Fréttir

Birting ritrýndrar greinar frá vísindamönnum Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís stýrir viðamikilli samevrópskri rannsókn um gæðaeinkenni þorsks, viðhorf og smekk neytenda. Markmið verkefnisins var að kanna tengsl milli gæðaeinkenna, smekks og viðhorfa neytenda í fjórum Evrópulöndum (Íslandi, Danmörku, Írlandi og Hollandi).

Þjálfaður skynmatshópur Matís mat gæðaeiginleika þorskafurða sem voru mismunandi að uppruna (villtur/eldisþorskur), ferskleika (stutt og lengri geymsla), og geymsluaðferð (ferskur, frosinn, pökkun í loftskiptar umbúðir). Á sama tíma smökkuðu tæplega 400 neytendur í fjórum löndum sömu afurðir og gáfu einkunn í samræmi við hversu góður/vondur þeim fannst fiskurinn. Viðhorf og neysluhegðun neytendanna var einnig könnuð.

Þorskafurðirnar höfðu mjög ólík gæðaeinkenni, t.d var eldisþorskur mun ljósari en villtur þorskur, auk þess að hafa kjötkennda áferð, lykt og bragð. Mikill munur reyndist vera á fiskneyslu (bæði tíðni og fiskafurðir) og kauphegðun milli landa og eftir aldri. Einnig voru viðhorf (tengd fiski og fiskneyslu) mismunandi, sem og smekkur fyrir þorskafurðum. Til að mynda borðuðu Íslendingar mun meiri fisk, versluðu frekar hjá fisksölum, voru sannfærðastir um hollustu fisks, síst óöruggir við fiskinnkaup og höfðu hvað best aðgengi að fiski. Ungir neytendur borðuðu almennt minni fisk og voru almennt neikvæðari í sambandi við fisk og fiskneyslu.

Í greininni einnig fjallað um leiðir til að auka fiskneyslu ólíkra hópa neytenda. Niðurstöður þessarar rannsóknar birtust fyrir stuttu í Food Qulity and Preference og má sjá greinina hér.

Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Ditte Green-Petersen, Grethe Hyldig, Rian Schelvis, Conor Delahunty. 2009. Sensory characteristics of different cod products related to consumer preferences and attitudes. Food Quality and Preference, 20 (2) 120-132.

IS