Fréttir

Matarsmiðjan

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

SVAVA the Icelandic Mustard lady

Hjá Matís er starfrækt svokölluð matarsmiðja. Matarsmiðjan er í raun eldhús og vinnsluaðstaða með fjölbreyttum búnaði, tækjum og áhöldum til taks þannig að mögulegt er að stunda margvíslega matvælavinnslu í aðstöðunni. Vinnslan getur farið fram að því gefnu að hún hafi fengið tilskilin leyfi til rekstursins eða vottun.

Einn þeirra frumkvöðla sem unnið hafa að sínum verkefnum í Matarsmiðjunni er Svava hjá Sælkeraspinnepi Svövu eða SVAVA The Icelandic mustard lady 

Svava H. Guðmundsdóttir stendur að baki verkefninu en upphaf þess má rekja til þess að hún bjó ásamt fjölskyldu sinni í Suður-Svíþjóð á árunum 1975-1982. Þar um slóðir er sérstakt skánskt sinnep, það er sterkt sinnep með sætukeim, afar vinsælt meðlæti með ýmsum mat og Svava lærði sjálf að búa það til. Þegar fjölskyldan flutti heim reyndist erfitt að finna þessa gerð sinneps í verslunum landsins, sem leiddi til þess að Svava tók að þróa sitt eigið sinnep undir áhrifum frá því skánska. Í kringum efnahagshrunið fór Svava að huga að nýjum tækifærum til þess að grípa í lífinu og sá möguleika fólgna í því að færa út kvíarnar í sinnepsframleiðslunni sem fram að því hafði aðeins verið ætluð fyrir fjölskyldu og vini.

Framleiðsla Í fyrirtækinu Sólakur ehf hófst 2014 undir nafninu Sælkerasinnep Svövu en árið 2020 var umbúðunum og nafni breytt og eru vörurnar nú fáanlegar undir merkinu
SVAVA (The Icelandic Mustard Lady).

Sinnepsfræ frá Svíþjóð eru notuð í framleiðsluna, en reynt er að hafa sem mest af öðrum hráefnum íslensk og helst fengin frá heimafólki í héraði. Þetta sýnir sig vel í vöruúrvalinu en í dag eru framleiddar 6 bragðtengudir; Sterkt sætt, sem er grunn sinnepið, Aðalbláber og blóðberg, Kúmen og ákavíti, Flóki viskí, Íslenskur rabarbari og Lakkrís. Í öllum tegundum sinnepsins er einnig íslenskur bjór að norðan, Kaldi lager.

Á Íslandi er ekki sama hefð fyrir því að nota sinnep með og í mat eins og á hinum Norðurlöndunum, en með tilkomu sinnepsins frá Svövu hefur aðgengi að góðu sinnepi aukist og því er ekkert til fyrirstöðu að prufa sig áfram í matargerðinni. Sinn­epið má nota með pylsum, ofan á brauð, með gröfn­um fiski eða kjöti, í marineringu fyrir grillmat, í sal­atsós­ur og jafnvel með plokk­fiski svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar um SVAVA The Icelandic mustard lady má meðal annars finna á facebooksíðu fyrirtækisins. 

IS