Fréttir

Hvernig stendur þitt fyrirtæki varðandi örverufræðileg viðmið?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matvælastofnun sendi í desember 2011 frá sér drög að leiðbeiningum um örverufræðileg viðmið sem byggja á ákvæðum Evrópureglugerðar (EB/2073/2005) sem tekið hefur gildi hér á landi.

Ljóst er að með leiðbeiningunum er verið að fara fram á aukna sýnatöku við matvælaframleiðslu hjá flestum matvælafyrirtækjum til að sannprófa að þær aðferðir sem beitt er til að fyrirbyggja hættur, séu að skila tilætluðum árangri.

Matís rekur stærstu faggildu matvælarannsóknastofu landsins og starfar með fjölmörgum matvælafyrirtækjum stórum sem smáum, víðsvegar um landið. Við gerum tilboð í mælingar eftir þörfum einstakra fyrirtækja og getum einnig veitt ráðgjöf og aðstoð vegna sýnatöku og gerð sýnatökuáætlana.

Vinsamlegast hafið samband við Franklín Georgsson í síma 422-5000 eða 858-5040 eða á netfangið profun@matis.is.

Hjá Matís starfa sérfræðingar með mikla reynslu og þekkingu á öllum sviðum matvælaframleiðslu. Við getum því einnig boðið matvælafyrirtækjum upp á alhliða þjónustu og ráðgjöf sem sniðin er að þörfum hvers viðskiptavinar. Má þar nefna þjónustu varðandi:

  • Túlkun á niðurstöðum mælinga m.t.t. viðmiða reglugerða
  • Ráðgjöf og aðstoð við uppsetningu og viðhald gæðahandbóka og gæðakerfa
  • Ráðgjöf varðandi vinnslu matvæla, hættugreiningu vinnslunnar og lágmörkun hættu við vinnslu og dreifingu
  • Mat á árangri þrifa og sótthreinsiaðgerða og leiðir til úrbóta

Við bjóðum fyrirtækjum að hafa samband við Margeir Gissurarson í síma 422-5000 eða 858-5093 en einnig má senda fyrirspurnir á netfangið radgjof@matis.is.