Fréttir

Arctic Tilapia

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nú nýverið lauk verkefninu Arctic Tilapia sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði en að verkefninu komu Matís, Arctic Tilapia hf., Iceprotein hf. of Fisk-Seafood hf. Markmið verkefnisins var að þróa framleiðsluvörur sem gera eldi á hvítfisknum tilapia í lokaðri eldisstöð sem nýtir kælivatn frá stórri gufuafls virkjun hagkvæmt hérlendis.

Til þess að svo megi verða verða markaðsleiðir fyrir afurðir að vera til staðar og tryggar.

Tæknileg markmið voru í fyrsta lagi þau að þróa kælingar- og geymsluaðferð fyrir fersk flök sem viðheldur ljósroðleitum blæ og ferskeika flaka og í öðru lagi að þróa vinnsluaðferð fyrir saltaða afurð fyrir Spánarmarkað.

Verkefnisstjóri var Emilía Martinsdóttir, Matís ohf.

Markmið verkefnisins var að þróa framleiðsluvörur sem gera eldi á hvítfisknum tilapia í lokaðri eldisstöð sem nýtir kælivatn frá stórri gufuafls virkjun hagkvæmt hérlendis. Til þess að svo megi verða verða markaðsleiðir fyrir afurðir að vera til staðar og tryggar.

Tæknileg markmið voru í fyrsta lagi þau að þróa kælingar- og geymsluaðferð fyrir fersk flök sem viðheldur ljósroðleitum blæ og ferskeika flaka og í öðru lagi að þróa vinnsluaðferð fyrir saltaða afurð fyrir Spánarmarkað. Nílartilapía (Oreochromis niloticus) var alin í endurnýtanlegu vatnshringrásarkerfi og flökuð og pökkuð í 100% lofti og loftskiptum pakkningum fyrir geymslu við 1˚C og -1˚C. Niðurstöður skynmats og örverutalninga sýndu að flök sem pakkað var í lofti höfðu geymsluþol 13-15 daga við 1˚C og 20 daga við -1˚C. Í flökum í loftskiptum pakkningum var heildarfjöldi örvera mjög lítill eftir 27 daga geymslu bæði við 1˚C og -1˚C. Samt sem áður höfðu loftskiptar aðstæður slæm áhrif á lit flaka skömmu eftir pökkun en litur flaka hefur veruleg áhrif á val kaupenda. Bestu geymsluaðstæður fyrir tilapíuflök er pökkun í lofti og geymsla við stöðugt lágt hitastig -1°C. Könnuð voru áhrif sprautunar og pæklunar á nýtingu, geymsluþol og eiginleika tilapiuflaka. Framleiddir voru þrír afurðaflokkar: kældar afurðir, frystar afurðir (með óverulegum breytingum á saltinnihaldi) og léttsaltaðar, frystar afurðir. Nýting jókst við sprautun og pæklun, verulegur munur var á þyngdarbreytingum á frystum flökum og léttsöltuðum flökum vegna mismunar í saltinnihaldi þessara tveggja afurðaflokka.

Tilapia frá Kanada og Kína var notuð í fyrstu tilraunir verkefnisins. Tilapiueldi hófst á Íslandi í byrjun verkefnistímans eftir að gerð hafði verið úttekt á þeim stofnum sem tiltækir eru, því mikilvægt er að hafa góðan eldisstofn. Valinn var stofn sem er ræktaður í stöðinni North American Tilapia INC. (NATI) í Kanada. Tilraunastöðin var gangsett 15. maí 2008 þegar seiðin komu til landsins. Seiðin voru komin í sláturstærð í nóvember 2008 og var fiskurinn nýttur til tilrauna eftir það. Þær niðurstöður að hægt var að ná geymsluþoil allt að 20 daga við stöðugt lágt hitastig í geymslu og að ekki varð teljandi breyting á rauðum lit holdmegin í flaki á því tímabil gefa möguleika bæði á að bæði senda vöruna sem fersk, undirkæld flök með skipi á Evrópumarkað einnig til USA. Samhliða þessu rannsóknaverkefni hefur verið lögð mikil vinna í hagkvæmnisathuganir og vinnu við viðskiptaáætlanir og samskipti við væntanlega fjárfesta og samstarfsaðila á markaðssviði. Verið er að leggja lokahönd á viðskiptaáætlun.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.
Tilraunaskýrsla 1 – Tilapia fillets protein injection Cyprian Ogombe-september 2008

Tilraunaskýrsla 2 – Preliminary shelf life studies of iced Canadian tilapia (Oreochromis niloticus) Cyprian Ogombe – ágúst  2008

Úttskrifaður nemandi í matvælafræði við Háskóla Íslands Cyprian Ogombe Odoli frá Kenya fyrrum nemandi við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU) lauk prófi í júni 2009. Meistaraprófsritgerð: Optimal storage conditions for fresh farmed tilapia (Oreochromis niloticus) fillets.

Veggspjald á TAFT 2009 ráðstefnunni í Kaupmannahöfn.  3rd Joint Trans-Atlantic Fisheries Technology Conference Copenhagen, 15-18 September 2009 –  “Arctic” tilapia (Oreochromis niloticus): Optimal storage and transport conditions for  fillets. Emilía Martinsdóttir, Cyprian Ogombe Odoli, Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason og Ragnar Jóhannsson. Veggspjaldið hlaut verðlaun sem besta veggspjald ráðstefnunnar.

Skýrsla Matís 39-09.  Sprautun og pæklun tilapíuflaka. Kristín Anna Þórarinsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski, Aðalheiður Ólafsdóttir, Hannes Magnússon, Arnljótur Bjarki Bergsson, Ragnar Jóhannsson, Emilía Martinsdóttir (lokuð). Skýrsluágrip.

Skýrlsa Matís 38-09.  Optimal storage conditions for fresh farmed tilapia (Oreochromis niloticus) fillets.  Emilía Martinsdóttir, Cyprian Ogombe Odoli, Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason and Ragnar Jóhannsson (opin).

Birtar verða tvær vísindagreinar úr efninu og liggur fyrir handrit að annarri þeirra.

Nánari upplýsingar veitir Emilía Martinsdóttir. emilia.martinsdottir@matis.is.

IS