Skýrslur

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland / Culturing and utilization of marine algae from the sea surrounding Iceland

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Friðbjörn Möller (nemandi), María Pétursdóttir, Hlynur Ármannsson, Kristinn Guðmundsson, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland / Culturing and utilization of marine algae from the sea surrounding Iceland

Breytileiki svifþörunganna er mikill en í sjó á norðurhveli jarðar eru kísilþörungar og svipuþörungar algengastir. Svifþörungar hafa verið ræktaðir í Japan frá því um 1960 og nýttir til að auðga næringarinnihald ýmiskonar fæðu og hafa þannig jákvæð áhrif á heilsu bæði manna og dýra. Hátt hlutfall omega 3 (ω3) og  ω6 fitusýra í kaldsjávarþörungum gera þá einnig að áhugaverðum kosti í ræktun. Megin markmið verkefnisins var að einangra þörunga úr hafinu við Ísland og rækta á rannsóknastofu við mismunandi aðstæður. Tekist hefur að einangra og viðhalda hreinræktum af 4 tegundum kaldsjávarþörunga, Phaeodactylum tricornutum, Microcysitis sp., Chlorella sp. og Dunaliella salina. Fituinnihald og hlutfall ω3 fitusýra reyndist hæst í P. tricornutum en tegundirnar innihéldu allar tiltölulega hátt hlutfall ω3 fitusýra og voru auðveldar í ræktun þó svo að vöxtur þeirra væri mismunandi háð aðstæðum. Niðurstöður benda til þess að fituinnihald og hlutfall mismunandi fitusýra sé breytilegt eftir vaxtarstigum. Niðurstöður sýna ennfremur að hjóldýr éta Microcystis sp. og Chlorella sp. og því mögulega áhugavert að nýta þessar tegundir til auðgunar hjóldýra sem notuð eru sem lifandi fóðurdýr við eldi sjávarlirfa í fiskeldi. Verkefnið hefur leitt af sér ný verkefni þar sem unnið er áfram með þær tegundir þörunga sem tekist hefur að rækta í hreinræktum. Markmið þessara rannsókna er annars vegar að þróa áfram aðferðir við ræktun í því markmiði að auka hlutfall fitu og vinna fituefni úr þörungum og hins vegar tilraunir með ræktun tegundanna í affallsvatni frá fiskeldisstöð. Einnig er hafin tilraun í eldi þorskseiða með notkun þessara tegunda þörunga við auðgun fóðurdýra lirfa.

Phytoplankton is the autotrophic component of the plankton community. Phytoplankton has been cultured since 1960 in Japan for a variety of purposes, including foodstock for other aquacultured organisms and a nutritional supplement. The most abundant groups of microalgae around Iceland are the diatoms and dinoflagelleates. High omega 3 (ω 3) and ω6 fatty acid content in cold water marine algae make them interesting for culturing. The main goal of the project was to search expedient plankton suitable for culturing and investigate the effects of different culture conditions. Four species of cold‐water algae have been isolated in monocultures, Phaeodactylum tricornutum, Microcysitis sp., Chlorella sp. og Dunaliella salina. P. tricornutum was found to contain the higest fatty acid and  ω3 content but all species were relatively high in  ω3 content and were easy to culture. The results indicate that the fatty acid composition differed with respect to growth stages. The results also indicate that rotifers grazed on Microcystis sp. and Chlorella sp., thereby making them interesting for enrichment of the live prey commonly used in marine aquaculture. The project has resulted in new projects with further studies on the isolated species and developing methods for increasing their fat content, processing methods for extraction of the fat content and culturing using waste water from aquaculture farms. Also, two of the algae species are presently being used for enrichment of the live prey of cod larvae in an ongoing project.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Turbot – a new colonist from the sea / Sandhverfa – nýr landnemi úr djúpinu

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Kristinn Ólafsson, Arild Folkvord, Matthías Oddgeirsson, Sigurbjörg Hauksdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Sigríður Hjörleifsdóttir, Snorri Gunnarsson, Hans Høie, Julie Skadal, Agnar Steinarsson, Albert Imsland

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Turbot – a new colonist from the sea / Sandhverfa – nýr landnemi úr djúpinu

Tilgangur verkefnisins var þríþættur:

• Að afla upplýsinga um dreifingu, far og stofnvöxt á sandhverfu við Ísland.  

• Að nýta aflestur á súrefnis‐ og kolefnisísótópum í kvörnum til að meta umhverfishita og lífssögu hjá sandhverfu við Ísland.  

• Að þróa DNA erfðagerðasett og meta erfðabreytileika sandhverfu við Ísland og bera saman við sandhverfu á nálægum hafsvæðum.  

Í heildina var sýnum safnað úr 70 sandhverfum sem veiddar voru á Íslandsmiðum. Meirihluta sýna var safnað við suðvesturströndina (67%) og kemur það heim og saman við umhverfishitastig á þessum slóðum sem hentar sandhverfu. Sandhverfa fékkst við suðausturland og undan norðausturlandi að hausti þegar árlegt sjávarhitastig á þessum slóðum er hvað hæst.   Um 300 sýni voru unnin úr kvörnum 25 sandhverfa, á aldrinum 3 til 19 ára, og súrefnis (O)  ‐  og kolvetnis ísótópar greindir með massagreini. Með þessari aðferð var umhverfishitastig sýnatökufiska reiknað og reyndist það vera á bilinu 3‐15°C. Skýr árstíðarsveifla í umhverfishitastigi sást í meirihluta kvarnanna þó að einstaklingsbreytileiki í umhverfishita væri líka umtalsverður. Lægri reiknaður umhverfishiti fannst í sýnum frá norðausturlandi samanborið við sýni frá suðvestur‐  og suðausturströndinni.   Stofngerð sandhverfu á Íslandsmiðum var rannsökuð með 12 erfðamörkum og hún borin saman við sandhverfu úr norðaustur Atlantshafi og Adríahafi. Marktækur erfðafræðilegur munur fannst á milli allra sýnapara við Kattegat og Adríahaf annars vegar og hins vegar á milli Íslands og Írlandshafs sem og suður Noregs og Írlandshafs. Þessi grunnrannsókn bendir því til þess að sandhverfa á Íslandsmiðum gæti verið upprunnin frá suður Noregi. Niðurstöður LANDNEMA‐verkefnisins benda til að sandhverfa við Ísland sé að festa sig í sessi sem séríslenskur stofn og að hér sé kominn nýr landnemi úr djúpinu.

The aim of the LANDNEMI project was threefold:

• To collect information about distribution, migration and population growth of turbot in Icelandic waters.

• Use stable oxygen and carbon isotope signals in turbot otoliths to extract information about environmental and life history of turbot in Icelandic waters.

• To develop DNA multiplex microsatellites and determine intra- and inter-population genetic diversity of turbot.

Samples from 70 turbot caught in Icelandic fishing grounds were collected, with majority of the fish caught of the southwest coast (67%) in line with higher sea temperatures in those areas. The turbot caught in other fishing grounds around Iceland (southeast and northeast) were caught during fall when the sea temperatures reach the annual high. Nearly 300 otolith samples were extracted from otoliths of 25 turbot, with age ranging from 3 to 19 years, and subject to mass spectrometry determination of stable oxygen and carbon isotopes. The results from mass spectrometry analysis was then used to calculate temperatures experienced during the life span of the sampled turbot, and were found to be in the range from 3 to 15°C. Clear seasonal patterns in experienced temperature were observed in the majority of the turbot otoliths, although the individual range in experienced temperature varied substantially. A lower experienced temperature was indicated from a fish caught off Norðausturhorn compared to those caught off Suðvesturhorn and Suðausturhorn. The stock structure of turbot was investigated with 12 microsatellite markers in North-East Atlantic Ocean and the Adriatic Sea. Hierarchical analysis identified three primary genetic groups; one from the Adriatic Sea, one from Kattegat, and the third composing of samples from Iceland, south Norway, the Irish Sea and the North Sea. The third group was further divided in two clusters; Iceland and south Norway, and the Irish Sea and the North Sea. This pilot study suggests that the turbot in Icelandic waters may originate from south Norway. Overall the results from the LANDNEMI project indicate that turbot around Iceland is emerging as an Icelandic stock unit and that the species could be considered a new colonist from the sea.

Skýrsla lokuð til 01.12.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Einar Matthíasson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Markmið verkefnisins er að leggja grunn að veiðum og vinnslu á öfugkjöftu og skapa grundvöll fyrir atvinnustarfsemi og aukinn vöxt sem byggir á nýtingu þessa fiskistofns. Rannsakaður var veiðanleiki og verðþróun á öfugkjöftu á Íslandi eftir mánuðum og árum. Einnig var nýting hráefnisins til vinnslu rannsökuð með það að markmiði að fullnýta hráefnið eins mikið og unnt er til þess að skapa sem mest verðmæti út úr hverju kg af öfugkjöftu sem berst að landi á Íslandi.

The aim of the project is to analyze and develop knowledge of catching and processing Megrim sole in Iceland and create value from the usage of the fish stock. The catching pattern of Megrim sole in Iceland was analyzed depending on years and months in order to recognize the catching pattern over a longer time period as well as the price development on the fishmarket in Iceland. The utilization in land processing of the fish was analyzed with the aim to develop a full utilization method in the land manufacturing process of the fish.

Skoða skýrslu

Fréttir

Einn fremsti vísindamaður á sviðið þróunar, stofnerfðafræði og verndunarlífræði á Íslandi

Fred W. Allendorf, Regents Professor í líffræði við University of Montana, Bandaríkjunum og Professorial Research Fellow við Victoria University of Wellington, New Zealand, heimsótti Matís 29. maí sl.

Fred skoðaði m.a. erfðarannsóknastofu Matís og fundaði með erfðafræðingum fyrirtækisins og Hafrannsóknastofnunarinnar. Hann hefur birt yfir tvö hundruð vísindagreinar um þróun, stofnerfðafræði og verndunarlífræði og er einn fremsti vísindamaður í heiminum á sínu sviði. Hann hefur meðal annars unnið að því að þróa aðferðir við að innleiða erfðatækni til vöktunar fiskistofna og stjórnun fiskveiða.

Fred W. Allendorf
Fred W. Allendorf fyrir miðju

Nánari upplýsingar veitir Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri Öryggi, umhverfis og erfða hjá Matís.

Fréttir

Afmælisdagskrá Háskólans á Akureyri

Starfsmaður Matís, Sarah Helyar, verður með erindi í Háskólanum á Akureyri um erfðafræði fiska og þýðingu þess í fiskveiðistjórnun.


Ráðstefnan

Conservation biology: Towards sustainable management of natural resources
Staðsetning: föstudagurinn 1. júní frá kl. 9:00 – 17:00 í Sólborg stofu M-102

Fyrirlestur Sarah Helyar: Of Fish and SNP s: The Potential of Genetics for
Traceability In European Fisheries Management

Nánari upplýsingar hér.

Fréttir

Mikilvægt samstarf við Færeyjar

Þrír starfsmenn Matís voru á ferð í Færeyjum fyrir skömmu. Þar fræddust þeir um matvælaframleiðslu og rannsóknir í eyjunum og kynntu jafnframt starfsemi Matís fyrir heimamönnum.

Haldin var fundur með hagsmunaaðilum í uppsjávarveiðum og vinnslu þar sem fjallað var meðal annars um rannsóknir Matís á þeim sviðum. Mikill áhugi var fyrir fundinum, en þar fræddust „frændur okkar“ um þróun veiða og vinnslu makríls hér á landi og þau verkefni Matís er snúa að uppsjávartegundum. Þátttakendur á fundinum voru sérstaklega áhugasamir um þá vinnu sem fram hefur farið varðandi kortlagningu stofneininga mismunandi fisktegunda með erfðafræðilegum aðferðum, sér í lagi síldar og makríls. Áhugi kom fram á meðal þátttakenda að taka meiri þátt í þeirri vinnu í framtíðinni, enda um mikla hagsmuni að tefla þar sem mögulegt er að nota erfðarannsóknir til greiningar og vöktunar stofneininga og til grundvallar skiptingu veiðiheimilda milli landa. Jafnframt  til að koma í veg fyrir blekkingar í markaðssetningu á sjávarafurðum.

Starfsmenn Matís héldu einnig fund með fulltrúum ráðuneyta, stofnana, bæjarfulltrúa og rannsóknasjóða, þar sem matarsmiðjur Matís voru m.a. kynntar. Færeyingar hyggja á stofnun nýsköpunarmiðstöðva í eyjunum og voru áhugasamir um að fræðast um reynslu Matís af rekstri matarsmiðjanna, sem starfræktar eru í Reykjavík, Hornafirði og Flúðum.
Starfsmenn Matís höfðu mikið gagn og gaman af þessari heimsókn til Færeyja og vænta þess að hún geti aukið enn á það góða samstarf sem fyrirtækið á við þarlenda aðila.

Faereyjar_5.2012
Frá fundi í Færeyjum

Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

Fréttir

Miklir möguleikar í þörungaiðnaðinum

Fyrir stuttu hélt Matís, í samstarfi við Bláa Lónið og Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja, ráðstefnu um þörunga. Ráðstefna fór fram í Bláa Lóninu og tókst hún í alla stað mjög vel.

Miklir möguleikar liggja í þörungaiðnaðinum. Þörunga er hægt að bæta í matvæli og þannig gera þau næringarríkari og bragðbetri. Hjá Matís hefur t.d. verið þróað þaraskyr sem vakið hefur mikla athygli (http://www.matis.is/matis/frettir/nr/3331).  Bláa Lónið hefur notað þörunga í Blue Lagoon snyrtivörur, en rannsóknir hafa sýnt að þörungar Bláa Lónsins draga úr öldrun húðarinnar.

Þörungar hafa auk þess verið notaðir í matvæli til dæmis til þess að minnka notkun á salti t.d. í stað MSG en einnig eru þekkt dæmi um að þörungar hafi verið notaðir í fæðubótarefni og í dýrafóður. Miklir möguleikar felast í þörungarækt, vinnslu og nýtingu hér á landi þar sem hafsvæðið umhverfis landið hentar vel t.a.m. vegna hreinleika.

Neytendavakning hefur átt sér stað bæði hér á landi og annars staðar er varðar næringarinnihald þörunga. Möguleikar á verðmætasköpun eru því miklir þegar kemur að þörungarækt.

Norrænt verkefni og samstarf um þörunga hófst þann 1. mars sl. Verkefnið nefnist „Nordic Algae Network“ og var ráðstefnan sem haldin ráðstefna þann 15. maí þessu tengt. Matís skipulagði ráðstefnuna og var hún styrkt af Bláa Lóninu og Samtökum íslenskra líftæknifyrirtækja. Mikill fjöldi sótti ráðstefnuna en ætlunin var að koma saman fólki úr iðnaðinum og þeim sem stunda rannsóknir á þörungum bæði hérlendis og erlendis. Markmið ráðstefnunnar var að skiptast á þekkingu og verkkunnáttu með tilliti til hagnýtingar á þörungum til orkunotkunar og í verðmæt efni.

Dagskrá ráðstefnunnar var á þessa leið:

09:00  Welcome – Hordur G. Kristinsson, Matís, Reykjavík, Iceland
09:10  Nordic Algae Network – Lars Nikolaisen, Danish Technological Institute, Aarhus, Denmark
09:20  The situation in Denmark on macroalgae – Lars Nikolaisen, Danish Technological Institute, Aarhus, Denmark
09:40  Algalíf: A company takes its first steps towards establishing large-scale microalgae production in Iceland – Paul       Lebeau, Algalíf, Norway
10:00  State-of-the-art on macroalgae in Ireland – Anna Soler, National University of Ireland, Galway, Ireland
10:40  Value added products from macroalgae – Sarah Hotchkiss, Cybercolloids Ltd., Carrigaline, Ireland
11:00  Icelandic macroalgae – past and present utilization – Karl Gunnarsson, Marine Research Institute, Iceland
11:20  Icelandic R&D activities on macroalgae – Hordur G. Kristinsson, Matís, Reykjavík, Iceland
11:40  Microalgae cultivation at the Blue Lagoon – Halldór Guðfinnur Svavarsson, Blue Lagoon Ltd., Grindavík, Iceland
12:00  Development of a sustainable macro-  and microalgae sector in Norway, with considerations of commercialization and markets – Anne Mugaas, Det Kongelige Selskap for Norges Vel, Norway

„Nordic Algae Network“ er styrkt af Norræna Nýsköpunarmiðstöðinni, NICe, og má finna nánari upplýsingar á vefsíðu verkefnisins, www.nordicinnovation.org/nordicalgae

Nánari upplýsingar veitir Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri Líftækni- og lífefnasviðs og rannsóknastjóri Matís.

Fréttir

Matís leggst á árarnar með heimamönnum við Breiðafjörðinn og sunnanverða Vestfirði

Matís leggst á árarnar með heimamönnum beggja vegna Breiðafjarðar og hefur blásið til sóknar í matavælaframleiðslu og tengdum greinum á svæðinu. Liður í þeirri sókn er ráðning tveggja starfsmanna sem hefja munu störf á Patreksfirði á næstu dögum en þessir starfsmenn bætast í hóp þeirra tveggja sem nýlega voru ráðnir til starfa á Grundarfirði á Snæfellsnesi. 

Starfsmennirnir fjórir munu starfa í nánu samstarfi sín á milli og við aðra starfsmenn Matís, um allt land.
 
Um alllangt skeið hefur Matís litið til tækifæra á sunnanverðum Vestfjörðum enda eru þar sem  annarsstaðar í nágrenni Breiðafjarðar miklir möguleikar á aukinni verðmætasköpun tengt matvælum. Matís hefur nú ráðið tvo starfsmenn til þess að styðja við og vinna með heimamönnum að uppbyggingu á matvælaframleiðslu og tengdum atvinnuvegum á svæðinu.

Matís mun vinna með fyrirtækjum, sveitastjórnum og einstaklingum á svæðinu sem munu geta nýtt sér sérfræðiþekkingu Matís til uppbyggingar sinnar eigin starfsemi. Starfsemi Matís við Breiðafjörð byggir á traustu og öflugu samstarfi við heimamenn enda hafa þeir haft frumkvæði að þeirri uppbyggingu sem Matís ræðst nú í.
 
Mikil tækifæri felast á svæðinu. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein í stöðugri þróun en auk þess liggja sóknarfæri í uppbyggingu fiskeldis og nýtingu annarra hráefna á svæðinu. Á sunnanverðum Vestfjörðum er mikil gróska í fiskeldi kröftug uppbygging á því sviði. Starfsemi Matís mun styðja við nauðsynlega rannsókna- og þróunaruppbyggingu í tengslum við fiskeldi, en horft er til þess að þjónusta við eldistengda starfsemi verði eitt helsta viðfangsefni starfsmanna Matís á svæðinu.  Þar sem stærsti kostnaðarliður fiskeldis liggur í fóðri og fóðrun er ekki hvað síst horft til þróunar er lýtur að lágmörkun fóðurkostnaðar.
 
Efling matvælaframleiðslu mun gegna lykilhlutverki í aukinni verðmætasköpun á sunnaverðum Vestfjörðum og við Breiðafjörðinn. Starfsfólk Matís hlakkar til að takast á við komandi verkefni með sveitarfélögunum á svæðinu, fyrirtækjum og heimamönnum öllum.

Frekari upplýsingar veita Haraldur Hallgrímsson 858 5054 og Steinar B. Aðalbjörnsson 858-5111.

Fréttir

Spennandi hlutir að gerast í Verinu á Sauðárkróki

Í tilefni þess að Verið hefur stækkað verður opið hús miðvikudaginn 16. maí kl. 13:30-16:00 til að kynna starfsemi í Verinu. Einnig verða niðurstöður styrkveitinga AVS sjóðsins þetta árið kynntar.

Dagskrá

13.30 Húsið opnað og gestir geta skoðað sig um
14.00 Ávörp
Gísli Svan Einarsson framkvæmdastjóri VERSINS Vísindagarða setur samkomuna
Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Lárus Ægir Guðmundsson formaður AVS skýrir úthlutun sjóðsins
Skúli Skúlason rektor Hólaskóla – Háskólans á Hólum
Sveinn Margeirsson forstjóri Matís

Boðið verður í kaffi.

VERIÐ er að Háeyri 1.
Gengið inn að austan

Um starfsemi Matís í Verinu

Líftæknismiðja Matís ohf. er staðsett á Sauðárkróki. Starfsemi Matís í Líftæknismiðjunni er margþætt. Í fyrsta lagi hefur Matís komið upp sérhæfðri rannsóknastofu á sviði líftækni og lífefna.  Í öðru lagi starfrækir Matís tilraunaverksmiðju í vinnslusal Líftæknismiðjunnar, þar sem fyrirtækið Iceprotein ehf. hefur byggt upp starfsemi sína. Að lokum vinnur starfsfólk Matís í Líftæknismiðjunni með fyrirtækjum í Skagafirði og NV-landi að ýmsum umbóta-og hagræðingarverkefnum.

Með Líftæknismiðjunni hefur skapast rannsóknaraðstaða með tilheyrandi vinnsluaðstöðu þar sem vísindamenn og frumkvöðlar í líftækni geta þróað vörur sínar og vinnsluferla í samvinnu við Matís. Á rannsóknastofu Líftæknismiðjunnar er unnið að mælingu á lífvirkum eiginleikum lífefna úr íslenskri náttúru. Líftæknismiðjan er opin öllum landsmönnum og þar geta einstaklingar og fyrirtæki fengið aðstöðu til skemmri tíma til framleiðslu afurða. Smiðjan verður nokkurs konar klakstöð nýrra sprotafyrirtækja í líftækni og mikilvæg í styttingu ferlis frá hugmynd til markaðar. Með vali á staðsetningu Líftæknismiðjunnar er litið til nærumhverfisins sem matarkistan Skagafjörður er.

Markviss uppbygging á rannsóknaaðstöðu á sér stað í Líftæknismiðju Matís, sem nú þegar er þátttakandi í víðtæku fjölþjóðlegu samstarfi. Líftæknismiðjunni er ætlað að leggja af mörkum sérhæfða rannsóknaraðstöðu, þróunaraðstöðu með vinnsluleyfi og sérfræðiþekkingu í samstarfsverkefnum framtíðarinnar. Í vinnslusal Líftæknismiðjunnar er m.a. aðstaða til að einangra protein og þurrka. Líftæknismiðjunni er ætlað að vinna í nánu samstarfi við matvælafyrirtækjum á landinu.

Stöðvarstjóri Matís á Sauðárkróki er Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri Vinnslu, virðisauka og eldi.

Fréttir

Ferðasnakk úr svínakjöti

Petrína Þórunn Jónsdóttir, sem býr í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er að vinna að forvitnilegum verkefnum í aðstöðu matarsmiðju Matís á Flúðum þar sem hún vinnur afurðir í tengslum við svínabúskapinn í Laxárdal.

„Ég er að prófa að þurrka svínakjöt, beikon úr hryggvöðva, lifrarkæfu og buffkökur. Þurrkað svínakjöt er unnið úr besta vöðvanum úr svíninu. Öll sýnileg fita er skorin í burtu, svo er kjötið hakkað, kryddað og þurrkað. Markmiðið er að búa til eins konar ferðasnakk, kjötið er ekki kælivara og á endingartíminn að vera nokkrir mánuðir. Lifrarkæfan er unnin á hefðbundinn hátt. Hryggjarbeikon er fituminna, einungis þunn fiturönd á kjötinu sem hægt er að taka í burtu og er það sneitt í mun þykkari sneiðar en fólk er vant hér. Grísabuffin eru tilbúin á grillið eða á pönnuna, í þau nota ég íslenskar kryddjurtir. Ástæðan fyrir því að þetta eru svona mismunandi tegundir sem ég er með er til að ég geti unnið vörur úr öllum grísnum,“ sagði Petrína. Hún segist vera hæstánægð með aðstöðuna á Flúðum en Vilberg Tryggvason stöðvarstjóri kynnti hana fyrir Óla Þór Hilmarssyni kjötiðnaðarmeistara og hefur hann leiðbeint henni með úrbeiningu og vinnsluaðferðir.

Nánari upplýsingar veitir Vilberg Tryggvason hjá Matís.

Ofangreind frétt birtist fyrst á DFS.is, Fréttablaði Suðurlands.

IS