Fréttir

Matís með á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Sjávarútvegssýningin fer fram 3.-5. maí næstkomandi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja verða á sýningunni þar á meðal DIS, Maritech, 3X, HB-Grandi, Marel, Promens og Matís svo fáein séu nafngreind.

Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er þessi vettvangur mikilvægur mörgum íslenskum fyrirtækjum til að færa út kvíarnar og auka samstarf.

Matís verður í sameiginlegum bás með Íslandsstofu og er básinn nr. 839 í Hall 6.

Starfsmenn Matís sem verða í Brussel þessa daga eru Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís, Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís og Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

IS