Matís Staff

Snorri Páll Ólason

Ph.D. nemi

Svið: Örverur

Sími: +354 4225000 /

Netfang: snorrip@matis.is

Háskóli Íslands, mastersnemi í líffræði

Verkefnalýsing: Örveruflóran í kæsingu hákarls

Hákarl var mikilvægur fyrir Íslendinga fyrr á öldum, lýsið úr lifrinni var flutt út og verkaða (kæsta og þurrkaða) kjötið var notað til matar. Mjög lítil vísindaleg þekking er hins vegar til staðar á hákarlsverkun og ekki er vitað til þess að aðrar þjóðir geri sér mat úr hákarli á þennan hátt. Kæsingin er talin nauðsynleg til að afeitra hákarlinn því ferskur er hann álitinn eitraður. Í verkefninu verða skipulagðar tvær tilraunir til að meta áhrif árstíðasveiflu á verkun og verða áhrif þess að nota ferskan eða frystan/þíddan hákarl til verkunar.

Markmið verkefnis er að afla nýrrar þekkingar um þátt örvera í kæsingunni og er meistararverkefnið hluti af stærra verkefni þar sem auk örverufræðilegra mælinga var notast við efna- og skynmatsfræðilega mælinga til þess að meta þær breytingar sem verða á hákarlinum á meðan að verkunin á sér stað. Þessi nýja þekking gæti verið mikilvæg til þess að draga úr sveiflum í afurðargæðum og staðla framleiðsluna á kæstum hákarli. Gerðar verða örverumælingar og ræktaðir stofnar greindir með MaldiTof Biotyper og 16S rRNA gena raðgreiningum. Fjölbreytileiki óræktaðra örvera verður skoðaður með því að einangra DNA úr lífmassanum og 16S rRNA gen mögnuð með PCR tækni og genin raðgreind með Illumina NGS tækni (MiSeq). Genamengi nýrra og áhugaverðra stofna verða raðgreind og þeim lýst eftir þörfum.

Leiðbeinandi:

Viggó Þór Marteinsson

Meðleiðbeinandi:

Sigurlaug Skírnisdóttir