Fréttir

Matís auglýsir eftir umsjónarmanni fasteigna

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís leitar að öflugum aðila í starf umsjónarmanns fasteigna í 100% starf á starfsstöð Matís í Reykjavík. Starfið hentar úrræðagóðum aðila sem leitast við að koma að fjölbreyttum verkefnum og getur sinnt starfsstöðvum Matís, rannsóknar- og tækjabúnaði.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með starfsstöðvum Matís, lóð og ýmsum rannsóknar-, tækja- og tæknibúnaði
  • Verkstýra viðhaldi, endurbótum og öðrum framkvæmdum tengdum starfsstöðvum, tækjum og búnaði. Ganga inn í smærri verk eftir þörfum
  • Sinna samskiptum og samningum við verktaka vegna viðhaldsverkefna
  • Umsjón með öryggismálum, eftirliti með starfsstöðvum og þrifaþjónustu
  • Aðstoða við undirbúning og uppsetningu á aðstöðu tengt daglegum störfum og viðburðum á vegum Matís
  • Móttaka aðfanga og umsýsla þeim tengdum, t.a.m. húsbúnaðar, rannsóknartækja og gashylkja
  • Leiðbeina starfsfólki um viðeigandi umgengni og notkun tækjabúnaðar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Iðnmenntun við hæfi, s.s. vélvirkjun, rafeindavirkjun, húsasmíði
  • Rík samskipta- og skipulagshæfni
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Þekking og reynsla af almennu viðhaldi og framkvæmdum kostur

Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á starfsstöð Matís í Reykjavík, að Vínlandsleið 12.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.

Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 30 júlí.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Andri Gunnarsson, deildarstjóri fjármála og reksturs, andri@matis.is, sími: 422 5040.

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá Matís starfar um 100 manna öflugur hópur starfsfólks sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. Matís rekur fimm starfsstöðvar um allt land.