BioProtect: Lausnir til að takast á við loftslagsbreytingar og ógnun manna við líffræðilegan fjölbreytileika sjávar

Heiti verkefnis: BioProtect

Samstarfsaðilar: Matis, International council for the exploration of the sea - ICES, Sjokovin, Universitaet Bielefeld, Submariner network for blue growth EWIV, Indigo Med SMPC, Hafrannsoknastofnun, Rannsokna -og- Radgjafarstofnun Hafs og Vatna, Marine Institute Ireland, National University of Ireland Galway, Havforskiningsinstituttet, Nofima AS, Universitetet i Tromsoe - Norges Arktiske Universitet, Associacao Para O Desenvolvimento Do Atlantic International Research Centre, Centro Interdisciplinar de Investigacao Marinha e Ambiental, INESC TEC - Instituto de Engenhariade Sistemas e Computadores, Tecnologia e Ciencia, Universidade Dos Acores, IMAR – Instituto do mar, Universidade de Aveiro

Rannsóknasjóður: Horizon Europe

Upphafsár: 2024

Þjónustuflokkur:

umhverfisrannsoknir

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Verkefnið snýst um að þróa aðferðafræði og tæknilegar lausnir til að auðvelda ákvarðanatöku um auðlindanýtingu eða verndun hafsvæða.

Áhersla er lögð á gott samstarf við hagaðila en þeir eru til dæmis útgerðaraðilar og sjávarútvegssamtök, sveitarfélög og þá sérstaklega sjávarbyggðir, innlend og alþjóðleg stjórnvöld, náttúruverndarsamtök, rannsóknaraðilar, stefnumótandi aðilar og sérfræðingar. Líffræðilegur fjölbreytileiki sjávar verður vaktaður svo hægt verði að gera grein fyrir stöðu hans og spá fyrir um mögulegar breytingar. Einnig verður farið í víðtæka kortlagningu á nýtingu og áhrifum manna á einstök hafsvæði og tegundir í hafinu. Þá verður gerð aðgerðaáætlun fyrir forgangsröðun verndunar- og endurheimtunaraðgerða, sem og mat á vistfræðilegum, félagslegum og hagfræðilegum áhrifum þessara verndaraðgerða á fimm hafsvæðum þ.e. við Ísland, Noreg, Írland, Portúgal og Azor eyjar.

BioProtect verkefnið stuðlar m.a. að því að Evrópuþjóðir nái helstu markmiðum Kunming-Montreal Global Biodiversity Framework samningsins sem undirritaður var í lok árs 2022. Í honum er kveðið á um að ríki skuli vernda 30% haf- og landsvæða fyrir árið 2030 og hefur sá samingur verið undirritaður af fleiri en 200 ríkjum, þar á meðal Íslandi.