25. mars síðastliðinn var haldinn fyrirlestur um EcoFishMan verkefnið en það fjallar um nýja nálgun í fiskveiðistjórnun í ESB. Dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís flutti erindið. Fundurinn var liður í Fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands – Evrópa: Samræður við fræðimenn.
Evrópusambandið væntir þess að í EcoFishMan verkefninu verði þróuð ný aðferðafræði sem nýtist við breytingar og umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu. Lögð er áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla.
Verkefnið er þverfaglegt og nýtir upplýsingum um vistfræðilega-, félagslega-, hagfræðilega- og stjórnunarlega þætti. Að EcoFishMan verkefninu koma alls 13 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í átta Evrópulöndum, þar á meðal Háskóli Íslands og háskólinn í Tromsø í Noregi. Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 3,7 milljónir evra á þremur árum og nemur styrkur ESB 3,0 milljónum evra.
Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, er með henni í vísindanefnd verkefnisins.
March 25. 2011, from 12pm-13pm.
Lögberg, room 101.
EcoFishMan: A new approach to fishery management in the EU
Dr. Sveinn Margeirsson, director of Matís
The aim of the EcoFishMan project is to develop and contribute to implementation of a new integrated fisheries management system in Europe based on increased stakeholder involvement: An ecosystem-based sustainable management system under a precautionary framework that will define maximum acceptable negative impact, target elimination of discards and maintain economic and social viability.
EcoFishMan is an interdisciplinary project which uses information based on ecological, sociological, economical and management factors. Thirteen institutions, companies and universities from eight different countries participate in the project, among which are the University of Tromsø and the University of Iceland. The allocated budget is 3,7 million euros over three years whereof the EU allocates 3,0 million euros.
Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, project manager, and dr. Sveinn Margeirsson, director of Matís, are members of the project’s scientific board.