Fréttir

Lausfrysting á grænmeti gefur góða raun

Lausfryst grænmeti, blómkál og spergilkál, var verkefni sem unnið var haustið 2012 af Matís og Sölufélagi garðyrkjumanna. Nú um ári síðar eru komnar allar niðurstöður um viðbrögð markaðarins.

Í byrjun verð gerð neytendakönnun hjá um 120 fjölskyldum sem gáfu mat á íslensku og innfluttu grænmeti í blindprófi. Einnig var grænmetið prófað í matvælavinnslu þar sem það var notað í samsetta rétti þar sem venjulega er notast við innflutt grænmeti og núna síðast var grænmetið boðið til sölu í völdum verslunum.

Það er samdóma álit allra sem reynt hafa þetta íslenska lausfrysta grænmeti, að það er mun betra en það innflutta, fyrst og fremst er það ferskleikinn og það er einnig mun léttara í sér en það innflutta þ.e. að það inniheldur mun minna vatn.

Í Vestmannaeyjum var það Grímur kokkur sem prófaði að setja grænmetið saman við fiskinnn í sínum frábæru fiskréttum, hann segir „að grænmetið hafi reynst gríðarlega vel“ fyrst og fremst vegna þess hve vatnsinnihaldið var lágt en þess má geta að engu vatni er bætt í grænmetið í vinnslunni né notuð efni sem binda það vatn sem í grænmetinu er.

Gunnlaugur Karlson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna segir að viðbrögð markaðarins hafi verið mjög góð í þeim verslunum sem varan var boðin og er nokkuð ljóst að um samkeppnishæfa vöru er að ræða og ekki spurning um að gæði vörunnar og ferskleiki er mun meiri en í því innflutta.

Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís.

Fréttir

Klikki kælingin kemur klink í stað seðla

Sjávarútvegstengd fyrirtæki hafa í unnið saman að leysa flöskuhálsa sem þrengja að, frá því að bjarga þurfti verðmætum til þess að auka verðmætin.

Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í auknum mæli innleitt ferla er miða að aukinni verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi og byggja þeir á lausnum sem þróaðar hafa verið í samstarfi milli ólíkra fyrirtækja og rannsóknaraðila. Fyrir nokkrum árum bjuggu Íslendingar við böl ofgnóttar og lögðu ekki allt kapp á gæði og nýtingu, heldur voru uppteknari af magni. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa í gegnum tíðina unnið saman að rannsóknum og þróun, ætíð er áhersla lögð á að leysa þá flöskuhálsa sem þrengja mest að hverju sinni, allt frá því að talað var um að bjarga þyrfti verðmætum til þess dags í dag sem við kappkostum að auka verðmætin.

Daglega eru íslenskar sjávarafurðir seldar á eftirsóttu verði víðsvegar um heim. Þó Íslendingar framleiði ekki þjóða mest af sjávarafurðum er framleiðsla íslensks sjávarútvegs býsna verðmæt. Við höfum náð árangri með áherslu á gæði í stað magns. Þekking hefur aukið hagræðingu í sjávarútvegi og um leið meiri hagkvæmni og stuðlað að meiri verðmætasköpun.

Sérhver seljandi íslenskra sjávarafurða stefnir að því að selja sínar vörur ítrekað. Það kaupir enginn íslenskan fisk tilneyddur. Íslenskar útgerðir og fiskvinnslur selja í undantekningartilfellum þeim sem í raun kyngir munnbitanum. Eins og gámur, sem skipað er upp í höfn við Norðursjó, fer yfir nokkur landamæri á leið sinni uns úr honum er dreift á matarborð við Miðjarðarhafið, höndla nokkrir aðilar með íslenskan fisk frá verkun að verslun. Hver svo sem neytir, hvar svo sem sá gleypir, verður sá hinn sami að vera sáttur við verðinn. Ánægja með vöruvöndun eykur líkur á endurteknum viðskiptum. Lykilatriði er að neytendur séu sáttir við neysluvörur í því ástandi sem þeim eru þær afhentar. Hver sá sem höndlar með fisk þarf að gangast undir aga og beita tilhlýðilegum vinnubrögðum. Ónóg kæling hindrar möguleika á hæsta verði fyrir afurðir, rétt eins og óvönduð vinnubrögð við meðhöndlun afla draga úr gæðum afurða.

Kæling er ávísun á verðmæti

Hver einasti fiskur sem er úr hafinu umhverfis Ísland dreginn á möguleika á að vera seldur háu verði. Hvort aflinn verði að mestu mögulegu verðmætum veltur á meðhöndluninni. Vanda þarf til verka, kæla afla um borð og viðhalda kælingu fisks á meðan vinnslu stendur. Pakka má kældum flökum í einangraðar umbúðir með kælimiðli til varðveislu kalds ástands matvæla. Unnt er að flytja slíka vöru með skipum úr landi.

Með markvissri kælingu frá því að fiskurinn er fangaður í gegnum vinnslu fisksins og í flutningi er fiskvinnslum fær sú leið að flytja fersk fiskflök með skipi (f.f.m.s.) í stað þess að flytja fersk fiskflök með flugi (f.f.m.f.). Flutningur með skipum er mun ódýrari en flutningur með flugi. Veruleg aukning var í flutningi f.f.m.s á árinu 2012, þá var útflutningur f.f.m.s. um 41% af öllum útflutningi ferskra flaka og skilaði útflutningur f.f.m.s. um 13,4 milljörðum króna eða um 38% af útflutningsverðmætum allra ferskra flaka. Þessi útflutningur væri ekki mögulegur ef menn köstuðu til höndunum við blóðtæmingu fisks og ísun afla. Af virðingu fyrir hráefninu misbjóða menn því ekki með ónærgætinni meðhöndlun og af virðingu fyrir neytendum kappkosta menn að búa sem best um þá vöru sem neytandinn kaupir til að auka líkur á að viðkomandi leiti að fiski frá Íslandi á nýjan leik.

Kostir víðtæks samstarfs

Hvað kælingu verðar var brautin rudd með margþættu samstarfi. Að því samstarfi komu m.a. Matís, fiskvinnslurnar Tangi, nú HB Grandi Vopnafirði, Útgerðarfélag Akureyringa og Festi nú Rekstrarfélagið Eskja Hafnarfirði. Þá tóku tækjaframleiðendur þátt; Skaginn á Akranesi, þróaði ofurkælingartæki og loks hefur umbúðaframleiðandi, Promens, komið að málum hvort heldur sem viðhalda á hráefnum eða afurðum kældum. Samstarfið var styrkt af AVS Rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Tækniþróunarsjóði Rannís auk erlendra rannsókna- og þróunarsjóða.

Kæling opnar fleiri dyr

Afsprengi kælingar liggur í þeirri staðreynd að með markvissri kælingu heils fisks eru meiri líkur til þess að vinna megi verðmæti með framleiðslu hliðarafurða úr hráefninu.

Nánari upplýsingar um kælingu má finna á vefsvæði Matís, Kæligátt. Auk þess veitir Arnljótur Bjarki Bergsson hjá Matís upplýsingar um kælingu.

Skýrslur

Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki / Filleting capelin for developing marinated anchovies

Útgefið:

01/12/2013

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Óli Þór Hilmarsson, Ingunn Jónsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Guðmundur Stefánsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi tilvísunarnúmer R 11 056‐11

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki / Filleting capelin for developing marinated anchovies

Verkefnið snýst um að kanna forsendur á því að hefja flökun á loðnu í íslenskum sjávarútvegi með það að markmiði að auka virði íslenskra loðnuafurða. Í verkefninu er staða markaða skoðuð og hvaða sambærilegar vörur eru til í dag. Farið er út í vöruþróun þar sem loðna er handflökuð og þróaðar eru afurðir úr flökunum sambærilegar því sem þekkist í fullvinnslu á ansjósum víða um heim. Allar afurðir verkefnisins eru metnar af sérfræðingum í skynmati og þeim gefið álit skynmatdómara. Einnig eru afurðirnar kynntar á markaði. Gerðar eru tilraunir með flökun á loðnu í loðnuflökunarvél sem álitið er að sé forsenda þess að iðnaðurinn eigi möguleika á að skapa aukið virði úr loðnuafurðum Íslendinga með meiri fullvinnslu.

The project aim is to analyze the feasibility to start filleting capelin in the Icelandic fish industry with the purpose of increasing the value of Icelandic capelin products. In the project the current state of the market is analyzed and what similar products are on the market today. New product development takes place in the project where capelin is hand filleted and similar products are developed as marinated anchovies. All products developed in the project are evaluated by experts in sensory and given opinions from sensory judges. The products developed are introduced on the market. Experiments are performed on filleting capelin in capelin filleting machine which is evaluated as the prerequisite for the capelin industry in Iceland to create increased value into the Icelandic capelin industry by filleting the capelin.

Skýrsla lokuð til 01.12.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

FiltreX vatnshreinsibúnaður / RoteX Water filtering

Útgefið:

01/12/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Albert Haraldsson.

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

FiltreX vatnshreinsibúnaður / RoteX Water filtering

Mikilvægasta framleiðsluvara 3X Technology er RoteX búnaður, sem notaður er í matvælavinnslum víða um heim sem blóðgunarbúnaður, til kælingar og uppþíðingar á fiski til vinnslu. Búnaðurinn er vatnsfrekur og hafa viðskiptavinir komið að máli við 3X Technology um möguleika þess að endurvinna vinnsluvatn, enda vatnskostnaður verulegur víða í matvælaframleiðslu. Einnig er hefur aukin áhersla í umhverfismálum áhrif og búast má við auknum kröfum varðandi nýtingu á vinnsluvatni og losun á því eftir notkun út í umhverfið. Til að leysa þetta vandamál hefur fyrirtækið hannað frumgerð af hreinsibúnaði, FiltreX, þar sem ekki hefur fundist heppilegur búnaður á markaði til að uppfylla þessar þarfir. Búnaðurinn var prófaður í rækjuvinnslu Kampa Ísafirði og fiskvinnslu H.G. í Hnífsdal. Búnaðurinn virkaði vel til að hreinsa frárennsli úr þessum verksmiðjum og umtalsvert magn af próteini var fangað áður en vatnið var losað í sjóinn. Mælingar á lífrænum efnum ollu vonbrigðum þar sem ekki tókst að sýna fram á verulega lækkun með COD mælingum. Mikil mótsögn er fólgin í þessum niðurstöðum og ljóst er að gera þarf frekari rannsóknir á áhrifum síunar á frárennslisvatni með tilliti til umhverfisáhrifa, þ.e.a.s. lífræn efni fyrir og eftir síun. Sótt hefur verið um styrk til TÞS sem notaður verður til frekari rannsókna ef niðurstaða verður jákvæð. Ljóst er hinsvegar að föngun próteina með FiltreX getur skilað umtalsverðum tekjum fyrir rækju‐ fiskvinnslur.

3X Technology´s most important product is the RoteX machine, used mainly in food production around the world as bleeding equipment, for cooling and thawing of fish for processing. The machine is water intensive and customers have urged 3X Technology’s to find a solution for recycling processing water, as use of water is becoming more expensive, as well as the intensive environmental concern for disposal of waste water. To solve this problem, the company has developed a prototype of filtration equipment, FiltreX, since a suitable solution to meet these needs has not been found on the market. The device was tested in Kampishrimp‐factory in Isafjordur and H.G. fish‐factory in Hnifsdalur. The equipment functioned well for filtering effluent water from these plants, and a significant amount of protein was captured before the water was discharged into the sea. Measurements of organic offscouring gave a disappointing disillusionment and failed to significantly reduce COD measurements. A major contradiction liesin these results and it is clear that there needsto be further research on these matters, i.e. to lower organic material between before and after filtration. Application for further subvention to TÞS will be used for further research if the results will be positive. It is clear, however, that the capture of proteins with FiltreX can give significant revenue for the shrimp‐processing plants.

Skoða skýrslu

Fréttir

Myndasaga frá veiðum til vöru

Matís hefur fengið styrk frá Rannsóknarsjóði síldarútvegsins til að taka saman hagnýtar upplýsingar um vinnslu á ferskum bolfisk frá veiðum í vöru og birta á rafrænu formi.  Verkefnið ber heitið „Myndasaga frá veiðum til vöru“. 

Fræðsluefnið byggir á myndrænu og talsettu efni þar sem farið verður skipulega yfir einstaka þætti við vinnslu á ferskum fiski og mismunandi afurðum. Niðurstöður rannsóknarverkefna síðustu ára verða nýttar og þeirri þekkingu komið á framfæri.  Gerð fræðsluefnis um vinnslu á frystum bolfiski yrði á síðari stigum eðlilegt framhald ef vel til tekst með gerð fræðsluefnis um ferskan fisk.

Gott aðgengi að upplýsingum styrkir nýsköpun og leit að nýjum tækifærum í framleiðslu sjávarfangs, en rannsóknir og þekkingaröflun eru grunnurinn að auknum verðmætum. Þetta rafræna fræðsluefni mun að sjálfsögðu nýtast þeim sem í greininni starfa og vera gott innlegg í fræðslu um vinnslu íslenskra sjávarafurða.

Nánari upplýsingar veitir Margeir Gissurarson hjá Matís.

Fréttir

App fyrir sjómenn til að reikna ísþörf

Matís hefur nú búið til sérstakt smáforrit (app) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir sjómönnum auðvelt að reikna út ísþörf vegna afla. Forritið var kynnt á Sjávarútvegsráðstefnunni í sl. viku.

Smáforritið er einkar hentugt og auðvelt í notkun og nýtist sjómönnum til að reikna út hversu mikil ísþörfin er fyrir þann afla sem veiddur er. Í forritinu er tekið tillit til aðstæðna eins og sjávarhita, lofthita og dagar á sjó og leiðbeiningar varðandi kg magn af ís gefnar út auk þess í fjölda skófla og fjölda fata.

Nú hefur aldrei verið auðveldara að finna út hversu mikið af ís þarf til að fara sem best með okkar dýrmæta hráefni.

Forritið má nálgast á Google Play eða með því að skanna QR kóðann hér að neðan. Forritið er aðgengilegt fyrir síma með Android stýrikerfi en á næstunni verður hægt að nálgast það fyrir síma frá Apple og síma með Windows stýrikerfi.

Ítarefni

QR fyrir ísreikni Matís | QR for Matís' ice app

Fréttir

Fyrirferðarlítil en framsækin verðmætasköpun

Héðinn, þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði og véltækni, hefur þróað tiltölulega fyrirferðarlitla próteinverksmiðju (e. Hedinn Protein Plant – HPP) í samstarfi við Matís og sjávarútvegsfyrirtæki, sem er tilbúin til notkunar en verksmiðjan framleiðir próteinmjöl og fiskolíur úr aukahráefni sem fellur til við fiskvinnslu. Verksmiðjan var þróuð með stuðningi frá AVS rannsóknasjóðnum.

Þróunarvinna vegna próteinverksmiðjunnar hófst fyrir um fimm árum. Á þessum tíma voru margar hindranir sem þurfti að ryðja úr vegi og þá sérstaklega er snéru að ferli hráefnisins í gegnum verksmiðjuna en þar kom til góða þekking og hugvit starfsmanna Matís, þá sérstaklega Sigurjóns Arasonar, yfirverkfræðings Matís.

Tilraunir með HPP skiptust í tvo megin þætti: 1) prófanir nýjum búnaði og framleiðsluferli og 2) úttekt á efnis- og orkuflæði í framleiðsluferlinu. Megin áherslan er á aukahráefni sem verður til við fiskvinnslu til manneldis, s.s. slóg og bein af hvítfiskum. Einnig hafa prófanir sýnt frá á ágæti verksmiðjunnar til þess að vinna mjöl og lýsi úr aukahráefnum frá rækjuvinnslu, laxfiskavinnslu og uppsjávarfiskvinnslu, en þessi hráefni hafa verið notuð í framleiðslu á fiskmjöli og lýsi í áratugi og eiginleikar þeirra þekktir.

Mikilvægt er að grípa öll tækifæri til verðmætasköpunar þar sem íslenskt hugvit og tækniþekking er í hávegum höfð. Útflutningur á tækniþekkingu og að hér skuli vera þróuð og smíðuð ný verksmiðja sem verður seld að stóru leyti á erlenda markaði er dæmi um mikilvæga og varanlega verðmætasköpun.  Einmitt slíkir þættir, sem byggja á rannsóknum og þróun, munu að flestra mati vega þungt í viðsnúningi íslensks samfélags.

Matís er stoltur samstarfsaðili Héðins, þekkingarfyrirtækis í málmiðnaði og véltækni, og óskar eigendum og starfsmönnum innilega til hamingju með nýju verksmiðjuna.

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís.

Fréttir

Sjávarútvegsráðstefnan 2013

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 21.-22. nóvember. Matís kemur að ráðstefnunni með margvíslegum hætti, t.a.m. situr starfsmaður í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf.

Á ráðstefnunni verða haldin 47 erindi í 11 málstofum. Dagskrá er að finna á heimasíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar, www.sjavarutvegsradstefnan.is

Í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. sem jafnframt er ráðstefnuráð eru: Inga Jóna Friðgeirsdóttir, formaður, Anna Kristín Daníelsdóttir, Erla Kristinsdóttir, Gísli Gíslason, Grímur Valdimarsson og Lúðvík Börkur Jónsson.

Fréttir

Bæklingur um íslensku bleikjuna

Nú fyrir stuttu var gefinn út bæklingur um bleikju en Íslendingar eru umsvifamestir þegar kemur að bleikjurækt. Íslenska bleikjan er alin upp við bestu aðstæður þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

Nánari upplýsingar um bleikju og bleikjueldi má finna í bæklingnum og á vefsíðu Matís um íslensku bleikjuna (á ensku). 

Fréttir

Matís – leiðandi aðili í þjónustu við atvinnulífið og iðnaðinn

Hjá Matís er unnið hörðum höndum við að aðstoða atvinnulífið og matvæla- og líftækniiðnaðinn með leiðandi nýjungum og nýsköpun. Lykilorðið er verðmætasköpun og er ávallt unnið með að leiðarljósi að skapa aukin verðmæti og fleiri störf á sjálfbæran hátt, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Þær stofnanir sem runnu saman í Matís höfðu átt langt og farsælt samstarf við ýmsar menntastofnanir, opinbera aðila, fyrirtæki og einstaklinga, bæði hérlendis og erlendis. Matís heldur áfram að efla samskipti og samvinnu við þessa og aðra aðila sem vilja vinna með fyrirtækinu að því að gera hlut íslensks matvælaiðnaðar sem mestan. 

Matís hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum og rannsókna- og menntastofnunum að rannsóknum og þróun, og ekki er of djúpt í árina tekið þó fullyrt sé að staða íslensks matvælaiðnaðar væri önnur og lakari ef þeirra stofnana sem runnu inn í Matís hefði ekki notið við.

Með rannsóknum ætlar Matís að vinna að því að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í matvælaiðnaði og fiskvinnslu og leggja sitt af mörkum til að skapa þessari mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar áfram þann sess sem hún skipar í dag. 

Myndband um þjónustu Matís við atvinnulífið og iðnaðinn (Industrial Leadership).
IS