Dreifing arsentegunda eftir þanghlutum, sér í lagi arsenlípíða

Heiti verkefnis: Dreifing arsentegunda eftir þanghlutum, sér í lagi arsenlípíða

Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands, Háskólinn í Graz, Hafrannsóknastofnun

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

thorungar

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Sviðsstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis

asta.h.petursdottir@matis.is

Enn leikur margt á huldu um arsenlípíð. Af hverju myndast þau í þangi? Hvernig? Hvar? Þjóna þau tilgangi? Þrátt fyrir að þangið sé talið upphafspunkturinn fyrir myndun arsenlípíða hafa sárafáar rannsóknir verið gerðar á arsenlípíðum í þangi. Það skýrist að hluta af því að þetta er sérhæft rannsóknarsvið sem örfáir rannsóknahópar í heiminum vinna við m.a. þar sem mælingar á arsenlípíðum krefjast sérþekkingar og sérhæfðs efnagreiningarbúnaðar.

Nýverið hefur verið sýnt fram á að arsenlípíð geta verið mjög eitruð, andstætt því sem áður var talið. Þau má m.a. finna í þangi. Mikilvægt er að skoða þessi lípíð nánar og öðlast meiri skilning á þeim. Viðamikið safn þangsýna verður rannsakað til að safna gögnum um arsenlípíð, aðrar arsentegundur og dreifingu þeirra í þanginu. Forrannsóknir benda til að dreifingin sé mismunandi eftir virkni þangsins, sem gæti gefið vísbendingar um hvar arsenlípíðin myndast í þanginu. Aðalniðurstöðum verkefnisins má skipta í tvennt. Í fyrsta lagi að gefa viðamiklar niðurstöður um stöðu arsens og arsenlípíða í græn-, rauð,-og brúnþörungum. Í öðru lagi að skoða dreifingu þeirra í þanginu.

Tengdar greinar

Effect of Dietary Seaweed Supplementation in Cows on Milk Macrominerals, Trace Elements and Heavy Metal Concentrations