Fréttir

Sigurjón Arason yfirverkfræðingur hjá Matís sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Á nýársdag 2022 fór fram hátíðleg athöfn á Bessastöðum þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sæmdi 12 einstaklinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeirra á meðal var yfirverkfræðingur Matís, Sigurjón Arason, en hann hlaut orðuna fyrir rannsóknir og þróun á vinnslu sjávarafurða.

Sigurjón Arason hefur starfað hjá Matís frá upphafi en fyrir það starfaði hann sem sérfræðingur og yfirverkfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sem rann saman við fleiri fyrirtæki og stofnanir þegar Matís var stofnað.  Sigurjón er einnig prófessor emeritus við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og hefur í gegnum tíðina kennt ótal námskeið og leiðbeint fjölda nemenda í grunn-, meistara- og doktorsnámi.

Sigurjón hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín og var meðal annars haldið málþing honum til heiðurs í Háskóla Íslands í haust.

Í viðtali sem tekið var við Sigurjón og birtist á vef Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Nýjungasmiðurinn frá Neskaupstað er eftirfarandi tekið fram:

„Sigurjón hefur komið að ótrúlegum fjölda verkefna sem hafa skilað sér í hreinum tekjum fyrir íslensk fyrirtæki og þjóðarbú. Hann hefur ásamt fjölmörgum samstarfsaðilum úr atvinnulífinu og þekkingarsamfélaginu komið að því að þróa byltingarkenndar aðferðir til kælingar á fiski, m.a. á makríl, sem hefur stóraukið útflutningsverðmæti afurðanna. Þá hefur hann stuðlað að vinnslu og þurrkun á vannýttu aukahráefni og fisktegundum, endurhannað umbúðir og fiskkassa til að tryggja betur gæði hráefnis og afurða, þróað frystingu fisks og vinnslu saltfisks til að auka verðmæti, unnið að bættri meðhöndlun afla og bættu geymsluþoli fisks, bætt stýringu á veiðum og notkun veiðarfæra. Enn fremur hefur hann fundið leiðir til að nýta betur aukaafurðir úr hráefnum sem jafnvel var hent en undir þetta falla fiskinnyfli, lifur, svil, hausar, hryggir, sundmagi og roð sem breytt var í verðmætar afurðir. Hér er fátt eitt talið.“

Sigurjón er vel að þessum heiðri kominn og óskar starfsfólk Matís honum til hamingju með fálkaorðuna.

Sigurjón Arason og Guðni Th. Jóhannesson við orðuveitinguna á Bessastöðum

Skýrslur

Seaweed supplementation to mitigate methane (CH4) emissions by cattle

Útgefið:

23/09/2021

Höfundar:

Ásta H. Pétursdóttir, Natasa Desnica, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir, Rebecca Sim, Chris Reynolds, Dave Humphries, Stella Lignau, Collette Fagan, Markus Rodehutscord, Susanne Kuenzel, Amélia Camarinha Silva, Liz Ford

Styrkt af:

SeaCH4NGE

Markmið SeaCH4NGE var að finna þang sem getur dregið úr losun metans frá nautgripum. Þessa skýrsla inniheldur ítarlegar niðurstöður úr þessu verkefni. Stutt samantekt á niðurstöðum: In vitro greining (Hohenheim gas próf og Rusitec) sýndi að þang minnkaði heildar gasframleiðslu, metanframleiðslu og metanstyrk fyrir þrjár þangtegundir samanborið við TMR (samanburðarsýni). Mesta lækkunin sást hjá Asparagopsis taxiformis. Þangsýni sýndu lítið niðurbrot í vömb samanborið við aðrar algengar fóðurtegundir jórturdýra. In-vivo rannsóknir: Engin marktæk áhrif á metanframleiðslu sáust þegar naut voru fóðruð blöndu af þangi, né þegar mjólkurkýr voru fóðraðar af brúnþörungablöndu. Með því að gefa lítið magn af rauðþörungi (A. taxiformis) ásamt brúnþörungum mátti sjá lítillega minnkun á metanframleiðslu. Gæði og öryggi – mjólk og kjöt: Sýni voru greind m.t.t. þungmálma, steinefna og joðs. Innihald þangs hafði ekki neikvæð áhrif þar sem eitruð frumefni As, Cd, Hg og Pb voru annaðhvort ekki til staðar eða í mjög lágu magni. Þanggjöf (allar þrjár blöndur) höfðu áhrif á joðstyrkinn, sem jókst. Skynmat: Þangmeðferðin hafði áhrif á bragð af smjöri og UHT -mjólk en þetta hafði engin áhrif hvort þær vörur þóttu betri eða verri. Ekki fannst bragðmunur á nautakjöti.
Þessi skýrsla er lokuð til 31.12.2023.

Þessi skýrsla er lokuð/This report is closed

Skýrslur

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr – Lokaskýrsla

Útgefið:

15/09/2021

Höfundar:

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, Eric Newton, Guðfríður Daníelsdóttir, Gunnar Ríkharðsson, Natasa Desnica, Sara Lind Ingvarsdóttir, Sokratis Stergiadis

Verkefnið er framhald á verkefninu „Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr – aukin nyt og gæði?“ með það meginmarkmið að kanna hvort hægt væri að auka nyt mjólkurkúa með þanggjöf og kanna efnainnihald og gæði mjólkurinnar. Einnig hvort hægt væri að nýta þanggjöf sem steinefnagjafa, t.d. fyrir lífrænt fóður sem gæti leitt af sér nýja afurð á borð við joðríka mjólk og því hvatað nýsköpun í nautgriparækt.
Í þessu verkefni var sérstök áhersla á að skoða einstaklingssýni af mjólk og hvort að þörungagjöf sem hluti af fóðri kúa hefði áhrif á þungmálma, steinefni, t.d. joð, í mjólkinni.
Mest áhrif voru á joðstyrk mjólkurinnar.

Skýrslur

Skógarkerfill – Illgresi eða vannýtt matarauðlind /Cow parsley – Weed or food resource

Útgefið:

26/12/2021

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Sophie Jensen

Styrkt af:

Matvælasjóður – Bára / Icelandic Food Innovation Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Skýrsla þessi var unnin fyrir Ástu Þórisdóttur hjá Sýslinu verkstöð vegna Matvælasjóðsverkefnis hennar Skógarkerfill – Illgresi eða vannýtt matarauðlind. Gerðar voru mælingar á næringarefnum og aðskotaefnum í skógarkerfli. Fræðigreinar og aðrar upplýsingar voru rýndar með tilliti til nýtingar skógarkerfils til manneldis og annarrar hagnýtingar. 

Í ljós kom að laufblöð og rætur skógarkerfils innhalda ýmis næringarefni og aðskotaefnin sveppaeiturefni (e. mycotoxín) og þungmálmar voru ekki mælanleg eða undir mörkum reglugerðar. Við rýni fræðigreina kom í ljós að skógarkerfill inniheldur efnið deoxýpódópýlótoxín (DOP) sem hefur krabbameinsfrumuhemjandi áhrif. Þetta efni er í hæstum styrk í rótum skógarkerfils og takmarkar nýtingu plöntunnar til manneldis. Skógarkerfils ætti ekki að neyta í miklu magni. Kanna mætti notkun plöntunnar í textíl, umbúðir, pappír og byggingarefni. Í skýrslunni eru dregnar saman ályktanir og tillögur. 


This work was carried out for Ásta Þórisdóttir as a part of her project on utilization of cow parsley. Analysis of selected nutrients and food contaminants were carried out. Information on cow parsley in scientific articles was studied. The nutrient content was reported. Mycotoxins and heavy metals were not detected or below the maximum limits set in regulation. The existence of the active compound deoxypodopylotoxine  (DOP) in cow parsley was reported in the literature. This compound has antitumor activity which is not preferable for foods. Therefore, cow parsley should not be consumed in great amounts, particularly the roots which have the highest concentration. The utilization of cow parsley for textile, packaging, paper-like material and construction material should be studied. The report includes conclusions and recommendations. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mineral trial on juvenile Atlantic Salmon (Salmo salar) in freshwater

Útgefið:

27/12/2021

Höfundar:

Wolfgang Koppe, David Sutter, Georges Lamborelle

Styrkt af:

ISF GmbH

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

This report presents the results of an experiment performed by Matis ohf. for ISF, represented by Martin Rimbach.

Skýrslan er lokuð / This report is closed

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sérstaða matvæla frá íslenskum landbúnaði– Næringarefni og aðskotaefni

Útgefið:

26/12/2021

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins / Icelandic Agricultural Productivity Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Unique position of foods from Icelandic agriculture – Nutrients and food contaminants

Í verkefninu var fengist við að draga saman gögn um efnainnihald matvæla frá íslenskum landbúnaði og varpa með því ljósi á sérstöðu og mikilvægi innlendu framleiðslunnar. Með efnainnihaldi er átt við næringarefni, aðskotaefni og andoxunarefni. Markmiðið með verkefninu var að gera þekkingu á sérstöðu matvæla frá íslenskum landbúnaði aðgengilega varðandi efnainnihald. Ávinningurinn er sá að hægt verður að styrkja ímynd innlends landbúnaðar út frá sérstöðu matvælaframleiðslunnar. Markaðs- og kynningarstarf mun nýta niðurstöðurnar. Innlenda fram-leiðslan styrkist á markaði gagnvart neytendum.


Data on chemical composition of Icelandic foods from agriculture were collected to evaluate the special position and importance of the domestic production. Nutrients, antioxidants and contaminants in foods were covered. The purpose was the make knowledge on the special position of domestic agricultural foods available. It was expected that the image of Icelandic agriculture would be improved based on the special position of domestic foods. The information is useful as a marketing tool and will be regarded as positive by consumers.

Skoða skýrslu

Fréttir

Jólakveðja frá starfsfólki Matís

Takk fyrir árið sem er að líða.

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Skýrslur

Summary report of a digestibility trial on Atlantic salmon (Salmo salar) in seawater

Útgefið:

23/12/2021

Höfundar:

Wolfgang Koppe & Georges Lamborelle

Styrkt af:

MOWI Feed

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

Skoða skýrslu

Skýrslur

FUNGITIME Notkun sveppapróteins í þróun sjálfbærrar og hollrar matvöru // Application of fungi protein in the development of sustainable and healthy food products

Útgefið:

22/12/2021

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Esther Sanmartin

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Með síaukinni fólksfjölgun og vitundarvakningu um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu í heiminum hefur þörfin fyrir þróun nýrra innihaldsefna einnig aukist. Samhliða þessu heldur matvælaiðnaðurinn áfram að leitast við að mæta kröfum neytenda um gæði og næringargildi matvæla. Út frá þessu hefur verið skoðað hvort nýta megi líftækni til að þróa próteinríkt innihaldsefni í matvæli og mæta þar með vaxandi eftirspurn eftir aukinni sjálfbærni og heilnæmi matvæla.

Í verkefninu FUNGITIME voru þróuð ýmis matvæli sem innihalda svokallað ABUNDA® sveppaprótein sem er framleitt af fyrirtækinu 3F-BIO í Bretlandi. Í ABUNDA® próteinmassanum eru einnig ýmis næringarefni, trefjar, vítamín og steinefni. Markmið verkefnisins var að þróa matvæli sem hafa afburða næringareiginleika samhliða því að mæta öðrum helstu kröfum neytenda. 

Hlutverk Matís í FUNGITIME var að þróa pastavörur með ABUNDA® sveppapróteini. Tvær frumgerðir voru þróaðar með góðum árangri og prófaðar af þjálfuðum skynmatsdómurum. Annars vegar var um að ræða hefðbundna pasta uppskrift þar sem ákveðnu hlutfalli af hveiti var skipt út fyrir ABUNDA®. Hins vegar var þróuð pastauppskrift sem hentar þeim sem kjósa grænkerafæði. Það getur verið ýmsum vandkvæðum bundið að þróa pasta með þessum hætti en sumir eiginleikar pastadeigsins, svo sem viðloðun og teygjanleiki, breytast töluvert þegar uppskrift er breytt á þennan hátt. 

Neytendakannanir leiddu í ljós litla þekkingu neytenda á sveppapróteinum en mikinn vilja til að prófa nýjar vörur sem eru framleiddar á sjálfbærari hátt. Auk þess óska neytendur eftir fleiri vörum án allra aukefna sem gjarnan eru notuð þegar framleiddar eru staðgönguvörur sem eiga að líkja eftir upprunalegum vörum. Því var haft að leiðarljósi í verkefninu að nota engin aukefni í þessari þróun á pasta. 

Gert er ráð fyrir að notkun ABUNDA® sveppapróteins í matvörur muni hafa í för með sér ýmsa kosti. Próteinið er af miklum gæðum en framleiðslukostnaðurinn er þrátt fyrir það lágur og framleiðslan að miklu leyti sjálfbær. Próteinmassinn er auk þess heilsusamlegur, trefjaríkur og hentar grænmetisætum og grænkerum. 

FUNGITIME, sem styrkt var af Evrópusambandinu í gegnum EIT Food, var samstarf nokkurra evrópskra matvælaframleiðenda og rannsóknastofnana, þ.e. 3F BIO og Frito-Lay í Bretlandi,  AZTI, Angulas Aguinaga og Angulas Aguinaga rannsóknarmiðstöðin á Spáni, Fraunhofer IVV í Þýskalandi og Matís á Ísland.


Due to growing world population and the increasing awareness of environmental impact of food chain, the development of new food ingredients from alternative sources is emerging as a global challenge. Besides, consumer demand of products that fulfil their nutrition needs is also a key for the food industry. In this sense, fungal biotechnology could become a driver for food ingredient production, especially for protein production that could fulfil both challenges, the environmental impact, and maintaining, or even increasing nutritional value and consumer acceptance. In order to assure that the designed products meet consumer expectations, consumer attitudes and acceptance were considered from the development to the validation of these food products. 

The aim of the FUNGITIME project was to develop food products with ABUNDA® mycoprotein, with optimal nutri-physiological properties and having high consumer acceptance. ABUNDA® mycoprotein is produced by 3F-BIO in UK. The role of MATIS in Fungitime was to develop pasta products that would be cooked and taste like traditional pasta while offering more protein, more fibre and lower glycemic index to appease the health-minded pasta consumers. The aim was to develop pasta product solutions for different market channels: as a wholesome choice. Furthermore, the role of Matís was to study consumers expectations regarding ABUNDA mycoprotein.

Two different prototypes of ABUNDA® pasta were developed and tested by trained sensory panellists and by consumers in comparison to traditional pasta. Consumer insights were integrated in the development process, evaluating the result of the designs. By this, it was also possible to study consumers attitudes and knowledge towards alternative proteins sources, like the mycoproteins. The application of the pasta in a real situation, pasta specialised restaurant, showed that it might be worthwhile to introduce Pasta ABUNDA® as a more environmentally friendly or sustainable product on the menu if it was to benefit the sale. Main results of the study on consumer expectations showed that mycoprotein products were not very known by the participants. After introduction to the ABUNDA mycoproteins, the participants expressed interest in trying and felt positive towards the more sustainable products and would be willing to try the products.

FUNGITIME, funded by EIT Food, was a fruitful collaboration between European food producers and research institutes, i.e. 3F BIO and Frito-Lay in UK, AZTI, Angulas Aguinaga and Angulas Aguinaga Research Center in Spain, Fraunhofer in Germany, and Matís Iceland.

Skoða skýrslu

Fréttir

Opnunartími Matís um hátíðirnar

Opnunartími Matís um jól og áramót verður sem hér segir:
//
Opening hours at Matís in Reykjavík during the holidays:

23. desember: 8:30–16:00

24. desember:  Lokað/closed

25. desember: Lokað/closed

26. desember: Lokað/closed

27. desember: Lokað/closed

28. desember: 8:30–16:00

29. desember: 8:30–16:00

30. desember: 8:30–16:00

31. desember: Lokað/closed

1. janúar: Lokað/closed

2. janúar: Lokað/closed

3.janúar: Lokað/closed

Eftir það taka hefðbundnir opnunartímar gildi á ný.

IS