Sjávarútvegsráðstefnan 2014 fer fram á morgun, fimmtudag, og föstudag en markmið sjávarútvegsráðstefnunnar er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn.
Fjöldi mjög góðra erinda eru á dagskránni þessa tvo daga og eru starfsmenn Matís með ein þrjú erindi og auk þess eru starfsmenn Matís með umsjón eða málstofustjórn í þremur málstofum.
Til viðbótar er Matís með bás á ráðstefnunni þar sem tæknilausnir og samstarfsverkefni verða kynnt.
Nánari upplýsingar um sjávarútvegsráðstefnuna 2014 má finna á vef hennar.