Hrönn Ólína Jörundsdóttir starfsmaður Matís verður með námskeið við Háskólasetur Vestfjarða 3.-21. maí nk.
Þar mun Hrönn leiða nemendur í allan sannleikan um mengandi efni hafsins í kringum Ísland, strandlengjur annarra landa auk þess sem farið verður í hvaða þættir hafa áhrif á mengun hafssvæða.
Námskeiðið fer fram á ensku og má nálgast frekari upplýsingar hér. Hrönn Ólína veitir auk þess upplýsingar, hronn.o.jorundsdóttir@matis.is.