Skýrslur

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum / Shelf life of vacuum‐packed smoked herring fillets

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Franklín Georgsson, Margeir Gissurarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum / Shelf life of vacuum‐packed smoked herring fillets

Markmið rannsóknarinnar var að kanna geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum og athuga hvaða áhrif það hefur á geymsluþol vörunnar ef rotvarnarefni er ekki notað sem og ef sorbat er notað í stað bensóats, sem notað er í hefðbundinni framleiðslu. Í þessari rannsókn kom fram að notkun rotvarnarefna hefur veruleg áhrif á lengd geymsluþols reyktra síldarflaka. Jafnframt kom fram að sorbat meðhöndlun síldarflaka veitti bestu rotvörn gegn örveruvexti og einnig reyndist sorbat meðhöndlun síldarflaka koma best út í óformlegu skynmati. Hvort þetta stafar af hindrun sorbatsins á örveruvöxt eða að það dragi úr hraða efna‐  og eðlisfræðilegra niðurbrotsþátta í samanburði við síldarflök með bensóati eða án rotvarnarefna þarfnast frekari rannsókna.

The object of this project was to evaluate the shelf life of vacuum packed smoked herring fillets and to evaluate whether the use of the preservatives benzoate or sorbate had any effect on the shelf life of the product Results showed that treatment of the smoked herring fillets with preservatives greatly affected the shelf life and that sorbate treatment of the herring fillets provided the best defence for bacteria growth and also gave best results in an informal sensory testing during the shelf life study. Whether this is due to inhibitory role of sorbate on bacteria growth or that sorbate slows down chemical and physical degradation in comparison to herring fillets with benzoate or without any preservatives needs further investigation.  

Skoða skýrslu
IS