Skýrslur

Kolefnisspor íslenskra matvæla (KÍM). Kartöflur, gúrkur, lambakjöt, nautakjöt og mjólk

Útgefið:

06/06/2025

Höfundar:

Birgir Örn Smárason, Guðrún Svana Hilmarsdóttir, Anna Berg Samúelsdóttir, Ása Rut Benediktsdóttir, Alexandra Kjeld, Eldar Máni Gíslason, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

Matvælasjóður

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Markmið verkefnisins Kolefnisspor íslenskra matvæla (KÍM) var að þróa samræmda og vísindalega aðferðafræði til að meta kolefnisspor íslenskra matvæla og framkvæma útreikninga á kolefnisspori fyrir valin matvæli: mjólk, nautakjöt, lambakjöt og grænmeti (kartöflur og gúrkur). Reikningar byggðust að meginhluta á lífsferilsgreiningu (LCA) samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, en einnig var tekið mið af öðrum viðurkenndum aðferðum og regluverkum, svo sem PEF (e. Product Environmental Footprint) leiðbeiningar Evrópusambandsins og vöruflokkareglur (e. Product Category Rules, PCR), þar sem við átti. Gagnaöflun fór fram í samstarfi við innlenda framleiðendur og hagsmunaaðila. Þar sem frumgögn voru ekki aðgengileg var stuðst við alþjóðlega viðurkennda gagnagrunna til að tryggja samræmi og áreiðanleika. Verkefnið lagði jafnframt grunn að birtingu kolefnisspors í ÍSGEM gagnagrunninum og dregur fram mikilvægi samræmdrar gagnaöflunar og aðferðarfræði við stefnumótun og sjálfbærni í íslenskum matvælageira.
_____
The aim of the project Carbon Footprint of Icelandic Food Products (KÍM) was to develop a harmonized and scientifically sound methodology for assessing the carbon footprint of Icelandic food products and to carry out footprint calculations for selected products: milk, beef, lamb, and vegetables (potatoes and cucumbers). The assessments were primarily based on life cycle assessment (LCA) according to international standards, but additional guidance from frameworks such as the Product Environmental Footprint (PEF), and Product Category Rules (PCR) was also applied where relevant. Primary data was collected in collaboration with domestic producers and stakeholders. Where such data was unavailable, internationally recognized databases were used to ensure consistency and reliability. The project also laid the foundation for publishing carbon footprint data within the ÍSGEM food composition database and highlighted the importance of coordinated data collection and methodology in supporting sustainability and policy in the Icelandic food sector.

Skoða skýrslu

Skýrslur

EUROPLANET 2024RI

Útgefið:

10/01/2025

Höfundar:

René Groben & Viggó Marteinsson

Styrkt af:

EU HORIZON2020 – Grant Agreement ID 871149

Tengiliður

René Groben

Verkefnastjóri

rene.groben@matis.is

ESB verkefnið EUROPLANET 2024RI (2020 – 2024) bauð upp á ferðastyrki fyrir vísindamenn til að sinna vettvangsrannsóknum í jaðarumhverfi fyrir stjörnulíffræði og pláneturannsóknir. Matís aðstoðaði vísindamenn við rannsóknir þeirra hér á landi en Ísland hefur upp á að bjóða margs konar umhverfi sem líkjast aðstæðum á öðrum hnöttum, þar á meðal vatni undir jökulís, hraunum á mismunandi aldri, eldfjalla- og hversvæði. Starfsmenn Matís nýttu sérþekkingu sína til að aðstoða vísindamenn við að skipuleggja vettvangsrannsóknir, velja viðeigandi staði og skipuleggja vísindaleiðangra. Auk þess gátu vísindamenn fengið aðgang að rannsóknaraðstöðu í samvinnu við Matís.

Á meðan verkefnið stóð, komu yfir 16 rannsóknarteymi til Íslands með fjölbreytt úrval af vísindalegum spurningum. Þetta leiddi til nýrrar vísindalegrar þekkingar um íslenskt jaðarumhverfi og um hvernig hugsanlegar aðstæður eru á Mars, auk nýrrar samvinnu sem gætu nýst til nýrra umsókna og skrifum á vísindagreinum.
_

The EU project EUROPLANET 2024RI (2020 – 2024) offered travel grants for scientists to conduct field work in extreme environments for astrobiological and planetary research. Matís was responsible in assisting researchers with their work in Iceland, which is an ideal place to study these topics, offering a multitude of different environments, including glacial and sub-glacial environments, lava fields of different ages, volcanic areas, and active hydrothermal systems. Matís staff was using their expertise to assist visitors in planning their field research, choosing appropriate sites, and organizing the logistics to assess them. In addition, visitors had access to equipment, biological laboratories, and other research facilities at Matís.

During the time of the project, 16 research teams with a broad range of scientific questions were visiting Iceland and were hosted by Matís. This led to new scientific knowledge about Icelandic extreme environments and about potential conditions on Mars and other extraterrestrial bodies, as well as to new collaborations, follow-up proposals, and scientific publications.

Skoða skýrslu
IS