Hefur þú áhuga á umhverfisvöktun og mælingum? Matís óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum sérfræðingi í útblástursmælingum til að ganga til liðs við öflugt teymi.
Starfið felst aðallega í framkvæmd útblástursmælinga fyrir iðnað á Íslandi auk þjónustu við loftgæðastöðvar og söfnunar sýna í tengslum við umhverfisvöktun. Sérfræðingurinn mun einnig greina og vinna úr gögnum mælinga, í nánu samstarfi við annað fagfólk Matís.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framkvæmd útblástursmælinga fyrir iðnað á Íslandi
- Greining og úrvinnsla niðurstaðna úr mælingum
- Þjónusta við loftgæðastöðvar
- Söfnun ýmissa sýna í tengslum við umhverfisvöktun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði, efnafræði eða skyldum greinum er skilyrði
- Reynsla af rannsóknum, mælingum og notkun mælitækja er kostur
- Starfið felur í sér líkamlegt álag og vinnu í hæð og mikilvægt að umsækjandi treysti sér í slíkt
- Jákvætt viðmót og lipurð í samskiptum
- Samstarfshæfni og sveigjanleiki
- Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Góð almenn kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
- Góð almenn tölvukunnátta
Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á rannsóknastofu Matís við Vínlandsleið 12, Reykjavík.
Matís er leiðandi í rannsóknum og þjónustu á sviði matvæla og líftækni með það að markmiði að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, tryggja matvælaöryggi, bæta lýðheilsu og styðja við sjálfbæra nýtingu auðlinda. Um 90 manna öflugt teymi starfar hjá Matís við rannsóknir, nýsköpun og þjónustu.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 12.08.2025.
Nánari upplýsingar veitir, Kristmann Gíslason, fagstjóri, kristmann.g@matis.is, 422 5010.