Innviðir

Sterkir rannsókna- og þjónustuinnviðir eru lykillinn að öflugum rannsóknum þar sem heilindi eru höfð að leiðarljósi. Þannig er einmitt hægt að standa við staðhæfingar um hreinleika íslensks umhverfis og matvæla, grunnur sem nauðsynlegur er til þess að Ísland verði áfram leiðandi í framleiðslu hágæða matvöru.

Tækjainnviðir Matís eru með þeim öflugustu hérlendis á sviði matvæla- og umhverfisrannsókna og getur Matís framkvæmt mælingar og greiningar á sviði efnafræði, örverufræði, erfðafræði og skynmats. Matís hefur undanfarin ár unnið ötullega að uppbyggingu rannsókna- og þjónustuinnviða, bæði á formi öflugra rannsóknartækja, aðstöðu og útbúnaði en einnig í formi sérhæfingu og kunnáttu starfsfólks. Miklar kröfur eru gerðar til starfsfólks Matís og mikil vinna er lögð í uppbyggingu og endurmenntun til að fylgja þróun á þekkingu og rannsóknum sem framkvæmdar eru hérlendis og erlendis. Starfsfólk Matís er einnig leiðandi í þróun og framkvæmd mælinga, gæðamála, gæðaeftirlits og rannsókna á matvæla- og umhverfissviði og eftirsótt í að veita ráðgjöf og aðstoð við opinbera aðila, iðnað og einkaaðila.

Matís þjónustar opinbera eftirlitsaðila (Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitafélaganna) varðandi mælinga á sýnum úr opinberu eftirliti sem framkvæmt er til að ganga úr skugga um að matvæli sem framleidd og markaðssett eru hérlendis og erlendis séu heilnæm og örugg til neyslu. Fullnægjandi matvælaöryggi tryggir neytandanum það frelsi að geta öruggur verslað matvæli sem ekki ógna heilsu hans. Innviðir og fagþekking starfsólks Matís hafa gert það að verkum að fyrirtækið hefur verið útnefnt sem tilvísunarrannsóknarstofa á 14 mismunandi sviðum. Tilvísunarrannsóknastofa er mikilvægt skref í því að tryggja opinberum aðilum þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar varðandi nýjustu aðferðir, breytingar á reglugerðum, viðmiðunargildum og framkvæmd mælinga.

Til þess að öflugur iðnaður geti blómstrað í landinu er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að fá skjóta og góða þjónustu við fyrirspurnum, ráðgjöf og mælingum á framleiðslunni. Þetta varðar jafnt innlenda framleiðendur, útflutningsaðila sem og innflutningsaðila. Staðhæfingar um gæði vöru verða að vera byggðar á vísindalegum mælingum til að byggja upp traust neytenda en matvælaöryggi er forsenda nýsköpunar og verslunar með matvæli í heiminum í dag. Matís leggur sig fram við gott samstarf og þjónustu við iðnaðinn til að efla samkeppnishæfni og tryggja gæði og heilnæmi íslenskrar matvælaframleiðslu. 

Helstu tæki

  • Vökvagreinir tengdur raðmassagreini (Liquid chromatograph tandem mass spectrometer, LC-MS/MS)
  • Gasmassagreinir tengdur raðmassagreini (gas chromatograph tandem mass spectrometer, GC-MS/MS)
  • Gasgreinar með mismunandi nema (GC with different detectors such as FID, ECD)
  • Vökvagreina með mismunandi nema (HPLC, UPLC with different detectors such as DAD, fluoresence etc.
  • Plasmamassagreinir (Inductively coupled plasma mass spectrometer, ICP-MS
  • Biotyper MaldiTOF
  • Jónavökvagreini (Ion chromatograph, IC)
  • NMR (60 Hz)
  • Arfðgerðargreinir (Biomark Genotyper)
  • Raðgreinir (Sequenser)
  • MiSeq raðgreini (NGS Sequencer)
  • Tangential flow filtration system
  • Próteinmagngreinir
  • PCR
  • RT PCR
  • Flowcytometer
  • Ræktunarskápar
  • Ljósmælar
  • Fermentorar
  • Frystihermar og frostþurrkarar
  • Extruder
  • Eldisaðstaða
  • Frumuræktanir
  • ELISA
IS