Fréttir

Matís aðstoðar ríki í Karabíska hafinu við uppbyggingu í sjávarútvegi

Margeir Gissurarson, fagstjóri hjá Matís og Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri hjá Matís eru nú stödd í Karabíska hafinu þar sem þau veita stjórnvöldum ríkja á svæðinu ráðgjöf varðandi þætti sem snúa að sjávarútvegi og útflutningi fisks fá svæðinu, þá sérstaklega til Evrópu.

Óskað var eftir sérfræðiþekkingu Matís í þetta verkefni. Þáttur Matís stendur yfir í um fimm vikur í fyrsta hluta verkefnisins. Matís kemur með tillögur að úrbótum fyrir þau ríki sem aðild eiga að samtökum ríkja á svæðinu sem stunda fiskveiðar (Caribbean Regional Fisheries Mechanism – CRFM). Síðar kemur í ljós aðkoma Matís að þeim breytingum sem gera þarf á fiskveiðum á þessu svæði til þess að útflutningur á fiski frá geti hafist til Evrópu.

Frétt Caribbean News Desk og frétt Grenada Informer.

Nánari upplýsingar veita Margeir og Helga.

Fréttir

Aldarafmæli kosningaréttar kvenna

Matís hvetur starfsfólk sitt til að sækja hátíðarhöld vegna aldarafmælis kosningaréttar kvenna og sýna þannig í verki stuðning sinn við jafnrétti.

Matís gefur starfsfólki frí eftir hádegi á morgun, föstudaginn 19. júní, í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og eru allir starfsmenn fyrirtækisins hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldum þessa mikilvæga dags.  

Stefna Matís í jafnréttismálum er að tryggja jafna stöðu kynjanna. Það er markmið Matís að allir starfsmenn njóti sömu virðingar og hafi jöfn tækifæri til starfsframa, burtséð frá kynferði, þjóðerni, stöðu eða högum. Gætt er jafnréttis við alla ákvarðanatöku sem að starfsfólki snýr, þ.m.t. ákvarðanir um ráðningar, kjaramál og endurmenntun.

Neyðarnúmer

Örverudeild er 422-5116 / 858-5116.

Fréttir

Viljayfirlýsing um samstarf Hafrannsóknastofnunarinnar á Nýfundnalandi í Kanada og Matís

Í lok síðustu viku skrifuðu Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Glenn Blackwood, aðstoðar forseti Memorial háskólans í Nýfundnalandi og Labrador, undir viljayfirlýsingu um samstarf til aukins framgangs kennslu, þjálfunar og rannsókna og þróunar í málefnum tengdum sjálfbærum fiskveiðum.

Með viljayfirlýsingunni eru auknar áherslur settar á hagnýtar rannsóknir í virðiskeðju sjávarfangs og sjávarafurða og á frekara samstarf við sjávarútvegstengdan iðnað í löndunum tveimur.

Enn fremur skapar viljayfirlýsingin farveg fyrir nemendur og kennara frá löndunum til aukins samstarfs sem tekið getur enn meira mið af þörfum iðnaðarins í löndunum tveimur.

Með þessari viljayfirlýsingu styrkjast málefni Hafrannsóknastofnunarinnar (MI) og Matís út á við þegar kemur að sjálfbærum vexti bláa hagkerfisins.

Fréttir

Áhrif samverkandi efnasambanda á okkar daglega líf

EuroMix (European Test and Risk Assessment Strategies for Mixtures) er nýtt verkefni sem styrkt er af rannsóknaráætlun Evrópu (H2020). EuroMix mun leggja fram tilraunaáætlun til að rannsaka sameiginleg áhrif efnasambanda (efnablöndu) sem við komumst í snertingu við í okkar daglega lífi þar sem beitt verður bæði nýjum og áður þekktum eiturefnafræðilegum prófunum.

Verkefnið er einstaklega mikilvægt fyrir nútíma samfélagið, þar sem samverkun mismunandi efnasambanda hefur hingað til ekki verið rannsökuð nægilega og ESB hefur áréttað þörfina fyrir áhættumat efnablanda sé nauðsynlegt í framtíðinni.

Upphafsfundur (20-21. maí hjá RIVM, Bilthoven)

Sérfræðingar frá alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (World Health Organization, WHO), Matvælaöryggisstofnun Evrópu (European Food Safety Authority, ESFA), Sameinuðu Rannsóknarstofnun Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (EC Joint Research Centre) ásamt sérfræðingum sem hafa tekið þátt í alþjóðlegri umræðu líkt og RISK 21 tóku þátt í upphafsfundi verkefnisins, þar sem kynnt var yfirlit yfir rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar í Evrópu og frá öðrum löndum. Farið var yfir helstu svið eiturefnafræðinnar, nýjar og háþróaður rannsóknaraðferðir og áhættumat samsettra efnablandna. Helstu atriði EuroMix verkefnisins voru kynnt á upphafsfundinum og sett í samhengi við alþjóðlega þróun og rannsóknir.

Markmið og skref

EuroMix miðar að því að þróa og sannreyna tilraunaáætlun fyrir efnablöndur mismunandi efna með ólíkar uppsprettur og áhrif á mismunandi æviskeið manna. Tilraunir verða framkvæmdar þar sem niðurstöðum og reynslu verða gert skil í hagnýtum leiðbeiningum fyrir framtíðar rannsóknaráætlanir. Þar sem fjöldi efnablandna sem við komumst í snertingu við í daglegu lífi er óendanlegur, verða ákveðnar lykil blöndur skilgreindar.

Þessar lykil blöndur verða prófaðar og niðurstöðu rannsóknanna verða notaðar í framtíðinni fyrir gagnagrunna til að meta útsetningu okkar við efnablöndur. Gagnsemi lífvirkniprófa (bioassays) verða metin fyrir efnablöndur og hentugustu aðferðirnar sem finnast verða sannreyndar og fullgildar í samanburði við dýratilraunir. Ný líkön til að framkvæma áhættumat fyrir efnablöndur verða þróuð og mat á útsetningu mun fara fram. Nýtt EuroMix líkan verður gert hagsmunaaðilum aðgengilegt gegnum almenna opna vefsíðu. EuroMix verkefnið mun veita alþjóðastofnunum ráðgjöf um hvernig á að nota lífvirknipróf ásamt notkun á líkaninu fyrir framtíðar rannsóknir og áhættumat á efnablöndum.

Niðurstöður

Gert er ráð fyrir því að verkefnið muni auka nýsköpun bæði í opinbera- og einkageiranum. Verkefnið mun veita traustan vísindalegan grunn til að meta áhrif efnablandna ásamt því að draga úr notkun tilraunadýra í framtíðinni. Einnig mun verkefnið styðja umræðu um samræmda stefnu innan áhættumats efnablandna innan í ESB, Codex Alimentarius og Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (US Environmental Protection Agency, EPA).

Alþjóðasamstarf

22 samstarfsaðilar eru í EuroMix verkefninu ásamt því að fjórir alþjóðlegir aðilar tengjast verkefninu. Verkefnið er innan rannsóknar- og nýsköpunar áætlunarinnar ESB, Horizon 2020, sem byggir á fyrri evrópskum rannsóknarverkefnum. Samstarfsaðilar EuroMix og framkvæmdastjórn ESB hafa samþykkt samhliða fjármögnun fyrir 8 milljónir evra.

Hollenska lýðheilsu og umhverfisstofnunin RIVM leiðir EuroMix verkefnið. Aðrar stofnanir eru skráðar í viðauka 1.

Nánari upplýsingar veitir dr. Helga Gunnlaugsdóttir hjá Matís.

Tenglar og ítarefni

http://cordis.europa.eu/project/rcn/193181_en.html tengill á EU síðu

http://horizon2020projects.com/

Fréttir

Verðmætaaukning í íslenskum sjávarútvegi

Íslenskur sjávarútvegur er mikilvægur Íslendingum og íslenska hagkerfinu. Síðastliðin 20 ár eða svo hefur virði aflans aukist umtalsvert og það á sama tíma og heildarmagn afla hefur verið nánast óbreytt; við erum semsagt að nýta hvert kg. afla betur en nokkurn tímann áður! 

Hvernig er þetta hægt? Þetta stutta myndband varpar e.t.v. ljósi á það!

Verðmætaaukning í íslenskum sjávarútvegi

Ritrýndar greinar

Genome expression of Thermococcus barophilus and Thermococcus kodakarensis in response to different hydrostatic pressure conditions

Transcriptomes were analyzed for two related hyperthermophilic archaeal species, the piezophilic Thermococcus barophilus strain MP and piezosensitive Thermococcus kodakarensis strain KOD1 subjected to high hydrostatic pressures. A total of 378 genes were differentially expressed in T. barophilus cells grown at 0.1, 40 and 70 MPa, whereas 141 genes were differentially regulated in T. kodakarensis cells grown at 0.1 and 25 MPa. In T. barophilus cells grown under stress conditions (0.1 and 70 MPa), 178 upregulated genes were distributed among three clusters of orthologous groups (COG): energy production and conversion (C), inorganic ion transport and metabolism (P) and carbohydrate transport and metabolism (G), whereas 156 downregulated genes were distributed among: amino acid transport and metabolism (E), replication, recombination and repair (L) and nucleotide transport and metabolism (F). The expression of 141 genes was regulated in T. kodakarensis cells grown under stress conditions (25 MPa); 71 downregulated genes belong to three COG: energy production and conversion (C), amino acid transport and metabolism (E) and transcription (K), whereas 70 upregulated genes are associated with replication, recombination and repair (L), coenzyme transport (H) and defense mechanisms (V).

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Environmental effects on arsenosugars and arsenolipids in Ectocarpus (Phaeophyta)

Seaweeds have recently been shown to contain a significant proportion of arsenic in the form of arsenolipids (AsLp). Three strains of the filamentous brown alga Ectocarpus species were grown in the laboratory with different simulations of environmental stress: control conditions (1/2 Provasoli-enriched seawater), low nitrate (30 % of the amount of nitrates in the control), low phosphate (30 % of the amount of phosphate in the control) and under oxidative stress levels (2 mM H2O2). Generally, the major AsLp was an arsenic-containing hydrocarbon, AsHC360 (50–80 %), but additionally, several arsenic-containing phospholipids (AsPL) were identified and quantified using high-performance liquid chromatography–inductively coupled plasma mass spectrometry and electrospray ionisation mass spectrometry (HPLC-ICP-MS/ESI-MS). The AsLps in cultures were compared with AsLps in Ectocarpus found in its natural habitat as well as with other brown filamentous algae. The AsLp and arsenosugar profiles differed depending on the experimental conditions. Under low phosphate conditions, a significant reduction of phosphorus-containing arsenosugars was noticed, and a significant increase of phosphate-containing AsLps was found when compared with the controls. Strains grown under oxidative stress showed a significant increase in AsLps as well as clear physiological changes.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Introduction of regulations for arsenic in feed and food with emphasis on inorganic arsenic, and implications for analytical chemistry

Regulators have been reluctant to set maximum levels (ML) for arsenic in food because of the molecular diversity of the arsenic species present. Arsenic levels in food can vary by several orders of magnitude, with the arsenic present in many different molecular forms which vary substantially in toxicity. Arsenic in food is found as a multitude of different organoarsenic species and as inorganic arsenic (iAs). iAs is regarded as the most toxic form of arsenic in food and feed and is classified as a carcinogen by the International Agency for Research on Cancer (IARC). Organoarsenic species are, in general, believed to be of low toxicity or even non-toxic, e.g., most of the arsenic in fish occurs as non-toxic arsenobetaine.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Influence of smoking and packaging methods on lipid stability and microbial quality of Capelin ( Mallotus villosus) and Sardine ( Sardinella gibossa)

Lipid and microbial quality of smoked capelin (two groups differing in lipid content) and sardine was studied, with the aim of introducing capelin in the smoked sardine markets. Lipid hydrolysis (phospholipid and free fatty acids) and oxidation index (hydroperoxides and thiobarbituric acid-reactive substances), fatty acid composition, and total viable count were measured in raw and packaged smoked fish during chilled storage (day 2, 10, 16, 22, 28). Lipid hydrolysis was more pronounced in low lipid capelin, whereas accelerated lipid oxidation occurred in high lipid capelin. Muscle lipid was less stable in sardine than capelin. Essential polyunsaturated fatty acids (eicosapentaenoic acid and docosahexaenoic acid) constituted 12% of fatty acids in capelin and 19% in sardine. Vacuum packaging as well as hot smoking retarded bacterial growth, recording counts of ≤log 5 CFU/g compared to ≥log 7CFU/g in cold smoked air packaged. Smoked low lipid capelin was considered an alternative for introduction in smoked sardine markets.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Microbial colonization in diverse surface soil types in Surtsey and diversity analysis of its subsurface microbiota

Colonization of life on Surtsey has been observed systematically since the formation of the island 50 years ago. Although the first colonisers were prokaryotes, such as bacteria and blue–green algae, most studies have been focused on the settlement of plants and animals but less on microbial succession. To explore microbial colonization in diverse soils and the influence of associated vegetation and birds on numbers of environmental bacteria, we collected 45 samples from different soil types on the surface of the island. Total viable bacterial counts were performed with the plate count method at 22, 30 and 37 °C for all soil samples, and the amount of organic matter and nitrogen (N) was measured. Selected samples were also tested for coliforms, faecal coliforms and aerobic and anaerobic bacteria. The subsurface biosphere was investigated by collecting liquid subsurface samples from a 181 m borehole with a special sampler. Diversity analysis of uncultivated biota in samples was performed by 16S rRNA gene sequences analysis and cultivation. Correlation was observed between nutrient deficits and the number of microorganisms in surface soil samples. The lowest number of bacteria (1 × 104–1 × 105 cells g−1) was detected in almost pure pumice but the count was significantly higher (1 × 106–1 × 109 cells g−1) in vegetated soil or pumice with bird droppings. The number of faecal bacteria correlated also to the total number of bacteria and type of soil. Bacteria belonging to Enterobacteriaceae were only detected in vegetated samples and samples containing bird droppings. The human pathogens SalmonellaCampylobacter and Listeria were not in any sample. Both thermophilic bacteria and archaea 16S rDNA sequences were found in the subsurface samples collected at 145 and 172 m depth at 80 and 54 °C, respectively, but no growth was observed in enrichments. The microbiota sequences generally showed low affiliation to any known 16S rRNA gene sequences.

Hlekkur að grein

IS