Bætt frjóvgun lúðuhrogna / Improved fertilization of halibut eggs
Helsti flöskuháls í eldi sjávarfiska eru fyrstu þroskastigin og framboð á gæðahrognum, lirfum og seiðum. Hrognagæði fiska eru mjög breytileg og eru helst metin af frjóvgunarhlutfalli og afkomu hrogna og lirfa en stjórnast af ýmsum þáttum. Fyrir stjórnun og afkomu fyrirtækja er mjög mikilvægt að geta lagt mat á hrognagæði sem fyrst. Markmið þessa verkefnis var að skilgreina þætti sem áhrif hafa á frjóvgunarhlutfall lúðuhrogna og sem hugsanlega má stjórna. Jafnframt voru gerðar tilraunir með mismunandi aðferðir við frjóvgun þar sem sjómagni var breytt eða efnum bætt út í umhverfið við frjóvgun. Fiskum í tveimur hrygningarhópum var fylgt eftir og framkvæmdar umfangsmiklar rannsóknir á eiginleikum og bakteríuflóru hrognaskammta. Niðurstöður sýna að ekki er mikill breytileiki í þeim mæliþáttum sem skoðaðir voru og ekki marktæk fylgni við frjóvgunarhlutfall sem bendir til þess ólíklegt sé að þeir hafi afgerandi áhrif á hrognagæði. Þó gefa niðurstöður vísbendingar um að samsetning heildarflóru baktería og samsetning nauðsynlegra fitusýra sé önnur í hrognum með hærra frjóvgunarhlutfall og geti það því haft áhrif á gæði hrogna. Helstu niðurstöður frjóvgunartilrauna gefa vísbendingar um að íblöndun glúkósa í ákveðnum styrk í umhverfi hrogna geti leitt til um 10% aukningar á frjóvgunarhlutfalli hrogna sem gefur möguleika á mikilli tekjuaukningu fyrir fiskeldisfyrirtæki. Umfangsmiklar rannsóknir eru áætlaðar á frekari áhrifum íblöndunar glúkósa á afkomu hrogna svo og afkomu og gæði lirfa.
The main bottle necks in intensive marine aquaculture are the first stages and the supply of high quality eggs, larvae and juveniles. Egg quality is highly variable and has been defined in many ways mainly the fertilization rate and the viability of fertilised eggs and larvae. Multiple factors affect egg quality and an early assessment of egg quality is of great importance for hatchery management. The objective of this work was to define indicators for halibut egg quality that could possibly be regulated. Furthermore, the effects of variable fertilization methods have been tested, that is, variable amounts of seawater and addition of various chemicals during fertilization. Batches of eggs were collected from two spawning groups and extensive examination carried out on their characteristics and bacterial composition. The results show very little variability in the factors examined and no correlation with the fertilization rate that indicates insignificant importance for egg quality. However, the bacterial composition and the fatty acid composition was different in the batches of eggs with higher fertilization rate compared to lower indicating its importance for egg quality. The fertilization experiments indicate that the use of a certain concentration of glucose during fertilization could result in 10% increase in the fertilization rate which could bring about an increased operation success for the aquaculture companies. Comprehensive studies are scheduled to investigate further the effect of additional glucose on egg viability and larval survival as well as quality.