Verkefnalýsing:
Markmið verkefnisins er að rannsaka lífvirkni hliðarstrauma úr sjávartengdri vinnslu, það er að segja úr vinnslu á uppsjávarfiski og þangmjöli og meta notkun þeirra í vöruþróun til manneldis. Nokkrar frumgerðir af hugsanlegum vörum til manneldis verða þróaðar og rannsakaðar, þar á meðal útdrættir úr þangi, olía úr rauðátu og próteinafurðir úr uppsjávarfiskvinnslu. Það verður gert með því að skoða lífvirknieiginleika þeirra, þar á meðal andoxunarvirkni, bólguhömlun og aðra lífvirknieiginleika sem taldir eru viðeigandi fyrir hverja frumgerð fyrir sig. Ásamt því mun bæði lífvirkni og lífaðgengileiki vera kannaður á völdum frumumódelum til að meta ennfrekar notkun þeirra til manneldis.
Verkefnastjóri:
Hildur Inga Sveinsdóttir
Biozoostain