Fréttir

Liggja tækifæri í rekjanleika sjávarafurða?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þann 21. október síðastliðinn stóð Matvælastofnun fyrir Norrænni ráðstefnu um rekjanleika í matvælaiðnaði. Ráðstefnan var hluti af þeim viðburðum sem tengjast formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014 og var sótt af fjölda aðila í matvælaeftirlitsgeiranum á norðurlöndunum.

Ráðstefna um rekjanleika í matvælaiðnaði

Fulltrúar Matís héldu framsögu á fundinum þar sem þeir fjölluðu um tækifærin sem felast í því að nýta rekjanleika til að auka verðmæti sjávarafurða. Nálgast má kynninguna á heimasíðu Matvælastofnunar hér.

Auk framsögu fulltrúa Matís voru fimm aðrir ræðumenn með áhugaverðar kynningar þ.e.

  • Kris de Smet frá Evrópusambandinu fjallaði um rekjanleika-, öryggi- og uppruna matvælaiðaði
  • Karen Bar Yacow frá Evrópusambandinu fjallaði um rekjanleika og svindl í matvælaiðnaði
  • Kyösti Siponen frá Evira í Finnlandi fjallaði um rekjanleika í kjötiðnaði
  • Erlendur Stefánsson frá HB Granda fjallaði um rekjanleika í fiskiðnaði

Að loknum hverjum fyrirlestri fóru fram umræður um umfjöllunarefnið þar sem komu fram áhugaverðar staðreyndir og frekari upplýsingar.

Nánari upplýsingar Jónas R. Viðarsson hjá Matís.