Tengiliður
Halla Halldórsdóttir
Gæða- og öryggisstjóri og persónuverndarfulltrúi
halla.halldorsdottir@matis.is
Örverurannsóknarstofa Matís í Reykjavík hefur um langt skeið notað MALDI-TOF biotyper tækni (e. matrix assisted laser desorption ionization-time of flight mass spectrometry) við rannsóknir og til að styðja tegundagreiningar á örverum.
Nýverið var faggilding rannsóknarstofunnar útvíkkuð til að innlima MALDI-TOF tæknina við þessar tegundagreiningar á Campylobacter, Pseudomonas aeruginosa og Clostridium perfringens. Áður var rannsóknastofan búin að fá sambærilega faggildingu fyrir Listeria monocytogenes tegundagreiningar. MALDI-TOF tæknin gerir rannsóknarstofunni kleift að hraða mjög mikið tegundagreiningum á áðurnefndum örverum og er því hér um umtalsvert framfaraskref í hraða við tegundagreiningar á lifandi bakteríum að ræða. Stefnt er á að útvíkka faggildingu rannsóknarstofunnar til að nýta þessa hraðvirku tækni við tegundagreiningu á enn fleiri sjúkdómsvaldandi bakteríum.
Frekari upplýsingar:
Basic Principles of Matrix-assisted laser desorption-ionization time-of-flight mass spectrometry