Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu. Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarrar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi heilbrigðisyfirvalda.
Í matarsmiðju Matís eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Þess er krafist, að hálfu hins opinbera, að áður en hafist er handa við sölu eða dreifingu matvæla, skuli þar til bær yfirvöld veita til þess leyfi.
Tilraunaeldhús | Matarsmiðja
Í tilraunaeldhúsinu hjá Matís, sem er hluti af Matarsmiðju Matís, má finna hin ýmsu áhöld sem nauðsynleg eru fyrir starfssemina sem þar fer fram.
Tækjabúnaður
- Blásturs/gufu/steikingarofn
- Hobart hrærivél 20L
- Kitchen Aid heimilishrærivél
- Kitchen Aid Pastavél
- Tvær eldavélahellur
- Steikingarpanna
- Lítill mixer
- Safapressa/djúsvél
- Stór blender
- Pottar
- Pönnur
- Uppþvottavél
Matvælavinnsla í Matarsmiðju
Í matvælavinnslu Matís, sem er hluti af Matarsmiðjunni, skiptast svæðin í móttökusal, vinnslusal, tækjasal, þurrrými, hitunarrými, pökkunarrými og tilraunaeldhús ásamt þeim geymslum, kælum og frystum sem þessum rýmum tilheyra. Við vinnu í þessum rýmum þarf að klæðast viðeigandi vinnufatnaði og viðhafa þau vinnubrögð í umgengni og hreinlæti sem aðstæður krefjast. Einnota samfestingar, skóhlífar og hárnet eru geymd í fatahengi við salerni við inngang í vinnslurými.
Tækjabúnaður
- Í móttökusal er vog, bandsög og færanlegt vinnuborð, hægt er að kæla vinnslurýmið. Þar eru einnig tveir móttökukælar.
- Í vinnslusal er klakavél, 240L suðupottur, 20L farsvél , 5L mixer, vog og vinnuborð, hægt er að kæla vinnslurýmið. Þar eru einnig skurðarhnífar og laus skurðarbretti.
- Inn af vinnslusal er ræstigeymsla með öllum þeim rekstrarvörum sem þarf til þrifa í matvælavinnslu. Þar eru einnig lager einnota hanska ásamt ruslapokum af ýmsum stærðum.
- Inn af vinnslusal er þurrrými til vinnslu á þurrum og rokgjörnum efnum. Þar er hristisigti með mismunandi gatastærð.
- Í tækjasal er hraðfrystir/hraðkælir, þrír kælihermar og frostþurrkari. Þar er einnig ísskápur sem má nota fyrir smærri sýni.
- Frysting, hraðkæling: Í tækjasal er staðsettur hraðkælir/frystir þar er hægt að hraðkæla heit matvæli/sýni eða frysta matvæli/sýni sem geyma á á frystilager eða á kælum.
- Inn af tækjasal er hitunarrými þar er blásturs/gufu/steikingarofn en einnig hægt að setja upp lausar eldavélahellur. Innaf tækjasal er pökkunarrými, þar eru tvær pökkunarvélar til lofttæmingar, suðulokunarkjaftur fyrir plastpoka, ekki vacuum. Þar eru einnig ísskápur og frystiskápur sem nýtast fyrir smærri sýni. Innaf pökkunarrými er umbúðalager.
- Inn af pökkunarrými, er kælir og tveir frystar -18°C og -24°C.
Vilt þú nýta þér aðstöðu matarsmiðjunnar?
Nánari upplýsingar:
- Frekari upplýsingar um Matarsmiðjuna er hægt að nálgast í eftirfarandi myndbandi.
- Áhugasömum er einnig bent á fundinn Sprotar og vöruþróun. Hvernig getur Matís aðstoðað?
Hér má finna lista yfir nokkra aðila sem hafa nýtt sér matarsmiðjuna hjá Matís:
- Eva Rún Jensdóttir hjá Cooking Harmony
- Hrönn Margrét Magnúsdóttir og Kristín Ýr Pétursdóttir hjá Feel Iceland
- Ásthildur Björgvinsdóttir hjá Ástrík Gourmet Poppkorn
- Guðmundur Páll Líndal og Jóhann Már Helgason hjá Lava Cheese
- Berglind Hasler og Svavar Pétur Eysteinsson með framleiðslu á Bulsum
- Eggert Smári Sigurðsson með Smári‘s Volcano Sauce
- Daníel Jón Jónsson og Fannar Alexander Arason hjá Klakavinnslunni
- Ragna Björk Guðbrandsdóttir og Manuel Plasenica Gutierrez hjá Kombucha Iceland
- Svava hjá Sælkerasinnepi Svövu eða SVAVA The Icelandic mustard lady