Mjög hefur færst í vöxt að fyrirtæki og einstaklingar sem framleiða, dreifa og selja matvæli nefni samstarf við Matís. Mikilvægt er að notkun á merki Matís (lógói) og öðrum þáttum tengdum Matís sé innan ramma samstarfsins.
Matís heimilar notkun á merkinu að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Haft hafi verið samband við Matís og notkunin verið samþykkt fyrir viðkomandi vöru og pakkningu
- Merki Matís sé birt með næringargildismerkingu eða innan ramma fyrir slíka merkingu
- Merking næringargildis sé í samræmi við gildandi reglugerð og hafi verið útbúin eða yfirfarin af Matís
- Allar merkingar á umbúðum vörunnar séu í samræmi við gildandi reglugerðir og Matís hafi fengið þær til skoðunar í endanlegri gerð fyrir prentun (próförk)
Til greina kemur að leyfa eftirfarandi texta undir næringargildismerkingu: Matís hefur rannsakað næringargildi vörunnar. Vefslóð (www.matis.is) getur komið fram í tengslum við merki Matís eða upplýsingar um Matís.
Upplýsingar um hvernig má nálgast rétta útgáfu af merki Matís má fá hjá starfsmönnum Matís og á heimasíðu fyrirtækisins, www.matis.is.