Algengar spurningar

Algengar spurningar

Rannsakar Matís heilnæmi neysluvatns?

Já! Örverudeild Matís ohf rannsakar hvort neysluvatn sé heilnæmt.  Yfirleitt er heildargerlafjöldi kólígerla og E.coli við 22°C rannsakaður.  Einnig er möguleiki að fá eðlismælingar á vatninu eins og sýrustig og leiðni.

Tengiliður: Hrólfur Sigurðsson

Hvað tekur langan tíma að láta rannsaka heilnæmi neysluvatns?

Það tekur 3 daga að rannsaka heilnæmi neysluvatns.

Tengiliður: Hrólfur Sigurðsson

Þarf ég að taka neysluvatnssýni í sérstakt sýnatökuglas?

Já, það er nauðsynlegt að sýnið sé tekið í sterilt sýnatökuglas.  Slíkt glas má fá hjá Örverudeild Matís ohf eða kaupa tvö sterill þvagprufuglös í næsta apóteki.

Tengiliður: Hrólfur Sigurðsson

Framkvæmið  þið prófun á autoklövum  fyrir snyrtistofur og tannlæknastofur?

Já, það er hægt að panta sérstök bakteríu gró sem við sendum til viðskiptavina. Viðskiptavinurinn setur þessi gró í autoklavann sinn og sendir þau síðan aftur til okkar.  Við staðfestum hvort þeirra autoklavi hafi náð að drepa viðkomandi gró.

Tengiliður: Páll Steinþórsson

Selur Matís ohf ræktunarskálar fyrir bakteríur og myglu?

Já, við framleiðum mikinn fjölda af ræktunarskálum og seljum til viðskiptavina ef þeir óska eftir því.

Tengiliður: Páll Steinþórsson