Fréttir

Ný norræn matargerð – enduruppgötvun þörunga

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þörungar eru mikilvægur hluti af matarræði almennings í mörgum löndum Asíu. Notkun þeirra í matargerð hefur hinsvegar ekki náð fótfestu á vesturlöndum nema að litlu leyti.

Fræðslufundur félagsins Matur-saga-menning í samvinnu við Nýpuhyrnu, Ólafsdalsfélagið og ReykjavíkurAkademíuna

Ný norræn matargerð – enduruppgötvun þörunga
Fimmtudaginn 28. apríl n.k. heldur Ole G. Mouritsen prófessor við Syddansk Universitet opinn fyrirlestur um nýtingu þörunga í matargerð.

Þörungar eru mikilvægur hluti af matarræði almennings í mörgum löndum Asíu. Notkun þeirra í matargerð hefur hinsvegar ekki náð fótfestu á vesturlöndum nema að litlu leyti.

Þörungar geta verið afbragðs matvæli, bragðgóð, stútfull af mikilvægum steinefnum, snefilefnum, vítamínum, próteinum, joði og heilsusamlegum fjölómettuðum fitusýrum. Þar að auki innihalda þörungar gnótt af trefjum og þar af leiðandi fáar hitaeiningar. Þörungar munu án efa verða stærri hluti af matarræði okkar í framtíðinni. Það sem er ekki síður mikilvægt er að þetta “sjávargrænmeti” getur hjálpað okkur að endurnýja og ná jafnvægi í matarræði okkar til að vinna á móti aukningu í lífstílstengdum sjúkdómum, einkum hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, offitu auk geðsjúkdómum.

Ole G. Mouritsen, er höfundur bóka um matargerðalist og vísindin á bak við hana. Rannsóknir hans tengjast breiðu sviði grunnvísinda og nýtingu þeirra í líftækni og líflæknisfræði. Hann er virtur félagi í danska vísindasamfélaginu og hefur hlotnast fjöldi af virtum verðlaunum fyrir verk sín.

Fyrirlesturinn verður  í sal Norræna Hússins, kjallara,
 fimmtudag 28. apríl 2011 kl. 19:30.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Nánar á www.matarsetur.is og www.nordichouse.is