Leit og þróun nýrra ensíma sem nýta má til framleiðslu verðmætra ein- og fásykra úr þangi og þara

Heiti verkefnis: CarboZymes

Samstarfsaðilar: Þörungaverksmiðjan

Rannsóknasjóður: Tækniþróunarsjóður

Upphafsár: 2019

Tengiliður

Björn Þór Aðalsteinsson

Verkefnastjóri

bjornth@matis.is

Markmið verkefnisins er að þróa ensím ´verkfærakistu´ – CarboZymes – sem brýtur niður sjávarþörunga í verðmæt efni. Sjávarþörungar eru illa nýtt auðlind sem vex í miklu magni við strendur Íslands.

Auk annarra efna innihalda þörungar mikið magn fjölsykra. Í verkefninu verða ensím þróuð sem brjóta niður þörunga-fjölsykrurnar ulvan, xylan, carrageenan og fucoidan í verðmæt efni.

Afurð verkefnisins mun stuðla að auknu framboði á sjaldgæfum nýjum efnum (fá- og fjölsykrur) til handa iðnaði s.s. matvæla- og lyfja- framleiðenda.