Aukinn kraftur hefur færst í umræðuna um landbúnaðarmál undanfarið. Umræðan hefur meðal annars snúist um sýklalyfjaónæmar bakteríur í matvælum, örslátrun og áhættumat, svo fátt eitt sé nefnt. En hvernig standa Íslendingar þegar kemur að því að byggja upp vísindalega þekkingu á stöðu matvælaöryggis á Íslandi?
Árið 2014 réðst Matís, í samstarfi við BfR í Þýskalandi, Matvælastofnun, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fleiri aðila, í framkvæmd verkefnisins Örugg Matvæli. Meginmarkið þess var uppbygging rannsóknainnviða til að hægt væri að m.a. að greina varnarefni í ávöxtum og grænmeti með betri hætti en áður. Alls eru í dag 187 varnarefni greinanleg með þeim búnaði sem Matís hefur yfir að ráða.
Tilgangur matvælalaganna er að tryggja, svo sem kostur er, gæði, öryggi og hollustu matvæla. Með uppfærslu laganna árið 2010, til samræmis við evrópska matvælalöggjöf frá 2002, var lögð mun ríkari áhersla á áhættumat og upplýsingamiðlun en áður var og gegna vísindaleg gögn lykilhlutverki í því samhengi. Hér að neðan má líta helstu upplýsingar um varnarefnamælingar síðustu ára sem birtar hafa verið í ársskýrslum Matvælastofnunar.
Nánari upplýsingar veita Vordís Baldursdóttir og Sveinn Margeirsson hjá Matís.