Fréttir

Aðferð þróuð til erfðagreiningar á þorski

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Prokaria, líftæknideild Matís (Matvælarannsókir Íslands) hefur tekist að þróa aðferð sem hægt er að nota til erfðagreiningar á þorski. Slík aðferð er ákaflega mikilvæg fyrir rekjanleika á afkvæmum til foreldra í kynbótastarfi, vegna stofngreininga í stofnvistfræðirannsóknum, upprunagreininga eða vegna hugsanlegra vörusvika. Prokaria vinnur að því að verja uppgötvunina með einkaleyfi.

Markmið verkefnisins var að þróa ný erfðamörk fyrir þorsk sem hægt væri að setja saman í svokallað erfðamarkasett. Nauðsynlegt þykir að hafa um 10 erfðamörk í foreldragreiningar og helst um 20 erfðamörk í stofn- og upprunagreiningar. Í verkefninu var hluti af erfðamengi þorsksins raðgreindur. Valin voru svæði með sérstakri auðgunaraðferð sem þróuð var hjá Prokaria.

MI-005277

Líftæknideild Matís þróaði tvö greiningarsett, annað með 9 erfðamörkum og hitt með 10 erfðamörkum, sem búið er að prófa á fjölda þorsksýna. Þá hafa stofnerfðafræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar gert tilraunir og greiningar á þeim tveim erfðamarkasettum sem tilbúin eru.

MI-005362

Að auki eru mörg nothæf erfðamörk til hjá Matís sem ekki eru komin inn í greiningarsett en sem hægt er að nota sem stök erfðamörk. Matís hefur þegar hafið nýtingu á greiningarsettunum og hafa fjölmörg fyrirtæki, íslensk og erlend, notfært sér þá þjónustu sem fyrirtækið býður í erfðagreiningum á þorski. Auk þess að búa til hagnýtt tæki til rannsókna á þorski hefur verkefnið skilað þjálfun nemenda á framhaldsstigi háskóla og birt hefur verið vísindagrein í ritrýndu vísindatímariti.