Fréttir

Ekkert slor!

Marel og Matís kynna nýtt myndband sem sýnir hvernig nútímatækni hefur gjörbreytt vinnsluaðferðum í fiskvinnslu og gert Ísland að þungamiðju þróunar og nýsköpunar í greininni.

Kröfur um gæði, rekjanleika og vinnsluhraða skipta miklu máli í fiskvinnslu. Marel vinnur náið með fyrirtækjum í sjávarútvegi og hefur þróað fjölbreyttar lausnir í samvinnu við framsæknustu fiskframleiðendur á Íslandi, stóra sem smáa. Þessar tækja- og hugbúnaðarlausnir gera framleiðendum kleift að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi.

Innan Marel starfar rannsóknahópur sem vinnur að því að auka þekkingu á nýrri tækni í samstarfi við fjölda fyrirtækja, háskóla og rannsóknastofnana á Íslandi og erlendis. Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði.

From the Sea to Supermarket

Um Marel og Matís

Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til fiskvinnslu. Hjá Marel starfa yfir 4.700 manns um allan heim. 

Matís veitir ráðgjöf og þjónustu um allan heim til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu.  Matís vinnur að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki með hagnýtingu vísinda og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla.

IS