Umhverfisrannsóknir
Matís fæst við fjölbreytt rannsókna- og þróunarverkefni á sviði umhverfismála. Þar ber helst að nefna verkefni tengd loftslagsmálum og útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi og landbúnaði, plastmengun í hafi, efnamælingar á íslensku sjávarfangi, auk örverurannsókna, m.a. til að kanna áhrif hlýnunar andrúmslofts og súrnun sjávar á örverufjölbreytileika og efnahringrásir í sjónum.
Vaxandi áhersla hefur einnig verið á framþróun eDNA aðferðafræðinnar, sem nýtast mun t.a.m. við vöktun á áhrifum sjókvíaeldis á botndýralífríki við kvíar, kortlagningu nýrra tegunda, mat á stofnstærðum fiska og loðnuleit.