Skyr sem líffræðilegur menningararfur: Þjóðfræðileg og líffræðileg rannsókn á lifandi örverum, seiglu og margbreytileika

Heiti verkefnis: Skyr sem líffræðilegur menningararfur

Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands

Rannsóknasjóður: Rannsóknarsjóður Rannís

Upphafsár: 2024

Þjónustuflokkur:

mjolkurvorur

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Verkefnið rannsakar skyr sem líffræðilegan menningararf. Verkefnið beinir sjónum sínum að langtíma samvinnu ólíkra tegunda sem koma að því að búa til skyr.

Verkefnið nálgast þessa samvinnu út frá þverfræðilegu sjónarhorni þjóðfræði og líffræði til að rannsaka hvernig hún hefur mótað athafnir, minni og þekkingu í gegnum tíðina. Markmið verkefnisins er að dýpka skilning á fjölbreytileika og seiglu líffræðilegs menningararfs með því að skoða margbreytileika og umbreytingu hefðbundins skyrs og nota þann skilning til þess að hlúa að þessum margbreytileika.

Lifandi skyrgerlar eru frábært dæmi um samlífi örvera og manna í hversdagslífinu. Líffræðilegt og menningarlegt val á skyri í gegnum tíðina hefur orðið til þess að stuðla að fjölbreyttri örveruflóru í hefðbundnu skyri. Skyrgerlar eru því mikilvægur hluti af líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi.

Verkefnið rannsakar þennan fjölbreytileika, meðal annars með því að endurskapa ólíkar tegundir af hefðbundnu skyri frá fyrri öldum og fram á þá tuttugustu, byggt á skynrænum minningum úr ólíkum gögnum. Með því að blanda saman skynrænni etnógrafíu og spurningalistum, viðtölum, ræktun á skyrgerlum, endurgerð og raðgreiningu, mun verkefnið rannsaka og hlúa að sögulegum margbreytileika skyrs m.t.t. bragðs, lyktar og áferðar, sem og viðtökum þessa líffræðilega og menningarlega margbreytileika í samtímanum.


This project investigates the Icelandic dairy product skyr as biocultural heritage. Combining ethnology and biology, it focuses on long-term relationships (social and biological) between multiple species at the heart of skyr-making and studies how they have shaped practices, memory, and knowledge over time.

The aim is to deepen understanding of questions of diversity and resilience posed by biocultural heritage through examining the variation and transformation of skyr, and to use that understanding to contribute to its continued resilience. The live cultures of skyr provide an excellent case of symbiosis between microbial cultures and human cultures. The natural and cultural selection of the skyr microbiome over time fostered great microbial diversity. As a result, skyr microbes constitute a unique part of ecological diversity in Iceland. The project will study this diversity and recreate in pilot form several traditional varieties of heritage skyr that correspond in taste and texture to historical varieties from the 20th and previous centuries, based on sensory memories gathered from various sources. Combining sensory ethnography with sensory evaluation, and ethnological questionnaires, interviews, and focus groups with biological cultivation, metabolic reconstruction, and metagenome sequencing, the project aims both to study and to safeguard the historical diversity (cultural in a double sense) of the sensory spectrum of skyr as well as its contemporary reception.