Á háskóladeginum er landsmönnum boðið að koma í heimsókn í háskóla landsins og skoða og sjá með eigin augum og eyrum hvað er í boði í skólunum. Á dagskránni eru ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi.
Í Háskóla Íslands fara fram kynningar á fjöldamörgum námsleiðum. Til dæmis verða kynningar á matvælafræði, næringarfræði og nýju meistaranámi í matvælafræði. Matís er þátttakandi ásamt fleirum í nýju mastersnámi í matvælavísindum.
Nánari upplýsingar um nýja meistaranámið má finna hér.
Á háskóladeginum geta gestir kynnt sér fjölbreytt námsframboð háskólans, bæði grunn- og framhaldsnám, starfsemi og þjónustu, skoðað rannsóknastofur, tæki, búnað og húsakynni. Á staðnum verða vísindamenn og nemendur úr öllum deildum skólans sem svara spurningum um allt milli himins og jarðar – eða því sem næst. Námsráðgjafar gefa góð ráð og kynnt verður sú margþætta þjónusta og litríka félagslíf sem stúdentum Háskóla Íslands stendur til boða.
Háskóli Íslands kynnir allt nám í Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Öskju og verður auk þess með vísindasýningar í Háskólabíói. Í Háskólabíói verða einnig Háskólinn á Akureyri, Hólaskóli-Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Keilir og norrænir háskólar með kynningu á sínu námi.
Þar verður einnig hið landsfræga Sprengjugengi Háskóla Íslands með litríkar sýningar og Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður opnuð upp á gátt í anddyri Háskólabíós með formlegum hæti.
Háskólinn í Reykjavík verður með kynningu á sínum námsleiðum í Nauthólsvík en Listaháskóli Íslands verður einnig þar samhliða því að vera í Háskólabíói.
Heimasíða Háskóladagsins.