Skýrslur

Norrænt korn – Ný tækifæri / Northern Cereals – New Opportunities

Útgefið:

27/05/2016

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Sæmundur Sveinsson, Sigríður Dalmannsdóttir, Peter Martin, Jens Ivan í Gerðinum, Vanessa Kavanagh, Aqqalooraq Frederiksen, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

NORA, the Nordic Atlantic Cooperation. NORA project number 515-005

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Norrænt korn – Ný tækifæri / Northern Cereals – New Opportunities

Verkefni um kornrækt á norðurslóðum var unnið á tímabilinu 2013 til 2015. Verkefnið var styrkt af Norræna Atlantssamstarfinu (NORA). Þátttakendur komu frá Íslandi, N-Noregi, Færeyjum, Grænlandi, Orkneyjum og Nýfundnalandi. Tilgangurinn með verkefninu var að styðja við kornrækt á strjálbýlum norrænum svæðum með því að prófa mismunandi byggyrki og koma með leiðbeiningar fyrir bændur og matvælafyrirtæki. Efnilegustu byggyrkin (Kría, Tiril, Saana, Bere, NL) voru prófuð hjá öllum þátttakendum og mælingar gerðar á uppskeru og gæðum. Magn bygguppskeru var breytilegt milli svæða og ára. Meðal sterkjuinnihald þurrkaðs korns var 58% en það er nægjanlegt fyrir bökunariðnað. Sveppaeiturefni (e. Mycotoxin) greindust ekki í þeim sýnum sem send voru til greiningar. Ályktað var að kornsáninng snemma væri mikilvægasti þátturinn til að stuðla að góðri kornuppskeru á NORA svæðinu. Einning er mikilvægt að skera kornið snemma til að koma í veg fyrir afföll vegna storma og fugla.

A project on the cultivation of cereals in the North Atlantic Region was carried out in the period 2013 to 2015. The project was supported by the Nordic Atlantic Cooperation (NORA). Partners came from Iceland, NNorway, Faroe Islands, Greenland, Orkney and Newfoundland. The purpose of the project was to support cereal cultivation in rural northern regions by testing barley varieties and providing guidelines for farmers and industry. The most promising barley varieties (Kria, Tiril, Saana, Bere and NL) were tested in all partner regions for growth and quality characteristics. Grain yields were very variable across the region and differed between years. Average starch content of grain was about 58% which is sufficient for the baking industry. Mycotoxins, toxins formed by certain species of mould, were not detected in selected samples. Early sowing was concluded to be the most important factor for a successful cereal production in the North Atlantic region. Early harvest is recommended in order to secure the harvest before it becomes vulnerable to wind and bird damages, even though the grain will be slightly less mature.

Skoða skýrslu