Fréttir

Ýtir fiskeldi undir jákvæða byggðaþróun?

Samkvæmt grein á www.visir.is hefur orðið fólksfjölgun á sunnanverðum Vestfjörðum á síðastliðnum tveimur árum í tengslum við aukið fiskeldi á svæðinu. Þar hefur Matís komið við sögu en nýsköpun og rannsóknir á sviði fiskeldis auk stuðnings við atvinnuuppbygging á landsbyggðinni hefur verið rauður þráður í starfsemi fyrirtækisins frá stofnun.

Í greininni kemur fram að mannfjöldi á sunnanverðum vestfjörðum hafi aukist um 5% á frá 2012 – 2014 en fólksfjölgun hefur verið neikvæð á svæðinu síðastliðin ár. Árið 2012 bjuggu 1.186 manns á svæðinu en þeim hefur nú fjölgað um 60 og eru í dag 1.246 einstaklingar búsettir í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Til samanburðar má þess geta að árið 2000 bjuggu 1.596 einstaklingar á svæðinu. Ástæða fólksfjölgunar  er rakin til atvinnuuppbyggingar í tengslum við fiskeldi, sem hefur verið í mikilli sókn á síðustu árum og áætlað er að haldi áfram.

Árið 2012 opnuði Matís starfsstöð á Patreksfirði sem þjónar sunnanverðum Vestfjörðum og Breiðafjarðarsvæðinu, en þar hefur vegur fiskeldis aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Markmiðið með starfstöðvum Matís er að þjónusta nærsamfélagið og styrkja rannsóknir og þróun á sviði matvæla í heimabyggð. Á Patreksfirði er lögð áherla á rannsóknir tengdu sjókvíaeldi og er ætlunin að stuðla þannig að framgangi og uppbyggingu fiskeldis um land allt.

Á undanförnum árum hafa rannsóknirnar aðallega miðað að því að bæta afkomu, vöxt og gæði eldisfiska ásamt því að auka hagkvæmni við framleiðslu og minnka fóðurkostnað sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn. Rannsóknirnar stuðla þannig að verðmætaaukningu og gerir fyrirtækjum og einstaklingum auðveldara með að kom af stað framleiðslu af einhverju tagi.

Á sunnanverðum Vestfjörðum er löng hefð fyrir útgerð og fiskvinnslu en á síðustu árum hefur orðið ákveðin hnignun í þeirri starfsstétt. Svæðið hentar hinsvegar vel fyrir fiskeldi að margra mati og hefur það án efa ýtt undir þá miklu uppbyggingu sem þegar er orðin, sérstaklega í eldi á laxi, bleikju og regnbogasilungi auk kræklings.  Stefnt er að því að afurðir á svæðinu fái sjálfbæra vottun enda séu þær unnar á sjálfbæran máta og lífhagkerfið í heild haft með í myndinni á öllum framleiðslustigum.  

Matís leggur mikila áherslu á að virðisaukning haldis í hendur við velferð lífhagkerfisins. Því skilar betri nýting fóðurs og afurða ekki einungis meiri fjármunum heldur einnig verðmætari og vistvænni vöru sem spunnin er úr sjálfbæru umhverfi. Slíkt stuðlar þannig að auknu fæðuöryggi til framtíðar.

Starfsstöð Matís á Patreksfirði

Nánar um allar starfsstöðvar Matís.

Fréttir

Ráðstefna um umhverfisefnafræði

Velkomin á Norrænu umhverfisefnafræði ráðstefnuna – NECC (Nordic Environmental Chemistry Conference) 2014 sem er haldin í Reykjavík dagana 11-13. júní 2014.

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er umhverfisefnafræði á Norðurlöndunum sem og á alþjóðavettvangi en umhverfisefnafræði er þverfaglegt rannsóknarsvið sem er hafið yfir landafræðileg mörk og því er alþjóðleg umræða nauðsynlegt. Fyrir ráðstefnuna er því leitað að efnistökum sem spannar meðal annars umhverfiseiturefnafræði og áhrif efna á lífverur, uppsöfnun efna í lífverum, flutningur efna í umhverfinu og umbreytingarferli þeirra, líkanagerð, græna efnafræði sem og eftirlit og reglugerðir.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunarí auglýsingaeinblöðungi ráðstefnunnar og hjá Hrönn Ólínu Jörundsdóttur hjá Matís.

Fréttir

BS í matvælarekstrarfræði

Háskólinn á Bifröst, m.a. í samvinnu við Matís, ætlar að verða við kalli atvinnulífsins um land allt sem í vaxandi mæli hefur áhuga á að auka nýsköpun og framþróun á sviði matvælaframleiðslu. Háskólinn á Bifröst mun bjóða upp á nám í matvælarekstrarfræði frá og með haustinu 2014.

Lögð er áhersla á alla virðiskeðjuna frá frumframleiðslu að sölu til hins endanlega neytanda. Námið er 180 ECTS og lýkur með BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á matvælarekstur og hægt verður að stunda það í fjarnámi og staðnámi eða blöndu af þessu tvennu.

Að auki verður verður boðið uppá sérhæfingu í formi misserisverkefna (12 ECTS) og lokaritgerðar (14 ECTS). Námið verður í samvinnu Landbúnaðarháskóla Íslands og kennslan m.a. í samvinnu við Matís.

Grunnnám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst er alhliða viðskiptanám sem ætlað er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í atvinnulífi og samfélagi. Námið samanstendur af almennum viðskiptafræðigreinum eins og fjármálum, reikningshaldi, stjórnun og markaðsfræði. Nemendur geta dvalið eina önn í skiptinámi við erlendan samstarfsháskóla.

Sérhæfing kemur fram í eftirfarandi námskeiðum:

 • Næringafræði – 6 ECTS
 • Örverufræði matvæla – 6 ECTS
 • Matvælavinnsla – 6 ECTS
 • Matvælalöggjöf og gæðamál – 6 ECTS
 • Upplýsingatækni í matvælaiðnaði – 6 ECTS
 • Framleiðslutækni – 6 ECTS
 • Flutningatækni og vörustjórnun – 6 ECTS

Nánari upplýsingar veita Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs á Háskólanum á Birfröst og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. Auk þess eru enn fleiri áhugaverðar upplýsingar á vef Háskólans á Bifröst, www.bifrost.is

Frétt m.a. byggð á frétt um námið sem birtist á vef Háskólans á Bifröst 6. júní sl.

Fréttir

Nordtic – lífhagkerfi norðurslóða

Þann 25. júní verður haldin ráðstefna á Hótel Selfoss þar sem fjallað verður um Norræna lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (Arctic Bioeconomy).

Lífhagkerfið

Hugtakið lífhagkerfi (e. Bioeconomy) hefur verið notað til að ná yfir allar lífauðlindir, samspil þeirra og samhengi og áhrif þeirra á efnahagslega, umhverfislega og félagslega þætti. Rannsóknir á sviði lífhagkerfis ganga þannig þvert á atvinnugreinar og leitast við að hámarka ávinning auðlinda án þess að ganga á þær. Mikilvægur þáttur í starfsemi Matís er að efla og auka verðmætasköpun í lífhagkerfinu, meðal annars með verkefnum sem snúa að aukinni framleiðslu lífmassa og með því að hlúa að nýsköpun, vinna að bættri nýtingu og sjálfbærni í framleiðsluferlum og þar með hagfelldari afrakstri auðlinda. Starfsfólk Matís fagnar því norrænni áherslu á lífhagkerfið og vinnur náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu þriggja ára formennskuverkefna á þessu sviði, en þau hófust á þessu ári þegar Ísland tók við formennsku í Norræna ráðherraráðinu.

Að þessu tilefni verður haldinn ráðstefna á Íslandi 25. júní þar sem fjallað verður um þessi mál frá margvíslegum sjónarhornum.

Á vef Gestamóttökunnar/Yourhost er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.

Nýsköpun í lífhagkerfi Norðurlanda og norðurslóða

Innovation in the Nordic and Arctic Bioeconomy

 • 09:15 Coffee and registration
 • 10:00 Opening the conference | Sigurður Ingi Jóhannsson, Minister of Fisheries and Agriculture
 • 10:15 No standard = no market | Dr. dr. Andreas Hensel, President at BfR                 
 • 11:00 Product development in the Arctic Bioeconomy | Sigrún Elsa Smáradóttir, Research group  
             leader, Matís                        
 • 11:30 Industry success stories:
             Janus Vang, Director, iNOVA and Leif Sörensen, Chef. Faroe Islands
             Kim Lyberth, Inuili school, Greenland
             Ingunn Jónsdóttir, Regional Manager Matís and Valdís Magnúsdóttir, farmer and local food   
             producer Iceland   
 • 12:00 Lunch | Special taste of innovation
 • 13:30 Branding of Nordic food | Emil Bruun Blauert, CEO, Executive Advisor and Developer, WNEAT
 • 13:50 Microfeed: Turning wood into food | Clas Engström, Managing Director, SP Processum          
 • 14:10 Nutrition for the future – Possibilities of the Nordic areas? | Bryndís Eva Birgisdóttir, Associate
             professor, University of Iceland
 • 14:30 Coffee break             
 • 14:50 Food waste: Problem or growth opportunity? | Nils Kristian Afseth, Research Scientist, PhD,
             Nofima      
 • 15:10 Investing in algae – Ingredients for future food production | Olavur Gregersen, Managing
             Director, Syntesa Partners & Associates               
 • 15:30 Assessing and mitigating risk in the Nordic Bioeconomy | Guðmundur Halldórsson, Research
             Coordinator, Soil Conservation Service of Iceland
 • 15:45 Reflection panel | Nordic and Arctic bioeconomy in local & global perspective:
             Julian Roberts – COMSEC
             Prof. Dr. Eberhard Haunhorst , President  of Lower Saxony State Office for Consumer   
             Protection and Food Safety
             Alda Agnes Gylfadóttir, Managing director, Einhamar Seafood
             Steinar Bergseth, Coordinator MBTera
             Ásmundur Guðjónsson, Senior Adviser, Ministry of Fisheries Faroe Islands
 • 16:30 End of conference

Conference facilitator:

Guðrún Hafsteinsdóttir, Chairman of the Federation of Iceland Industries

Meira um lífhagkerfi norðurslóða

Eitt af þeim verkefnum sem Matís hefur haft forgöngu um er norræna verkefnið Arctic Bioeconomy en Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði, er verkefnastjóri verkefnisins. Verkefnið er til tveggja ára og felur í sér kortlagningu á lífauðlindum á norðurslóðum, mati á afrakstri þeirra, og samanburði og greiningu milli svæða. Einkum er horft til Grænlands, Íslands og Færeyja en tæpt á lífauðlindum í norðurhluta Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. „Í verkefninu er sérstaklega horft til matvælaframleiðslu með tilliti til fæðuöryggis auk þess sem nýsköpunarhæfni svæðanna og einstakra greina verður metin. Þetta er gert til þess að hægt sé að meta tækifæri og ógnanir og ráðast í kjölfarið í verkefni sem styrkja svæðin á þessu sviði,“ segir Sigrún Elsa, en áætlað er að verkefninu ljúki í nóvember 2014.

„Miklar lífauðlindir er að finna á norðurslóðum og eru þær mikilvægar fyrir efnahagslíf landanna, bæði beint og óbeint. Hér á Íslandi er sjávarútvegur ein helsta undirstöðuatvinnugreinin og gögn um stöðu sjávarútvegs í mjög góðu horfi, en gögn sem snúa að öðrum auðlindum, eins og til dæmis landnýtingu, eru síðri. Það er mikilvægt að ná saman yfirliti yfir auðlindir og afrakstur þeirra svo unnt sé að meta árangur og greina hvernig efla megi svæðin. Með því að auka verðmæti afurða, örva og styrkja lífhagkerfið og afkastagetu þess aukum við efnahagslegan árangur,“ segir Sigrún Elsa og bætir við að lífauðlindir þessa svæðis séu að breytast vegna hlýnunar jarðar. „Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með þessum breytingum. Mikilvægt er að nýta þá möguleika sem hugsanlega opnast til matvælaframleiðslu á þessu svæði vegna breyttra lífsskilyrða og umhverfisáhrifa. Enda er staðreyndin því miður sú að meðan möguleikar á þessu sviði á norðurslóðum kunna að aukast, þá dragast þeir saman annars staðar á sama tíma og fólksfjölgun í heiminum heldur áfram“.

FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand ChallangesSigrún Elsa Smáradóttir

Verkefninu er ætlað að styrkja löndin til virkrar þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum, meðal annars á norrænum vettvangi. „Þegar kemur að rannsóknaáætlunum og stuðningi við nýsköpun, liggur fyrir að mikil áhersla verður lögð á lífhagkerfið, bæði í norrænu og evrópsku samhengi,“ segir Sigrún Elsa.

Þannig hefur norræna nefndin um landbúnaðar – og matvælarannsóknir (NKJ) unnið stefnumörkun um „Norræna lífhagkerfið“ (e. The Nordic Bioeconomy Initiative). Í þeirri stefnumörkun er sérstaklega horft til sjálfbærni náttúruauðlinda og nýtingar lífmassa með svipuðum hætti og aðrar þjóðir á evrópskum vettvangi hafa gert. Í nefndinni sitja þrír Íslendingar, þeir Torfi Jóhannesson, sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Sigurður Björnsson, sviðsstjóri hjá Rannís. Stefnumörkunin á fyrst og fremst að bæta og greiða fyrir norrænum samstarfsverkefnum sem snúa að rannsóknum á sviði lífhagkerfisins og stuðla að frekari stefnumótun á því sviði. Þannig er ætlunin að stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu í grunnframleiðslu og afleiddum greinum.

„Ætlunin er að efla samstarf úrvinnslugreina, eins og til dæmis matvælaframleiðslu eða fóður- og áburðarframleiðslu, við grunnatvinnugreinar, eins og sjávarútveg og landbúnað, og vinna að heildstæðum lausnum sem ganga þvert á atvinnugreinar og hámarka ávinning af nýtingu auðlindanna án þess að ganga á þær. Sjálfbær framleiðsla og nýting lífmassa stuðlar að efnahagslegri og félagslegri styrkingu svæða sem liggja að auðlindunum, aukinni matvælaframleiðslu og þar með auknu fæðuöryggi. Jafnframt er horft til vistvænnar framleiðslu á orkugjöfum úr lífmassa til að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi en þá er mikilvægt að leiðir verði fundnar til að slík framleiðsla verði ekki á kostnað matvælaframleiðslu. Mikil samkeppni um hráefni, annars vegar til matvælaframleiðslu og hins vegar til orkuframleiðslu, getur haft alvarlegar afleiðingar á matvælaverð og möguleika fólks í heiminum til að brauðfæða sig,“ segir Sigrún Elsa.

Íslenskt formennskuverkefni

Norrænu ríkin skiptast á um að fara með formennsku í Norræna ráðherraráðinu og leiða starfsemina eitt ár í senn. Í ár kemur það í hlut Íslendinga að gegna formennsku í ráðinu en samhliða því verður sett af stað þriggja ára formennskuáætlun á sviði lífhagkerfisins sem skila á beinum efnahagslegum ávinningi á Norðurlöndunum. Nú er að ljúka útfærslu formennskuverkefna á sviði lífhagkerfisins en Matís hefur verið virkur þáttakandi í þeirri útfærslu undir forystu Sveins Margeirssonar forstjóra Matís.

„Formennskuverkefnin munu kalla á aukið samstarf iðnaðarins og rannsókna- og menntastofnana í hagnýtum virðisaukandi verkefnum. Horft verður til þess hvernig efla megi þekkingarsköpun og framþróun í sjálfbærri auðlindanýtingu og framleiðslu á lífmassa á Norðurlöndunum og yfirfæra þá þekkingu og tæknilausnir sem fyrir er milli svæða,“ segir Sigrún Elsa.

Í tengslum við formennskuverkefnið verður mynduð pallborðsnefnd, Nordic Bioeconomy panel, sem verður ráðgefandi fyrir rannsóknasjóði Norðurlandanna þegar kemur að rannsóknaköllum á sviði lífhagkerfisins. Að auki verður hlutverk nefndarinnar að kynna stöðu Norðurlandanna út á við þegar kemur að lífhagkerfinu og þannig greiða aðgang landanna að alþjóðlegum rannsóknastyrkjum.

„Það að Ísland gegni burðarhlutverki í slíku samstarfi, hafi forgöngu um metnaðarfulla formennskuáætlun á sviði lífhagkerfisins og gegni leiðandi hlutverki í rannsóknum því tengdu á norðurslóðum, beinir sjónum annarra að landinu sem áhugaverðs samstarfsaðila í verkefnum sem snúa að lífhagkerfinu. Breitt fjölþjóðlegt samstarf á þessu sviði, bæði í rannsóknum og þróun, er mikilvægur grunnur að eflingu lífhagkerfisins og þar með efnahagslegra framfara á Íslandi,“ segir Sigrún Elsa að lokum.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Elsa. Einnig má sjá myndband Matís um stóru áskoranirnar á myndbandasíðu Matís.

Fréttir

Munu skordýr fæða heiminn?

Mikið hefur verið rætt um þá staðreynd að fólksfjöldi á jörðinni muni vera allt að 9 milljarðar árið 2050. Til þess að fæða þennan aukna fjölda fólks er talið að núverandi matvælaframleiðsla þurfi að tvöfaldast sem er erfitt að sjá fyrir því þrýstingur á náttúruauðlindir er mikill fyrir.

Landsvæði eru af skornum skammti, ofveiði í höfum er algeng og loftslagsbreytingar ásamt tilheyrandi fylgikvillum eins og vatnsskorti geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir matvælaframleiðslu í heiminum. Við þurfum að finna nýjar leiðir til næringaröflunar.

Skordýr hafa verið hluti af næringaruppsprettu mannkyns í gegnum aldirnar. Í dag er talið að skordýr séu hluti af fæðu tveggja milljarðar manna á meðan rík andúð er á neyslu þeirra, og jafnvel tilvist, í sumum þjóðfélögum. Þó að meirihlutinn af ætum skordýrum sé veiddur í þeirra kjörlendi hefur nýsköpun í ræktun á stórum skala verið að ryðja sér til rúms. Óvíst er þó hvernig margir vesturlandabúar munu bregðast við þessari þróun, en ljóst er að einhvers staðar verður að byrja, því skordýr er einnig hægt að nota sem uppspretta næringar fyrir ræktun á hefðbundnara próteini eins og fiski, en Matís hóf á árinu 2012 rannsóknir á Svörtu hermannaflugunni, Hermetia illucens (Sjá hér: http://www.matis.is/matis/frettir/nr/3738) í þeim tilgangi að þróa hágæða mjöl sem notað yrði í fóður fyrir fisk.

Matís var þáttakandi í alþjóðlegu ráðstefnunni Insects to feed the World, sem fram fór í Hollandi dagana 14.-17. maí 2014, og kynnti þar rannsóknir sínar á Svörtu hermannaflugunni. Eitt af markmiðum rannsóknarinnar, sem tengist verkefninu Úr grænum haga í fiskimaga, var að skoða hvaða áhrif mismunandi lífrænn úrgangur hefur á næringarinnihald lirfanna. Meðal annars voru prófaðir tómatar, epli og matarafgangar úr eldhúsi Matís. Niðurstöður leiddu í ljós að hægt að hafa mikil áhrif á næringarinnihald lirfanna með mismunandi æti ásamt því að lirfan er gríðarlega öflug í niðurbroti úrgangs og umbreytir hún ætinu í hágæða prótein og fitu.

Margt áhugavert var hægt að kynna sér á ráðstefnunni og kom mjög á óvart hversu mikill uppgangur er orðinn í þessum geira, helst í Evrópu og Bandaríkjunum. Evrópubúar eru þó þeim takmörkunum háðir að reglugerðir Evrópusambandsins banna framleiðslu á skordýrum sem fæðu eða fóður. Þessar reglur eru þó í endurskoðun. Í Bandaríkjunum er leyfilegt að framleiða skordýr með þessum hætti sé æti lirfanna talið hæft til manneldis. Þar hefur því skapast stór markaður fyrir t.d. grænmeti sem þarf að henda sökum pakkningagalla. Tvö stór fyrirtæki vestanhafs kynntu starfsemi sína á ráðstefnunni sem framleiða mikið magn af mjöli í fiskafóður. Framleiðslan er mjög umhverfisvæn miðað við t.d. svína- eða nautakjötsframleiðslu og krefst mun minna vatns og landsvæðis. Hluti af fituinnihaldi lirfanna er dreginn úr og seldur í snyrtiiðnaðinn og loks er hratið frá lirfunum selt sem hágæða áburður. Það verða því töluverðir möguleikar í ræktun skordýra í framtíðinni.

Birgir Örn Smárason á ráðstefnunni.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Örn Smárason, doktorsnemandi hjá Matís.

Fréttir

Upphafsfundur íslenska hluta MareFrame

Þriðjudaginn 10. júní fer fram upphafsfundur íslenska hluta Evrópuverkefnisins MareFrame en verkefnið miðar að því að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi innan Evrópu þar sem áhersla er lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Auk á samstarfs við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða.

Matís, Háskóli Íslands og Hafrannsóknarstofnun standa saman að Íslenska hluta verkefnisins en auk þess taka fjöldi erlendra fyrirtækja, háskóla og stofnana þátt. Verkefnið hefur hlotið styrk upp á 6 milljónir evra og er það meðal hæstu verkefna styrkja sem veittir hafa verið í Evrópu. 

Fiskveiðistefna Evrópusambandsins þarfnast endurskoðunar en þrír af hverjum fjórum fiskistofnum sambandsins eru ofveiddir í dag, þar af 47% stofna í Atlantshafi og 80% í Miðjarðarhafinu.

MareFrame verkefnið byggir á því sem vel hefur verið gert í íslenskri fiskveiðistjórnun, m.a. notkun á fjölstofnalíkaninu „Gadget“ sem var þróað af íslenskum þátttakendum verkefnisins og er notað víða erlendis. Jafnframt því er horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum sem og annarra hagsmunaaðila við þróun fiskveiðistjórnunarkerfa en það er lykilatriði við innleiðingu fiskveiðistjórnarkerfisins.

Í því sambandi mun MareFrame þróa m.a. sjónrænt viðmót, tölvuleiki og tölvustudda námstækni til að koma niðurstöðum og stjórnunarleiðum á framfæri, en sú námstækni er afrakstur íslenskra rannsókna.

Að MareFrame verkefninu koma alls 28 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í 10 Evrópulöndum (Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Pólland, Bretland, Spánn, Ítalía, Rúmenía, Noregur og Ísland) ásamt Suður Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi. 

Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Gunnar Stefánsson, prófessor hjá Raunvísindadeild Háskóla Íslands er vísindalegur verkefnisstjóri.

Fundurinn hefst með hádegismat klukkan 12 að Vínlandsleið 12 og verður dagkrá fundarinns sem hér segir:

12:30 Lunch 
Welcome and Goals for the meeting Gunnar Stefánsson, HI

12:45 Overview of the MareFrame project Anna Kristín Daníelsdóttir, Matis Objectives, methodology, expected outputs, website etc.

13:00 Main steps in the case study Guðmundur Þórðarson, Hafró
 Research, deliverables, milestones and estimated calendar/time frame

13:15 Co-creation Sveinn Agnarsson, HI

 • What is co-creation, why and of what? differences with traditional 
participatory approach, how and when (approx.)
 • CSs leaders are going to engage with participants, formal and informal communication channels, flow of information, etc.

13:30 
Coffee break

14:00 
Intro Jónas R. Viðarsson, Matís

14:15 Group work

 • Ecosystem Approach to Fisheries Management: The application EAF for their day to day work, projects implemented in the region and research priorities in a policy and social perspective.
 • Management priorities: Priorities identified in the DoW and debate. Are there additional priorities or different ranking needed to be con sidered for the Icelandic case study, and should they be included in the case study? For the priorities agreed as relevant for the case study, dentification of the decision capacity (who will be the actors involved, at which level, etc.).
 • Identification of management issues requiring decision support:(relates to ecological, socioeconomic and governance aspects).

        – conflicting interests among stakeholders implying multi-criteria
        – decision making problem.
        – multi-annual management plans
        – lack of clear management objectives, recovery plan etc.
        – uncertainty and lack of (scientific) knowledge
        – threatened or vulnerable species impacted by the fisheries.
        – policy, science and stakeholders interactions.

 • Policies and objectives in place (as relevant for the addressed issue):

       – CFP relevant for issue? MSY and Bpa Blim, Flim, Fpa defined for 
relevant species?
       – MSFD relevant for issue? How to transform the high level descriptors 
1, 3, 4 and 6 into    indicators and reference levels?
       – Ecological, environmental social, economic policies relevant for 
issue addressed (nationally, regionally, and locally?)

 • Management regulations and measures in place (as relevant for the addressed issue): Management rules enforced (HCR, TACs, effort limits, closed areas/seasons (MPAs), technical regulations, landing obligations; other regulations which can affect fisheries and ecosystem). Marine Strategy Framework Directive, particular descriptors 1, 3, 4 and 6. Assessment: methods, institutions; key assessment uncertainties, key uncertainties impacting yield prognosis.
 • Decision environment: Identification of the governance setting
(as relevant for the management priorities): Covered CFP? MSFD? Decision-making by Council/Parliament or other European institutions; nations involved, regional bodies for cooperation on resource management or environmental issues, relevant international conventions in place, division of responsibility and decision-making process regarding fisheries management and environmental issues.

15:00 Presentations of group work & discussions, Group leaders

15:45 Summary and AOB

Fréttir

Meistaranámsfyrirlestrar úr „Auðgaðir sjávarréttir“

Tveir meistaranemendur við matvæla- og næringarfræðideild HÍ í samstarfi Matís og Rannsóknastofu í Næringarfræði, þær Valgerður Lilja Jónsdóttir og Harpa Hrund Hinriksdóttir munu kynna lokaverkefni sín  á morgun í Háskóla Íslands (Háskólatorg Ht 101: 6.júní 14:00-16:00). Verkefnin eru hluti af norrænu verkefni um auðgun matvæla. 

Matís og fyrirtækið Grímur kokkur hafa á undanförnum fjórum árum unnið saman að verkefnum um auðgun sjávarrétta með lífefnum á borð við þörungaduft, hýdrólýsat og fiskiolíum. Tilgangurinn var að nýta andoxunarvirkni, auka próteininnihald og omega-3 fitusýrur. Verkefnið var styrkt af AVS sjóðnum 2010 til 2012.

Í framhaldinu var farið af stað með tveggja ára norrænt verkefni styrkt af Nordic Innovation, sem sneri einnig að framleiðslu íblöndunarefna í matvæli. Fyrirtækin Marinox sem framleiðir þörungaduft, Norður með próteinhydrolysöt og  norska fyrirtækið BioActiveFoods með bragðlaust omega-3 duft tóku þátt í verkefninu ásamt rannsóknafyrirtækinu VTT í Finnlandi og finnsku fyrirtæki sem framleiðir sjávarrétti.

Í norræna verkefninu hefur farið fram vöruþróun á auðguðum sjávarréttum í samstarfi við Grím kokk og var gerð íhlutandi rannsókn til að kanna lífaðgengi n-3 fitusýra sem bætt er í tilbúna rétti Miklar vonir eru bundnar við afrakstur þessa verkefnis en þarna unnu saman nýsköpunar- og matvælafyrirtæki í tengslum við háskóla og þekkingarfyrirtæki. 

Tveir meistaranemendur við matvæla- og næringarfræðideild HÍ í samstarfi Matís og Rannsóknastofu í Næringarfræði, þær Valgerður Lilja Jónsdóttir og Harpa Hrund Hinriksdóttir munu kynna lokaverkefni sín sem unnin voru sem hluti af norræna verkefninu á morgun í Háskóla Íslands (Háskólatorg Ht 101: 6.júní 14:00-16:00)

Matís mun halda áfram rannsóknum á þessu sviði í EU verkefninu Enrichmar.

Fréttir

Kæligeta og bræðslumark ísmotta og gelmotta eru sambærileg

Íslenskir ferskfiskútflytjendur notast gjarna við kælimottur til að viðhalda lágu hitastigi ferskfiskafurða í flutningi, einkum flugflutningi. Kælimotturnar innihalda venjulega annað hvort ís eða þá einhvers konar gel, sem nauðsynlega inniheldur þannig efni að það megi komast í snertingu við fiskinn ef mottan rofnar, þ.e. innihald mottunnar er „food-grade“.

Á erlendum mörkuðum er úrval umræddra kælimotta allvítt en hér á landi eru stærstu söluaðilar kælimotta fyrir ferskan fisk Promens Tempra í Hafnarfirði og Ísgel á Blönduósi. Tempra framleiðir ísmottur, sem einungis innihalda vatn og Ísgel framleiðir gelmottur og hefur því verið haldið fram að mikill munur geti verið á kæligetu umræddra kælimotta. Til að athuga það rannsökuðu verkfræðinemarnir Hilmar Arnarson og Sandra Björg Helgadóttir nýlega bæði bræðslumark og kæligetu ísmotta frá Tempru og gelmotta frá Ísgel í námskeiðinu Fiskiðnaðartækni 2 við Háskóla Íslands.

Í tilrauninni komu þau fyrir hitasíritum innan í kælimottum, sem pakkað var í frauðplastkassa. Kössunum var komið fyrir í frysti í nokkra daga áður en þeir stóðu við stofuhita uns kælimotturnar voru að fullu þiðnaðar. Hitamælingarnar leiddu ekki í ljós marktækan mun á hvorki bræðslumarki ís- og kælimottanna (hann var u.þ.b. 0,0 +/- 0,3 °C) né kæligetu (hæfileika kælimottanna til að viðhalda lágu hitastigi matvöru), sjá mynd 1.

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, prófessor við Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur Matís.

Mynd 1. Hitastig innan í ísmottum frá Promens Tempra og gelmottum frá Ísgel á meðan þíðingu stendur.

Fréttir

Farsælt samstarf Trackwell og Matís

Trackwell og Matís eiga að baki langt og farsælt samstarf og eru verkefni eins og FramlegðarstjórinnAfurðastjórinn og FisHmark dæmi um farsæl samstarfsverkefni fyrirtækjanna tveggja. Á Nýsköpunartorgi Samtaka Iðnaðarins, sem haldið var 23. og 24. maí sl., skrifuðu Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, undir viljayfirlýsingu um enn nánara samstarf.

Í ofangreindum verkefnum, og fleirum til, hefur Tækniþróunarsjóður Rannís komið að fjármögnun og veitt verkefnunum fjárhagslegt brautargengi ásamt AVS sjóðnum.

Lykilafurð samstarfs fyrirtækjanna er og hefur verið aflaskráningarkerfi sem íslensk og erlend sjávarútvegsfyrirtæki nýta sér til aukinnar verðmætasköpunar, bættrar nýtingar og lágmörkunar umhverfisáhrifa af veiðum.

Ljóst er að þau verkefni sem TrackWell og Matís hafa unnið í sameiningu hafa skilað sjávarútvegsfyrirtækjum auknu gagnagegnsæi og þar með auðveldað stýringu veiða og vinnslu. Mikilvægt er að nýta þau gögn sem verða til í virðiskeðjunni á kerfisbundinn hátt til að hámarka framlegð og arðsemi greinarinnar í heild sinni.

Trackwell og Matís eru ánægð með núverandi samstarf, afurðir þess og tækifærin sem skapast hafa þegar tveir öflugir aðilar vinna saman. Ætlunin er að auka enn frekar samstarfið og mun aukin áhersla verða lögð á markaðsmál þar sem báðir aðilar tryggja að mikilvægi hvors annars í sameiginlegum verkefnum sé sýnilegt.

Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís skrifa undir viljayfirlýsinguna.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Fréttir

Matís í samstarfi við sveitarfélög á Snæfellsnesi

Í dag var undirritaður samstarfssamningur Matís, Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar um stuðning við doktorsverkefni Birgis Arnar Smárasonar í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.  Birgir Örn vinnur á starfsstöð Matís á Akureyri.

Frá undirskriftinni í dag. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís (fjærst), Lárus Ástmar Hannesson bæjarstjóriStykkishólmsbæjar, Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri Grundafjaðarbæjar og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar.

Verkefnið mun styðja við formennskuáætlun Íslands um nýtingu lífhagkerfisins, Nordbio (@Nordbio).  Það gengur út á að greina van- eða ónýtta hráefnisstrauma og lífefni úr umhverfi Breiðafjarðar. Í því er m.a. stefnt að uppbyggingu nets hagaðila á Snæfellsnesi og samvinnu undir merkjum vistvænnar nýsköpunar.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.