Fréttir

Eru tækifæri í Breiðafirði?

Málstofa af tilefni 10 ára afmælis Varar sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, 8. maí 2018 kl. 16.30. Áhugaverðir fyrirlestrar um tækifærin sem eru til staðar í og allt í kringum Breiðafjörð. 

Boðið verður upp á veitingar. Skráning á helga@sjavarrannsoknir.is

Nánari dagskrá

Fréttir

Máltíðir eftir spítalaútskrift – næringarmeðferð til að koma í veg fyrir vannæringu aldraðra

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Vannæring aldraðra er vel þekkt vandamál. Meðal legutími á sjúkrahúsi er stuttur sem veldur því að ekki er alltaf tími til að leiðrétta næringarástand eldri sjúklinga. Því er mikilvægt að veita næringarmeðferð eftir útskrift, til að koma í veg fyrir afleiðingar sem vannæring hefur á heilsu og færni.

Verkefnið „Máltíðir eftir spítalaútskrift“ er nýhafið og skiptist í annarvegar þróun rétta fyrir eldra fólk með tyggingar og kyngingar örðugleika og hinsvegar íhlutun, þar sem upplýsingar munu fást um næringu og næringarástand aldraðra í heimahúsum. Niðurstöður úr íhlutunarþætti verkefnisins geta veitt upplýsingar um þær breytingar sem mögulega þurfa að eiga sér stað hvað varðar útskrift aldraðra einstaklinga og leiðbeiningar um þjónustu við þennan útsetta hóp.

Samstarfsaðilar Matís í verkefninu eru Háskóli Íslands, Grímur Kokkur en auk þessa hafa Sláturfélag Suðurlands og Mjólkursamsalan aðkomu að verkefninu.

Verkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóði Rannís.

Fréttir

Norræn ráðstefna um skynjun og upplifun í vísindalegu samhengi

Dagana 3. og 4. maí verður haldin norræn skynmatsráðstefna ætluð þátttakendum sem hafa áhuga á vöruþróun og upplifun neytenda innan matvælaiðnaðarins. Ráðstefnan, sem haldin verður á Matís, mun fara fram á ensku og er yfirskrift hennar „Making Sense“. Ráðstefnan hentar þeim sem koma að vöruþróun matvæla en auk þess geta þeir sem stunda vöruþróun af öðrum toga nýtt sér efnistök ráðstefnunnar.

Þar verður fjallað um skynjun og upplifun í vísindalegu samhengi, í tengslum við vöruþróun, matvælaframleiðslu, frá rannsóknum á markað. 

Síðasti séns til skráningar er í dag, 27. apríl. 

Fréttir

Gleðileg sumarbyrjun hjá ráðherra

Ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar byrjaði sumarið vel og nýtti fyrsta virka dag sumars til að heimsækja Matís.

Föstudaginn 20. apríl kom Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í heimsókn til Matís. Ráðherra fékk, ásamt Jóhanni Guðmundssyni skrifstofustjóra sjávarútvegs og fiskeldis, kynningu á starfsemi fyrirtækisins og stefnu þess með dæmum um áhrif af þeirri fjárfestingu sem lögð hefur verið í matvælarannsóknir á Íslandi á undanförnum árum. Sérstaklega var vikið að þróun í tengslum við sjávarútveg. Þá var þróun undanfarinna ára í sjávarútvegi sett í samhengi við tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar í landbúnaði, á grunni matvælaöryggis, sem hefur bein áhrif á byggð í landinu. 

Í stuttri skoðun ráðherra á aðstöðu Matís hitti hann fyrir önnum kafna starfsmenn Matís,  nemendur sem eru þátttakendur í Ecotrophelia nýsköpunarkeppninni um vistvæn matvæli. Á Brúnni milli atvinnulífsins og vísindasamfélagsins heimsótti ráðherra starfsmenn Margildis og Lava Seafood sem leigja aðstöðu af Matís. Á meðan ráðherra gekk um húsakynni Matís fór fram próf í matvæla- og næringarefnafræði við Háskóla Íslands á Brúnni í húsakynnum Matís. Þá skoðaði ráðherra efnamælingaaðstöðu Matís og fékk kynningu á hlutverki og hæfni starfsfólks og mælitækja. Loks skoðaði ráðherra rannsóknainnviði Matís á sviði erfðafræði.

Í heimsókninni sankaði Kristján Þór að sér fróðleik um nýsköpun í sjávarútvegi sem kemur vonandi að góðum notum á næstu dögum, til dæmis á sjávarútvegssýningunni í Brussel, sem stendur yfir frá 24. til 26. apríl, sem og til lengri tíma, enda mörg tækifæri til að stuðla að þróun nýrra afurða og aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu með nýsköpun til frambúðar.

Mynd með frétt

Frá vinstri: Anna Kristín Daníelsdóttir sviðsstjóri, Sveinn Margeirsson forstjóri, Kristján Þór Júlíusson ráðherra, Jóhann Guðmundsson skrifstofustjóri, Arnljótur Bjarki Bergsson sviðsstjóri, Hrönn Ólína Jörundsdóttir sviðsstjóri.

Fréttir

250 plokkarar

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Starfsmenn í einni af stærri byggingum Grafarholts munu ekki láta sitt (og annarra) eftir liggja á mánudaginn milli kl. 11 og 13 en þá ætla allir starfsmenn Vínlandsleiðar 12-16 að plokka í sínu nánasta umhverfi en gróflega áætlað má reikna með vel á þriðja hundrað manns þegar mest verður. Tómas hjá Bláa hernum ætlar svo að koma ruslinu á sinn stað hjá Sorpu! 😉

Með þessu vilja fyrirtækin vekja athygli á þeirri samfélagslegu ábyrgð sem á okkur öllum hvílir, einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum, að minnka rusl í umhverfinu.

Til viðbótar skora starfsmenn Matís á aðra að gera slíkt hið sama og nefnum við sérstaklega Nýsköpunarmiðstöð, Keldur og Matvælastofnun að drífa sig í plokkið!

Fréttir

Matís og Pure Natura vinna saman með hliðarafurðir sauðfjárafurða

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Mjög spennandi verkefni hefur fengið 20 milljón króna fjárstyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís en í verkefninu verður haldið áfram með þróun fæðuunninna bætiefna úr hliðarafurðum sauðfjárafurða. 

Styrkurinn er til tveggja ára og er ætlunin að finna a.m.k. fjögur ný hráefni úr íslenskum lömbum sem nýta má í fæðubótarframleiðslu og þróa úr þeim hágæða vörur. 

Vertu viss um að fylgjast með á heimasíðu Matís og Pure Natura hvernig þessu verkefni framvindur. Hægt er að skrá sig á póstlista Matís hér neðar, vinstra megin á síðunni. 

Fréttir

Eru kjúklingafjaðrir vannýtt auðlind?

Á Íslandi hafa kjúklingafjaðrir hingað til verið urðaðar en nauðsynlegt er að koma á nýtingu þessa hráefnis sem landsáætlun um meðhöndlun úrgangs gerir ráð fyrir að urðun á lífrænum úrgangi verði komin niður í 35% af heildarmagni þann 1. júlí 2020.

Það er þekkt erlendis að endurvinna kjúklingafjaðrir í próteinmjöl með ýmsum aðferðum en þekkingin hefur ekki verið yfirfærð í innlenda framleiðslu svo nú er ætlunin að vinna próteinríkt mjöl sem hentar til fóðurgerðar úr íslenskum kjúklingafjöðrum. Gerðar verða tilraunir til vinnslu á kjúklingafjöðrum, í samstarfi við Reykjagarð, þar sem próteinið verður brotið niður í smærri einingar. Hægt er að nota fjaðurmjöl í fóður fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fisk.

Markmiðið með verkefninu er að breyta vannýttri afurð (hráefni sem kostnaður hlýst af við að urða) í verðmætt, próteinríkt mjöl sem nýtist í fóðurgerð, að minnka umhverfisáhrif íslensks iðnaðar og auka nýtingu í kjúklingaframleiðslu. Verkefnið er einnig viðleitni í að verða við markmiðum landsáætlunar sem miða að því að urðun lífræns úrgangs verði umtalsvert minni árið 2020. Ætla má að um og yfir 2000 tonn af kjúklingafjöðrum sé urðuð árlega hér á landi. Ekki hafa verið þróaðar hagkvæmar vinnslurásir fyrir fjaðrir fram til þessa en með verkefninu verður lagður grunnur að hagkvæmri nýtingu staðbundinna hráefna á Íslandi til að minnka umhverfisáhrif íslenskrar matvælaframleiðslu.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins og AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi styrkja verkefnið.

Fréttir

Stuðningur við smáframleiðendur hefur sjaldan verið mikilvægari

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni var á árunum 2014-2016 og fékk áætlunin nafnið The Nordic Bioeconomy Initiative, eða NordBio. Í kjölfarið var farið í verkefni, „Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio“ þar sem megin áherslan var lögð á að fylgja eftir og styðja enn frekar við smáframleiðendur í kjölfar nýsköpunarverkefna sem unnin voru undir NordBio formennskuáætluninni. Skýrslu úr því verkefni má finna á heimasíðu Matís . 

Meginmarkmið nýsköpunarverkefnanna í þágu smáframleiðenda var að hafa bein efnahagsleg áhrif í gegnum nýsköpun og verðmætasköpun í Norræna lífhagkerfinu (e. Bioeconomy) og styrkja þannig svæðisbundinn hagvöxt.  Unnið var við 17 nýsköpunarverkefni.

Reynslan af verkefnunum var sú að þekking og þjálfun er nauðsynleg til að hugmyndir raungerist og til að gera framleiðendum kleyft að fullnægja öllum kröfum um matvælaöryggi.

Nordbio nýsköpunarverkefnin hafa sýnt að notkun nokkurs konar „nýsköpunarinneignar” getur verið áhrifarík leið til að hvetja til nýsköpunar, yfirfærslu þekkingar og tækni til að auka virði lífauðlinda. Sýnt þykir að full þörf sé á að bjóða styrkveitingu af þessu tagi fyrir smáframleiðendur og frumkvöðla til að örva nýsköpun og leysa krafta hugmyndaflugs úr læðingi. 

Mikill akkur yrði af því að koma á fót sjóði sem stuðlað getur að nýsköpun í anda Nordbio verkefnanna sérstaklega í ljósi þeirra tækifæra sem nú leynast í aukningu í fjölda ferðamanna er leggja leið sína til Íslands. 

Fréttir

Gullhausinn – Eðlis- og efnaeiginleiki þorskhausa

Elísa Viðarsdóttir mun halda opinn fyrirlestur á Matís, Vínlandsleið 12, stofu 312 þriðjudaginn 10. apríl kl.15.45. Verkefnið hennar heitir: 

Gullhausinn. Eðlis- og efnaeiginleiki þorskhausa. „The Golden head. Effect of size and season of catch on physicochemical properties of cod heads„.

Leiðbeinendur Elísu eru Sigurjón Arason og Magnea Guðrún Karlsdóttir frá Matís og María Guðjónsdóttir frá Háskóla Íslands. 

Veiðar á þorski eru í umtalverðu magni og hófust snemma hér við land og hefur þorskur verið ein mikilvægasta fisktegund Íslendinga. Nýting þorsks er góð miðað við margar aðrar tegundir. Nýting hausa, þá sérstaklega hjá togurum hefur hins vegar ekki verið nægilega góð vegna þess að meirihluti frystitogaranna sér ekki fært að koma með hausana að landi vegna plássleysis og vöntunar á tækjabúnaði.

Markmið verkefnisins var fyrst og fremst að stuðla að frekari þróun og nýtingu á verðmætum afurðum unnum úr þorskhausum (Gadus morhua) til að koma til móts óskir um nýjar vörur sem svar við óstöðuga markaði fyrir þurrkaða þorskhausa. Fyrsta skref í átt að frekari þróun og verðmætasköpun var að búa til mikilvægan þekkingargagnagrunn á efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum mismunandi hluta höfuðsins, þ.e. kinnum, tálknum, augum, heila og gellum. Við gerð gagnagrunnsins var nauðsynlegt að líta til þátta eins og líffræðilegs breytileika fisksins, árstíma við veiðar og stærð fisksins. Þegar þessir þættir hafa verið kortlagðir vandlega mun leiðin að frekari vöruþróun og verðmætasköpun verða markvissari.

Sýni voru tekin í maí og nóvember 2017. Augu, heili, kinnar, gellur og tálkn úr þorskum voru skoðuð hvert í sínu lagi með tilliti til stærðar fisks og árstíma við veiðar. Niðurstöður mælinga sýndu t.d. að fituinnihald í heila var töluvert hærra en fituinnihald í hinum fjórum pörtunum sem mældir voru. Hæsta fituinnihaldið reyndist vera í 6-7 kg fiski sem veiddur var í Nóvember og var fituinnihald hans um 5%, en fituinnihald í hinum pörtunum (augum, tálknum, kinnum og gellum) var á bilinu 0,2-0,9%. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn sýndu að vatn helst ávalt í hendur við prótein og fitu í mismunandi hlutum höfuðsins.  Þegar að vatnsinnihaldið var hátt, var fitu og próteininnihaldið lágt. Öskuinnihaldið í tálknunum var hærra en í öllum hinum hlutunum, líkleg ástæða fyrir því er að tálknin hafa öðruvísi samsetningu en hinir hlutarnir. Omega-6/omega-3 hlutfallið var hátt í öllum hlutunum sem mældir voru en í mismiklu magni. Þetta háa hlutfall er talið gott fyrir mannlega heilsu og því enn ein ástæðan fyrir því að vinna þessa parta úr hausnum í sitt hvoru lagi.

Miðað við þær niðurstöður sem fengust úr efnagreiningu á mismunandi pörtum úr hausnum er full ástæða til að vinna þessa hluta í sitt hvoru lagi til að auka verðmæti haussins.

Fréttir

Bætt líðan aldraðra með þrívíddarprentuðum mat?

Björn Viðar Aðalbjörnsson, starfsmaður Matís og Háskóla Íslands, hlaut fyrir stuttu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir tvo nemendur en ætlunin er að kanna nýjar leiðir til þess að bæta heilsu, minnka lyfjakostnað og auka lífsgæði aldraðra. 

Næring á efri árum getur við vandasöm og minnkar gjarnan matarlyst eldra fólks. Þetta getur leitt til vannæringar sem hefur margvísleg heilsufarsvandamál. Lystarleysi getur valdið miklu þyngdartapi ásamt þreytu og vanlíðan. Merki um lélegt næringarástand er lágur líkamsþyngdarstuðull sem fylgir þyngdartapi. Þetta er þekktur áhættuþáttur fyrir andlát hjá eldra fólki og eykst einnig hætta á slysum vegna kraftleysis. Aukin matalyst og bætt líðan aldraðra á stóran þátt í næringarinntöku. Næringarinntaka er mikilvæg fyrir sjúklinga sem eru að jafna sig eftir aðgerð eða slys. 

Í verkefninu er stefnt að því að stytta innlögn eða viðveru á sjúkrastofnunum með einfaldri breytingu á útliti þess matar sem er í boði. Styttri viðvera á sjúkrastofnun þýðir betri lífsgæði eldri fólks og þar af leiðandi minna álag á heilbrigðiskerfið með tilheyrandi sparnaði fyrir þjóðfélagið.

IS