Fréttir

Viltu starfa hjá framsæknu og skemmtilegu fyrirtæki?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís óskar eftir að ráða drífandi og duglegan sérfræðing til starfa hjá fyrirtækinu í Reykjavík

Starfssvið

Starfið felst í umsjón með rannsóknum og efnagreiningum í matvælum og ýmsum öðrum efnarannsóknum sem gerðar eru hjá fyrirtækinu.

Hæfniskröfur

  • M.Sc. eða Ph.D. í efnafræði eða skyldum greinum.
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi starfsreynslu við rannsóknir með gas-massagreini eða vökvamassagreini
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Metnaður til að ná árangri í starfi

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, auk meðmæla, skal senda til Matís ohf., Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík eða á netfangið atvinna@matis.is, merkt “Sérfræðingur – efnagreiningar”.

Umsóknarfrestur er til og með 27. júní nk.

Æskilegt er að viðkomandi geti hað störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Helga Gunnlaugsdóttir, helga.gunnlaugsdottir(at)matis.is, og í síma 422-5000.

Nánari upplýsingar um Matís má finna hér.