Skýrslur

Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts / Neytendakönnun á auðguðum sjávarréttum

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Kyösti Pennanen, Raija‐Liisa Heiniö, Rósa Jónsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

Nordic Innovation

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts / Neytendakönnun á auðguðum sjávarréttum

Samanborið við neytendur annars staðar á Vesturlöndum virðast neytendur í Evrópu heldur tortryggnir gagnvart auðgun matvæla og þó heilsufullyrðingar í matvælum beri skilaboð um heilsufarsleg áhrif, verða   þær ekki endilega til að gera vöruna meira aðlaðandi í augum neytandans. Því krefst þróun auðgaðra matvæla skilnings á kröfum neytanda. Gerð var netkönnun til að meta viðbrögð neytenda við vöruhugmyndum um sjávarrétti sem auðgaðir höfðu verið með omega‐3, fiskipróteinum og þörungum með mismunandi upplýsingum um möguleg áhrif og virknieiginleika. Íslenskir neytendur (n = 460) mátu hugmyndir um þorskafurðir og niðurstöðurnar sýndu að auðgun slíkra sjávarrétta var raunhæfur möguleiki, sérstaklega með omega‐3. Þó upplýsingar um auðgun hefðu fremur neikvæð áhrif á upplifun fólks af vöruhugmyndum, höfðu upplýsingar um innihaldsefni og heilsufarsleg áhrif af neyslu, jákvæð áhrif á upplifun fólks og líkur á því að kaupa viðkomandi vörur. Áhrif slíkra upplýsinga voru nokkuð meiri meðal þeirra neytenda sem lögðu meiri áherslu á heilsu og höfðu jákvæð viðhorf til markfæðis. Finnskir neytendur (n = 432) mátu hugmyndir um laxaafurðir og niðurstöðurnar sýndu að auðgun sjávarrétta með þara kom einna best út, sérstaklega þegar upplýsingar um minnkun saltinnihalds fylgdu með. Af niðurstöðunum má álykta að auðgun sjávarrétta sé sé raunhæfur kostur. Hinsvegar er mjög mikilvægt að huga að merkingum og upplýsingum til neytenda um slíkar vörur.

Compared to consumers elsewhere in the Western world, European consumers generally seem to be more suspicious towards enrichment of food. Although health claims in food products communicate the health effect, it does not necessarily make the products more appealing to consumers. Therefore, development of enriched foods requires understanding of consumers’ demands. The aim of this study was to measure consumer responses towards various concepts of enriched seafood products. Web‐based questionnaires were used to study Icelandic and Finnish consumer´s responses towards concepts of convenience seafood products enriched with omega‐3, fish proteins and seaweed extracts with different information about possible effects/functional properties. Icelandic consumers (n = 460) evaluated cod product concepts and the results showed that enrichment of convenience seafood was a realistic option, especially with omega‐3. Although information about enrichment had rather negative effects, information about ingredients and health effects positively affected product perception and buying intention. The effect of information was greater among consumers which placed higher emphasis on health and expressed more positive attitudes towards functional foods. Two sets of Finnish consumers (n = 432) evaluated nine salmon product concepts. The results showed that products enriched with seaweed received relatively the highest scores, especially when information about salt reduction was provided.   To conclude, enrichment of convenience seafood products with marine based ingredients is a realistic option. However, it is very important to consider labelling and information provided to the consumers.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. Fourth Annual Report

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdottir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Heleen van Dijk, Meike Wentholt, Lynn Frewer, Bjorn Thorgilsson, Heida Palmadottir, Andy Hart

Styrkt af:

ESB, Matís

QALIBRA-Heilsuvogin. Fourth Annual Report

Þessi skýrsla er fjórða og síðasta ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1.04. 2009 til 31.12. 2010. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB. Um að ræða þriggja ára og 9 mán verkefni sem Matís ohf stýrir. Verkefnistjóri fyrir verkefnið í heild er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Markmið QALIBRA‐  verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þessar aðferðir hafa verið settar fram í tölvuforriti sem er opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaaðilum á heimasíðuverkefnisins http://www.qalibra.eu. Aðferðirnar sem þróaðar voru prófar á tvenns konar matvælum þ.e.a.s. fisk og markfæði. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi; Portúgal og Ungverjalandi.

This is the fourth and last annual report from the “QALIBRA  ‐ Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” project funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It began in April 2006 and ended December 2009. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA has developed methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implemented them in a web‐based software for assessing and communicating net health impacts. The methods and software developed by QALIBRA were used to carry out detailed case studies on the benefits and risks of oily fish and functional foods. The software developed in the project to assess and integrate beneficial and adverse effects of foods is available at the website of the project http://www.qalibra.eu.    Participants in the project: Matís, Iceland, coordinator, The Food and Environment Research Agency United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA Final activity report / Lokaskýrsla QALIBRA

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Andy Hart, Anna Kristín Daníelsdottir

Styrkt af:

ESB, Matís

QALIBRA Final activity report / Lokaskýrsla QALIBRA

Þessi skýrsla er lokaskýrsla úr Evrópuverkefninu QALIBRA eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits”eða QALIBRA  ‐  Heilsuvogin á íslensku. Matís ohf stýrði verkefninu sem styrkt var að hluta af Evrópusambandinu en alls voru þáttakendur sjö frá sex löndum. Verkefnið hófst 1. apríl 2006 og lauk formlega 31. desember 2009 en lokafrágángur stóð fram til ársins 2010. Í þessari skýrslu er greint frá helstu niðurtöðum, ávinningi og afrakstri verkefnisins. Markmið QALIBRA verkefnsins var að þróa magnbundnar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þegar við borðum mat fáum við bæði neikvæða og jákvæða þætti í líkamann og hingað til hefur áhættumat matvæla verið takmarkað við að skoða áhrif einstakra efna á lifandi verur (t.d. tilraunadýr). Í QALIBRA verkefninu voru þróaðar aðferðir sem taka bæði tillit til neikvæðru og jákvæðu hliðanna á   neyslu matvæla og meta saman heildaráhrifin af áhættu og ávinningi á heilsu manna auk óvissu við matið. Þessar aðferðir hafa verið settar fram í tölvuforriti sem er opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum þeim að kostnaðarlausu á heimasíðu verkefnisins http://www.qalibra.eu. Aðferðirnar voru prófar á tvenns konar matvælum þ.e.a.s. fiski og markfæði.

This is the final report to the commission from the “QALIBRA ‐ Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” project. QALIBRA was an EU 6th Framework project with seven partners, conducted between 1st April 2006 and 31st December 2009, although the finalisation of project was accomplished in year 2010. In this report the objectives, main work performed and achievements of the project to the state‐of‐the‐art are summarised. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA has developed methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implemented them in a web‐based software for assessing and communicating net health impacts. The methods and software developed by QALIBRA were used to carry out detailed case studies on the benefits and risks of oily fish and functional foods. The software developed (QALIBRA tool) in the project to assess and integrate beneficial and adverse effects of foods is freely available at the website of the project http://www.qalibra.eu.

Skoða skýrslu
IS