Norrænn matarviðburður fyrir ungmenni

Heiti verkefnis: Ungdommens madmøde

Samstarfsaðilar: Madens Folkemøde, Matvalget (Debio-info AS), Geitmyra, Food Organisation Of Denmark

Rannsóknasjóður: Norræna ráðherranefndin (Ny nordisk mad)

Upphafsár: 2023

Þjónustuflokkur:

adrir-thjonustuflokkar

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Meginmarkmið verkefnisins er að koma á fót norrænum matarfundi ungs fólks. Tilgangur Ungdommens madmøde er að börn, ungmenni (16-18 ára) og fagfólk á matvælasviði deili þekkingu og reynslu sinni um mat í skólum og stofnunum til að styðja við þróun sjáfbærrar matarmenningar næstu kynslóðar neytenda. Viðburðurinn er hluti af stærri matarviðburði Madens folkemøde.

Viðburðurinn skiptist í þrjá hluta: matreiðsluskóla, matartjaldbúðir og málþing um mat í skólum. Matreiðsluskólinn er fyrir danska skólahópa og ungt fólk frá Norðurlöndunum. Matreiðsluskólinn mun fela í sér vinnustofur, bragðþjálfun, innblástur fyrir hollar máltíðir og snarl. Í matartjaldbúðunum munu börn gista yfir nótt í tjöldum og elda yfir opnum eldi. Málþingið um skólamat á Norðurlöndunum, Sköpun sjálfbærrar matarmenningar fyrir næstu kynslóðir, er ætlað  sérfræðingum, kennurum, vísindafólki, stjórnmálafólki og stofnunum sem vinna að því að kynna holl, sjálfbær og staðbundin matvæli fyrir börn á Norðurlöndum. Markmiðið með málþinginu er að miðla þekkingu, veita innblástur og auka skilning á því sem er gert á þessu sviði þvert á Norðurlöndin.

Hvert land stendur frammi fyrir mismunandi áskorunum og nálgunum þegar kemur að því að útvega börnum og ungmennum máltíðir. Á öllum Norðurlöndunum eru hinsvegar sameiginlegar áskoranir tengdar mataræði og félagslegum ójöfnuði, heilsu og ofþyngd og þróun sjálfbærrar matarmenningar. Markmiðið með málþinginu er einnig að efla pólitíska vitund og kynna áætlanir sem tengist vinnu með matarmenningu barna og ungmenna. Málþingið um norræna og sjálfbæra matarmenningu getur því gegnt mikilvægu hlutverki í að efla umræður um skólamat á öllum Norðurlöndunum og hvetja næstu kynslóð til þróunar sjálfbærrar matarmenningar.