Under the Icelandic Presidency of the Nordic Council of Ministers in 2019 the priority was set on youth, sustainable tourism, and the marine environment. This 3-year project is a contribution to sustainable tourism. The project aims to understand the perception of Nordic food, highlight the importance of local food in sustainable tourism, and gain insight into how climate change and trends can shape our future of food in tourism. The objective is to raise awareness of future challenges and opportunities related to food in tourism and provide strategic guidelines that support future actions and policymaking. Our vision is that visiting the Nordics should be about experiencing a place where people and the planet prosper in sustainable harmony and economic growth. Where eating and traveling in harmony with nature and local culture is a desirable lifestyle. Our contribution is not about the competitive advantage but about our drive for a sustainable future.
Höfundur: Kristín Edda Gylfadóttir
Söltun er ævaforn aðferð til að geyma matvæli, en Íslendingar gátu lengi vel ekki nýtt sér hana vegna skorts á salti. Megin geymsluaðferðir matvæla á Íslandi voru því lengst af þurrkun og súrsun.
Handbókin Hvernig bý ég til góðan saltfisk? er aðgengileg hér, en hún geymir upplýsingar og fróðleik um sögu, meðhöndlun og allt mögulegt um saltfiskinn.
Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif umhverfisþátta á magn og lífvirkni fjölfenóla og fjölsykra í þangi og þara. Á þann hátt var stefnt að því til að auka þekkingu á vist- og efnafræði þessara tegunda fyrir hagkvæmari einangrun lífefna, nánari greiningu þeirra og nýtingu til lífvirknimælinga. Sýni af beltisþara, marinkjarna, bóluþangi og klóþangi voru tekin á þremur stöðum á landinu; á norðanverðu Reykjanesi, í Breiðafirði og Eskifirði, alls sex sinnum yfir árið, frá mars til júní, í ágúst og október. Þróuð var aðferð til að einangra fucoidan og laminaran fjölsykrur úr bóluþangi og klóþangi. Heildarmagn fjölfenóla var mælt í öllum sýnum en lífvirkni í völdum sýnum. Auk þess voru þungmálmar og joð mælt í völdum sýnum.
Magn fjölfenóla mældist hátt í bóluþangi og klóþangi en lítið í marinkjarna og beltisþara. Andoxunarvirkni, mæld sem ORAC og í frumukerfi, var mikil í þeim sýnum sem innihéldu mikið magn fjölfenóla. Bóluþang og marinkjarni sýndu bólguhemjandi virkni.
Niðurstöður verkefnisins auka verulega við þekkingu á sviði nýtingar þangs og þara. Nýtast þær vel við þróun á vinnslu þangs til manneldis sem nú stendur yfir.