Fréttir

Erindi um nýja norræna matargerð

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matvæli á Norðurlöndum eru talin búa yfir sérstökum eiginleikum sem bæta heilsu fólks. Helstu einkenni norrænna hráefna eru talin vera hreinleiki, bragðgæði og hollusta. Mads Holm, yfirmatreiðslumaður Norræna hússins, verður með erindi þann 25. ágúst um hvernig það hyggst vinna með hugmyndir og lögmál hinnar nýju norrænu matagerðar.

Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, sem nefnist “Nýr norrænn matur og matargerðarlist”, er ætlað að skýra möguleika til verðmætasköpunar í matvælaframleiðslu og matarmenningu Norðurlanda. Einnig er markmiðið að efla samstarf landanna á sviði matvælaframleiðslu og tengja hana verkefnum á sviði ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, byggðaþróunar og viðskipta.

Mads Holm mun flytja erindi sitt í Norræna húsinu þann 25. ágúst klukkan 15.