Fréttir

Rannsóknir á Legionella hjá Matís

Tengiliður

Hrólfur Sigurðsson

Verkefnastjóri

hrolfur@matis.is

Frá 2011 hefur örverudeild Matís tekið reglulega Legionella sýni fyrir nokkur hótel í Reykjavík.  Þessi sýnataka er til að tryggja öryggi hótelgesta, en á undanförnum áratugum hafa komið upp hópsýkingar á hótelum víðsvegar um heim. 

Legionella bakterían getur valdið tveim tegundum af sjúkdómum.  Pontiac hita og hermannaveiki (e.Legionnaries disease).  Pontiac hiti eru vægari einkenni smits af völdum Legionella og fylgir einkennum sem líkjast flensu, svo sem beinverkir, hiti, hrollur og höfuðverkur.  Hermannaveiki veldur sýkingu í lungum og eru einkennin hósti, mæði, hár hiti, vöðvaverkir og hausverkur.  Ógleði, uppköst og niðurgangur geta lika átt sér stað.  Dánartíðni fyrir hermannaveiki er 5-10% skv. Alþjóða heilbrigðismálastofnunni.  Fyrir árin 2020 til 2023 veiktust tveir til tíu á ári af Legionella á Íslandi.

Frá stofnun Matís ohf 2007 höfum við rannsakað rúmlega 1100 sýni fyrir Legionella.  Bæði er um að ræða reglubundið eftirlit og líka sýni þar sem grunur er um að Legionella sé til staðar.  Alls höfum við fundið Legionella í 69 sýnum frá níu mismunandi aðilum.  Hún hefur fundist á hóteli, hjúkrunarheimili, fjölbýli fyrir aldraða, íbúðahúsum, kæliturnum og flutningaskipum.

Hvenær er leitað af Legionella í sýnum?  Mörg fyrirtæki eins og hótel taka sýni fyrir Legionella til að tryggja öryggi gesta og sem forvörn þar sem álitshnekkir vegna Legionella hópsýkingar á hóteli geta verið svo miklir að hótelið neyðist til að hætta starfssemi eftir hópsmit á Legionella.  Fyrir þessu er mörg dæmi erlendis þó ekki hafi komið til þess hér á landi.

Í nýrri neysluvatnstilskipun frá Evrópusamanbandinu frá 2020 er fjallað um áhættugreiningu húsnæðis. Þar er settar þær kröfur á eigendur húsnæðis að sjá til þess að ekkert heilsuspillandi sé í húsnæðinu eins og Legionella í lagnakerfinu.  Það mega ekki vera fleiri en 1000 Legionella bakteríur í einum lítra af vatni. 

Matvælastofnun, Landlæknir og Umhverfisstofnun hafa gefið út góðar leiðbeiningar fyrir almenning. Það er að finna fróðleik og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að minnka áhættuna á Legionellasmiti.

IS