Skýrslur

Effect of high pressure processing in reducing Listeria spp. and on the textural and microstructural properties of cold smoked salmon (CSS)

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Hannes Hafsteinsson, Ásbjörn Jónsson, Valur Norðri Gunnlaugsson, Birna Guðbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson

Styrkt af:

Rannsóknarsjóður Rannsóknarmiðstöðvar Íslands

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Effect of high pressure processing in reducing Listeria spp. and on the textural and microstructural properties of cold smoked salmon (CSS)

Meginmarkmið verkefnisins var að rannsaka áhrif háþrýstings (400-900 MPa) á dauða bakteríunnar Listeria monocytogenes og gæðaþætti (myndbyggingu, áferð og lit) í kaldreyktum laxi eftir meðhöndlun í 10, 20, 30 og 60 sekúndur. Áhrif á heildarfjölda loftháðra baktería, mjólkursýrugerla og Bacillus gróa voru einnig rannsökuð. Tvær tilraunir voru framkvæmdar, önnur í Júlí 2005 og hin í Nóvember 2006. Rannsóknin sýndi að meðhöndlun með háþrýsting í stuttan tíma væri árangursrík til að bæta gæði og öryggi kaldreyktra afurða. Vegna breytinga í útliti og áferð afurðanna er þörf á frekari rannsóknum. Þessi nýja aðferð lofar góðu til að mæta kröfum um lengra geymsluþol á reyktum laxi. Rannsóknin hefur mikið gildi fyrir iðnaðinn, vegna þeirrar nýjungar að nota háþrýsting í stuttan tíma (sekúndur) til að eyða bakteríunni Listeríu í reyktum laxi og auka þannig geymsluþol þessarar verðmætu afurðar.

The main object of this research was to study the effects of high pressure processing (400-900 MPa) on the survival of Listeria monocytogenes and the characteristics (microstructure, texture and colour) of cold smoked salmon when it was processed for 10, 20, 30 and 60 seconds. The changes in counts of total aerobic bacteria, lactic acid bacteria and Bacillus spores were also studied. Two experiments were carried out, one in July 2005 and the second in November 2006. It is concluded here that the combination of high pressure and short time treatment is very effective to improve the quality and safety of cold smoked products. However, because of the changes in the visual appearance and texture, further studies are necessary. This new development is promising to meet requirements for prolonged shelf life of ready-to-eat cold smoked salmon with high microbiological quality and safety. This study is of high industrial relevance because it combines the innovative approach of using high pressure processing for short time (seconds) to reduce the number of Listeria in cold smoked salmon and thereby extend the shelf life of this valuable product.

Skoða skýrslu