Fréttir

Rekjanleiki skilar sér í hærra vöruverði

Kröfur um rekjanleika matvæla aukast með degi hverjum, hvort sem um ræðir kjöt, fisk, grænmeti eða ávexti. Matís vinnur nú að verkefnum sem eiga að nýtast við rekjanleikaskráningu og tryggja þannig að hægt sé að staðfesta uppruna og vinnsluferli matvæla á markaði. Í fyrstu er kastljósinu beint að fiskafurðum.

Mikil vitundarvakning hefur orðið á síðust árum um mikilvægi þess að þekkja uppruna og vinnsluferli þeirra matvæla sem koma á markað. Á það ekki hvað síst við um þá markaði sem Íslendingar flytja hvað mestan fisk út til.

Matís vinnur nú að þrem verkefnum sem tengjast mikilvægi rekjanleika fisks og forvörnum gagnvart svikum í matvælaiðnaði.

Í tengslum við verkefnið WhiteFish hefur verið þróaður staðall sem gerir fyrirtækjum kleift að skrá og halda utanum upplýsingar um umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En með því að geta sýnt fram á umhverfisálag vörunnar og skipt því niður á lotur munu niðurstöður verkefnisins nýtast til að skapa framleiðendum þorsk- og ýsuafurða möguleika á að aðgreina sig á mörkuðum þar sem umhverfisáhrif veiða, vinnslu og flutnings skipta máli.

Í verkefninu WhiteFishMall hefur verið unnið að því að kanna hvaða upplýsingar geti nýst til að auka sölu á fiskafurðum úr N-Atlantshafi. Markaðskannanir leiddu í ljós að neytendur í Bretlandi vilja fá betri upplýsingar um hvaðan fiskurinn er að koma, hvort að hann sé veiddur á umhverfisvænan hátt, hvort stofnarnir séu sjálfvært nýttir, næringarinnihald og jákvæð jákvæð áhrif fiskneyslu á heilsu, uppskriftir o.s.frv. Til að uppfylla þessar kröfur neytenda hefur WhitFishMall verkefnið hannað veflausn sem getur mætt þessum kröfum. Útlit, uppsetning, gagnatekja og utanumhald um gögnin hefur verið sannreynd í nokkrum virðiskeðjum og hafur launin verið prófuð í nokkrum verslunum í Bretlandi.

Verkefnið Food Integrity eða Matar heilindi, sem hófst í byrjun árs 2014, miðar að því að nýta rannsóknir til að tryggja falsleysi evrópskra matvæla og þróa aðferðir til að greina og hindra svik í evrópskum matvælaiðnaði.

Rétt meðhöndlun og geymsla í gegnum allt framleiðsluferlið er undirstaða þess að matvælin séu hæf til manneldis, en við framleiðslu á matvælum vaknar ávalt spurningin um öryggi matvælanna gagnvart neytandanum, þar af leiðandi hafa kröfur um hreinlæti, góða framleiðsluhætti og rekjanleika aukist gífurlega hjá flestum þeim sem koma að virðiskeðju matvæla.


Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

IS