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Íslenski ferðaklasinn, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Kolbrún Sveinsdóttir Matís, Laufey Haraldsdóttir Háskólinn á Hólum, Óli Þór Hilmarsson Matís, Rakel Halldórsdóttir Matís, Selma Dögg Sigurjónsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Sunna Þórðardóttir Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Tjörvi Bjarnason Bændasamtök Íslands

Styrkt af:

Norræna ráðherraráðið

Átta Norðurlandaþjóðir standa að verkefninu Nordic Food in Tourism sem er styrkt af norrænu ráðherranefndinni á tímabilinu 2019- 2021. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig ferðamenn og aðrir gestir tala um eða skynja norrænan mat, varpa ljósi á mikilvægi staðbundinna matvæla í sjálfbærri ferðaþjónustu og öðlast innsýn í hvernig loftslags-, neyslubreytingar og aðrir straumar geta mótað framtíð matar í ferðaþjónustu. Tilgangurinn er að vekja athygli á framtíðaráskorunum og tækifærum tengdum mat í ferðaþjónustu og veita stefnumótandi leiðbeiningar sem styðja framtíðaraðgerðir og stefnumótun á Norðurlöndunum sem samræmast einnig markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Niðurstöður verkefnisins byggja á greiningum gagna, aðferðum framtíðarfræða og viðtölum við sérfræðinga í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Kairos Future. Til að kanna hvaða áskoranir og tækifæri við stöndum frammi fyrir hérlendis varðandi mat í ferðaþjónustu var haldinn kynningarfundur og tvær vinnustofur í febrúar og mars 2021 undir stjórn verkefnisins Nordic Food in Tourism. Nordic Food in Tourism kom enn fremur að þremur lausnamótum sem haldin voru á Íslandi 2020-2021 þar sem unnið var að lausnum sem stuðla að aukinni sjálfbærni og reyndist mikil áhersla lögð á tækifæri tengd matvælum.

Margar tillögur að aðgerðum komu fram á vinnustofunum en óljóst er í mörgum tilvikum hver á að draga vagninn og bera ábyrgð á því að fylgja tillögum eftir. Lagðar voru fram tillögur að framkvæmda og samstarfsaðilum aðgerða, en fleiri aðilar gætu þó komið að framkvæmd þeirra. Skjal þetta er samantekt sem endurspeglar viðhorf þátttakenda í vinnustofunum og áherslur þátttakenda í lausnamótunum. Enn fremur fléttast að einhverju leyti við þessa samantekt aðrar niðurstöður úr verkefninu Nordic Food in Tourism ásamt öðrum heimildum með það að markmiði að dýpka skilning á þeim umræðupunktum sem komu fram og þeim aðgerðum sem eru lagðar til. Þær aðgerðir og áherslur sem koma fram eru bundnar við Ísland og þær áherslur sem þátttakendur vinnustofa hérlendis vildu koma á framfæri. Markmiðið er að þessi samantekt verði nýtt sem grunnur að tillögum að stefnumótun um mat í ferðaþjónustu á Íslandi og gefi innblástur til frekari samstarfs, uppbyggingar, fjárfestingar og nýsköpunar í mat í ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Report Nordic Food in Future Tourism February 2022

Útgefið:

02/03/2022

Höfundar:

Brynja Laxdal Matarauður Íslands, Þóra Valsdóttir Matís, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Íslenski ferðaklasinn

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers

Under the Icelandic Presidency of the Nordic Council of Ministers in 2019 the priority was set on youth, sustainable tourism, and the marine environment. This 3-year project is a contribution to sustainable tourism. The project aims to understand the perception of Nordic food, highlight the importance of local food in sustainable tourism, and gain insight into how climate change and trends can shape our future of food in tourism. The objective is to raise awareness of future challenges and opportunities related to food in tourism and provide strategic guidelines that support future actions and policymaking. Our vision is that visiting the Nordics should be about experiencing a place where people and the planet prosper in sustainable harmony and economic growth. Where eating and traveling in harmony with nature and local culture is a desirable lifestyle. Our contribution is not about the competitive advantage but about our drive for a sustainable future.

Skoða skýrslu

Hvernig bý ég til góðan saltfisk?

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Söltun er ævaforn aðferð til að geyma matvæli, en Íslendingar gátu lengi vel ekki nýtt sér hana vegna skorts á salti. Megin geymsluaðferðir matvæla á Íslandi voru því lengst af þurrkun og súrsun.

Handbókin Hvernig bý ég til góðan saltfisk? er aðgengileg hér, en hún geymir upplýsingar og fróðleik um sögu, meðhöndlun og allt mögulegt um saltfiskinn.

Skýrslur

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu

Útgefið:

01/09/2015

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Halldór Benediktsson, Hilma B. Eiðsdóttir, Karl Gunnarsson, Jóna Freysdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif umhverfisþátta á magn og lífvirkni fjölfenóla og fjölsykra í þangi og þara. Á þann hátt var stefnt að því til að auka þekkingu á vist- og efnafræði þessara tegunda fyrir hagkvæmari einangrun lífefna, nánari greiningu þeirra og nýtingu til lífvirknimælinga. Sýni af beltisþara, marinkjarna, bóluþangi og klóþangi voru tekin á þremur stöðum á landinu; á norðanverðu Reykjanesi, í Breiðafirði og Eskifirði, alls sex sinnum yfir árið, frá mars til júní, í ágúst og október. Þróuð var aðferð til að einangra fucoidan og laminaran fjölsykrur úr bóluþangi og klóþangi. Heildarmagn fjölfenóla var mælt í öllum sýnum en lífvirkni í völdum sýnum. Auk þess voru þungmálmar og joð mælt í völdum sýnum.

Magn fjölfenóla mældist hátt í bóluþangi og klóþangi en lítið í marinkjarna og beltisþara. Andoxunarvirkni, mæld sem ORAC og í frumukerfi, var mikil í þeim sýnum sem innihéldu mikið magn fjölfenóla. Bóluþang og marinkjarni sýndu bólguhemjandi virkni.

Niðurstöður verkefnisins auka verulega við þekkingu á sviði nýtingar þangs og þara. Nýtast þær vel við þróun á vinnslu þangs til manneldis sem nú stendur yfir.

Skoða skýrslu
IS