Fréttir

Vitinn – vísar veginn

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Aukin verðmæti gagna – verkefni styrkt af AVS. Markmið verkefnisins er að hanna og setja upp miðlægt vörulýsingarkerfi fyrir íslenskar sjávarafurðir, sem gefur mun meiri möguleika á nákvæmri greiningu útflutnings en tollskrárkerfið eitt og sér getur boðið upp á.

Verkefnið er leitt af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Matís ohf, en einnig eru með í verkefninu Tollstjóraembættið, Hagstofa Íslands, Icelandic Group, Iceland Seafood International, Ögurvík hf, Brim hf og Markó Partners.

Það hefur í gegnum tíðina reynst erfitt að leggja mat á útflutningsmagn og verðmæti einstakra tegunda þar sem mörg tollskrárnúmer innihalda orðin „annar“, „annað“ eða „önnur“ og gefa þar af leiðandi ekki til kynna hvaða fisktegund er um að ræða. Verðmæti þessara afurða voru ríflega 20 milljarðar á árinu 2014 og þriðja verðmætasta „tegundin“ á eftir þorsk- og makrílafurðum.
 
Vitinn mun m.a. leysa þetta og tryggja áreiðanleg gögn um sjálfbæra nýtingu og verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi. Vörulýsingar framleiðanda verða staðlaðar og byggðar í grunninn á „Hugtakasafni fiskiðnaðarins“. Vörulýsingar verða tengdar tollskrá og einfaldara verður því val á réttu tollskrárnúmeri þegar að útflutningi kemur.
 
Vitinn gerir það mögulegt að einfalda tollskránna um leið og nýjar vöru sjást strax í útflutningsgögnum. Vitinn mun gera fyrirtækjum mögulegt að greina betur eigin stöðu, tækifæri til verðmætasköpunar o.m.fl.
 
Starfsmenn Vitans eru tölvufræðingarnir: Daníel Agnarsson og Friðrik Valdimarsson, þeir hafa aðsetur hjá SFS og hafa netfangið: vitinn@sfs.is
 
Verkefnisstjóri Vitans er Ingvi Georgsson hjá SFS ( ingvi@sfs.is )
 
Verkefnisstjóri hjá Matís er Páll Gunnar Pálsson ( pallp@matis.is )

Vitinn_SFS_Matis