Lágmörkun fóðukostnaðar í bleikjueldi / Minimizing the feed cost of Arctic charr
Niðurstöður fyrri rannsókna hafa leitt í ljós að hægt er að ala bleikju á próteinminna fóðri en hefðbundið er notað og lækka þar með verulega framleiðslukostnað í bleikjueldi. Fyrri rannsóknir hafa verið framkvæmdar í tilraunaaðstöðu og var markmið þessa verkefnis að endurtaka fóðurtilraunir við raunaðstæður við framleiðslu bleikju. Bleikja var alin á tveimur mismunandi samsettum fóðurgerðum sem innhéldu mis mikið prótein sem einnig var af ólíkum uppruna þar sem í viðmiðunarfóðrinu komu 50% af próteininu úr fiskimjöli en 45% í tilraunafóðrinu. Mat var lagt á áhrif fóðurgerðar á vöxt fiskanna, efnasamsetningu og gæðaþætti. Niðurstöður sýna að mismunandi fóður sem var prófað hafði ekki áhrif á vöxt eða gæði afurðanna og benda niðurstöður því til þess að hægt er að minnka hlutfall próteina í fóðri og skipta út fiskimjöli fyrir ódýrara próteinríkt plöntuhráefni. Niðurstöðurnar sýna einnig að hægt er að lækka innihald próteins miðað við það fóður sem nú er á markaði fyrir bleikju og lækka þannig framleiðslukostnað bleikju umtalsvert.
Previous results have suggested that Arctic charr can be reared on feed with lower protein content than is commonly used, without compromising growth rate and quality, and thus lowering production cost. Previous experiments have only been carried out using experimental conditions and but this project aimed aims at confirming previous results in large scale experiments carried out using at actual production conditions. Arctic charr was fed for eleven months on two feed formulations containing different total protein content and proteins of different origin, The test feed contained different proportions of fish meal with 45% of the protein originating from fish meal in the test diet as compared to 50% in the control feed. The effects of the diets on growth and product quality were nutritional factors was evaluated. The results indicate that the test diet feed tested neither did not affected growth nor and product quality of the product. Also, tThe results therefore suggest that it is possible to reduce the proportion the ratio of proteins and the fish meal in the diets for Arctic charr can be reduced and partially and substituted fish meal for by raw material of plant origin. This substitution of fish meal with less expensive raw material could reduce the cost of Arctic charr production considerably.