Skýrslur

Future Fish: New and innovative ready to use seafood products by the use of 3D printing

Útgefið:

26/10/2021

Höfundar:

Valsdóttir, Þóra; Kristinsson, Holly T.; Napitupulu, Romauli Juliana; Ólafsdóttir, Aðalheiður; Jónudóttir, Eva Margrét; Kristinsson, Hörður; Halldórsdóttir, Rakel; Jónsdóttir, Rósa

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður & AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

In this report the results of work on development of new and innovative ready to use seafood products using a revolutionary technology, 3D food printing, are described. The aim of the work was to develop quality, safe and stable ready-to-use seafood products for 3D food printers and additional applications from low value byproducts. Key results included: (a) development of 3D printed seafood formulations, including parameters to make quality product (b) ready to use base formulations for 3D food print cartridge applications (c) showcase recipes and designs for introductions of 3D food printing and seafood to future end users (d) course/ educational material to educate people in the use of 3D printing of underutilized seafood sources. 

The outcome of this work can be applied to further research areas such as how new innovative processing and preparation appliances can be adapted to complex raw materials like byproducts from seafoods. The findings can as well be applied in HORECA environments where appealing and nutritious custom-made 3D printed portions and dishes can be created from low value byproduct seafood raw materials. The methods and procedures developed and the learning from the work can be applied to other complex raw materials and new innovative emerging food raw materials (e.g. algae, single cell protein, insects etc) to make consumer friendly products in a format that is appealing to consumers.
_____

Í þessari skýrslu er lýst niðurstöðum vinnu við þróun nýrra sjávarafurða með byltingarkenndri tækni, þrívíddar matvælaprentun. Markmiðið var að þróa nýjar og frumlegar sjávarafurðir úr verðlitlu aukahráefni til notkunar í 3D matvælaprenturum. Helstu niðurstöður voru: (a) þróun á uppskriftum og ferlum til að þrívíddarprenta mismunandi sjávarfang (b) tilbúnar grunnformúlur fyrir 3D prenthylki (c) sýningaruppskriftir og hönnun til að kynna þrívíddarprentun og sjávarfang fyrir framtíðarnotendum (d) námsefni / fræðsluefni til að fræða fólk um notkun þrívíddarprentunar á vannýttum sjávarafurðum.

Niðurstöður þessarar vinnu er hægt að nýta í frekari rannsóknir svo sem hvernig hægt er að aðlaga nýja tækni að flóknum hráefnum eins og aukaafurðum úr sjávarfangi. Niðurstöðurnar geta einnig verið notaðar í veitingarekstri þar sem hægt er að búa til aðlaðandi og næringargóða sérsmíðaða 3D prentaða skammta og rétti úr verðlitlum sjávarafurðum. Þá er hægt að yfirfæra aðferðirnar sem voru þróaðar í verkefninu á önnur flókin og/eða nýstárleg hráefni (t.d. þörunga, einfrumuprótein, skordýr osfrv.) til að útbúa  neytendavænar vörur á formi sem höfðar til neytenda.

Skoða skýrslu